Ástin á götunni Schalke sigraði Werder Bremen Schalke sigraði Werder Bremen í undanúrslitum í þýsku deildabikarkeppninni 2-1 í kvöld að viðstöddum tæplega 60 þúsund áhorfendum á heimavelli sínum. Mörk Schalke gerðu Ebbe Sand og Zlata Bajramovic en mark Werder Bremen gerði Valdez. Schalke mætir Stuttgart í úrslitum deildabikarsins á laugardaginn. Sport 13.10.2005 19:35 Janft í Akureyrarslagnum Þór og KA gerðu 2-2 jafntefli í fyrstu deild karla í kvöld. Jóhann Helgason og Pálmi Rafn Pálmason gerðu mörk KA manna en þeir Dragan Stojanovic og Ibra Jagne gerðu mörk Þórs. KS og HK gerðu markalaust jafntefli á Siglufirði og þá sigraði Völsungur lið Hauka 1-0 með marki Hermanns Aðalgeirssonar. Sport 13.10.2005 19:35 Keflavík jafnaði Evrópumet Skagans Keflavík komst í gær áfram í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða með 2-0 sigri á Etzella frá Lúxemborg og jafnaði um leið Evrópumet Skagans frá 1995 með því að vinna samanlagt með sex marka mun. Sport 13.10.2005 19:35 Það er erfitt að eyða Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir það vera erfiðasta starf í heimi að þurfa að eyða pening frá Roman Abramovich í nýja leikmenn. Sport 13.10.2005 19:35 Landsbankadeildin tekin út í kvöld Klukkan 20:30 í kvöld verður klukkustundarlangur þáttur á Sýn þar sem fjallað verður um Landsbankadeildina í knattspyrnu. Fjallað verður um umferðir 7-12, rætt við þjálfara, leikmenn og bestu stuðningsmennina. Sport 13.10.2005 19:35 Vilja reka Strachan Stuðningsmenn skoska knattspyrnuliðsins Glasgow Celtic heimta að nýi knattspyrnustjórinn Gordon Strachan verði rekinn. Strachan stýrði Celtic í fyrsta alvöru keppnisleiknum í gærkvöldi en þá tapaði Celtic 5-0 fyrir Artmedia Petrzalka frá Slóvakíu í forkeppni meistaradeildarinnar. Sport 13.10.2005 19:35 Lyn býður í Garðar Jóhannson Norska úrvalsdeildarliðið Lyn hefur sent KR-ingum tilboð í sóknarmanninn Garðar Jóhannsson. Garðar fór til Noregs fyrr í þessari viku og náði að heilla forystumenn norska liðsins. Sport 13.10.2005 19:35 Lyon - Auxerre 4-1 Lyon sigraði Auxerre í gærkvöldi 4-1 í árlegum leik deildar- og bikarmeistaranna í franska fótboltanum. Norðmaðurinn John Carew skoraði þrjú marka Lyon en liðinu stýrir núna Gerard Houllier fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool. Sport 13.10.2005 19:35 Hefur verið orðaður við Stoke Indriði Sigurðsson hefur verið sterklega orðaður við Stoke City að undanförnu en hefur samt ekki hugmynd um hvort Stoke vilji sig. Fréttablaðið heyrði í honum í gær til þess að kanna stöðu mála. Sport 13.10.2005 19:35 Keane spilaði einn hálfleik Roy Keane, fyrirliði Man. Utd, spilaði í 45 mínútur með C-liði liðsins í æfingaleik gegn utanddeildarliðinu Rossendale í gær, þrátt fyrir að vera sagður meiddur og þess vegna ófær um að fylgja aðalliðinu í æfingaferð til Asíu. Sport 13.10.2005 19:35 Woodgate meiddur enn og aftur Það á ekki af varnarmanninum Jonathan Woodgate að ganga. Nú hefur hann enn einu orðið fyrir meiðslum og er líklegur til að missa af fyrstu vikum komandi keppnistímabils á Spáni. Sport 13.10.2005 19:35 Toppliðin unnu í 1. & 2. deild Breiðablik heldur áfram sigurgöngu sinni í fyrstu deild karla í knattspyrnu. Blikar lögðu Fjölni 2-3 á útivelli eftir að hafa komist 0-2 yfir og eru með 35 stig á toppi deildarinnar, 10 stigum á undan Víkingi R sem vann mikilvægan 0-4 útisigur á nöfnum sínum frá Ólafsvík. Toppliðin tvö í 2. deild karla unnu bæði leiki sína í kvöld. Sport 13.10.2005 19:35 Ronaldo með tvö fyrir Real Madrid Brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir Real Madrid sem vann 3-1 sigur á japanska liðinu Jubilo Iwata í æfingaleik í kvöld en spænska liðið er nú í æfingaferð niðri í Asíu. Fyrirliðinn Raul skoraði eitt mark þegar hann kom Real í 1-0 áður en heimaliðið náði að jafna. Sport 13.10.2005 19:35 Benitez sæmilega sáttur Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur lýst frammistöðu sinna manna gegn Kaunas frá Litháen í Meistaradeildinni í gær sem "ágætri." Sport 13.10.2005 19:35 Forkeppni Meistaradeildar Evrópu Evrópumeistarar Liverpool áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Kaunas frá Litháen að velli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöldi. Kaunas skoraði fyrsta markið á heimavelli en Liverpool skoraði þrívegis og vann 3-1. Djibril Cisse, Jaime Carragher og Steven Gerard skoruðu mörkin. Sport 13.10.2005 19:35 Kristinn dæmir í Meistaradeildinni Knattspyrnudómarinn Kristinn Jakobsson dæmir í kvöld leik í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn er heimaleikur albanska liðsins KF Tirana og CSKA Sofia frá Búlgaríu og hefst hann kl. 18:30 að íslenskum tíma. Aðstoðardómarar í leiknum verða Pjetur Sigurðsson og Sigurður Óli Þorleifson. Eigill Már Markússon er eftirlitsdómari. Sport 13.10.2005 19:35 Baptista ekki til Arsenal Sókanarmiðjumaður spænska liðsins Sevilla, Julio Baptista hefur engan áhuga á að að ganga til liðs við enska liðið Arsenal. Baptista, sem er brasilískur vill vera kyrr á Spáni og fá spænskt vegabréf. Arsene Wenger, knattspyrnusjóri Arsenal er hins vegar sagður ekki vera búinn að gefa upp alla von. Sport 13.10.2005 19:35 Fimm í eins leiks bann Fimm leikmenn í Landsbankadeildinni voru í gær dæmdir í eins leiks bann. Davíð Þór Viðarsson FH og Sölvi Sturluson úr KR voru reknir af velli en Bjarnólfur Lárusson KR fær leikbann vegna 6 gulra spjalda og Eyjamennirnir Andri Ólafsson og Heimir Snær Guðmundsson vegna fjögurra gulra spjalda. Sport 13.10.2005 19:35 Helgi Sig lék gegn Barcelona Helgi Sigurðsson og félagar í danska knattspyrnuliðinu AGF Aarhus máttu þola 0-4 tap á mánudagskvöld gegn spænska stórliðinu Barcelona en leikurinn var liður í undirbúningsferð Barca í Danmörku. Helgi var ekki í byrjunarliði AGF í leiknum en kom inn á í síðari hálfleik. Sport 13.10.2005 19:35 Leikur við Venesúela í lausu lofti Knattspyrnusamband Venesúela segir á heimasíðu sinni að landsleik milli Íslands og Venesúela í knattspyrnu, sem fyrirhugaður var 17. ágúst, hafi verið aflýst.Geir Þorsteinsson, framkvæmadstjóri knattspyrnusambands Íslands, segir þessa tilkynningu ótímabæra Sport 13.10.2005 19:35 Gilardino leikur með Milan í kvöld Markahrókurinn Alberto Gilardino sem gekk til liðs við A.C. Milan frá Parma í síðustu viku fyrir 17.2 milljónir punda leikur sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld. Milan mætir Chicago Fire í kvöld vestur í Bandaríkjunum þar sem liðið er í æfingaferð. Sport 13.10.2005 19:35 Barton sektaður um 8 vikna laun Joey Barton, leikmaður Manchester City, var síðdegis sektaður um samtals 8 vikna laun af félagi sínu vegna atviks sem átti sér stað í Tælandi í síðustu viku en þar var Manchester City í æfingaferð. Sport 13.10.2005 19:35 Venesúela svíkur KSÍ Knattspyrnusamband Venesúela hefur aflýst vináttulandsleik við íslenska karlalandsliðið sem fram átti að fara á Laugardalsvelli 17. ágúst n.k. Þetta kom fram á heimasíðu venesúelska knattspyrnusambandsins fyrir skömmu en þar segir að settur hafi verið á vináttuleikur gegn Ekvador þennan dag í ágúst. Sport 13.10.2005 19:35 ÍBV komið til Færeyja Knattspyrnulið ÍBV er mætt til Færeyja þar sem liðið leikur síðari leik sinn gegn B36 í fyrstu umferð forkeppni UEFA-bikarins í Þórshöfn á morgun. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli á Hásteinsvelli í Eyjum þar sem Pétur Óskar Sigurðsson skoraði mark heimamanna. Leikurinn hefst klukkan 17:30 að íslenskum tíma á morgun. Sport 13.10.2005 19:35 Anderlecht burstaði Nefchi FH banarnir í Nefchi fengu slæman skell í Belgíu í kvöld er liðið tapaði 5-0 fyrir Anderlecht í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Seinni leikur liðanna verður í Azerbadjan eftir rúma viku. Þá sigruðu Árni Gautur Arason og félagar hans í norska liðinu Valerenga lið Haka frá Finnlandi 1-0 en leikurinn fór fram í Noregi. Sport 13.10.2005 19:35 Davids til Tottenham Hollendingurinn Edgar Davids, sem er á mála hjá Inter Milan gengur að öllum líkindum til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Tottenham síðar í vikunni. "Hann er mjög fjölhæfur miðjumaður, hann vinnur boltann, hann getur stjórna spili liðs, með frábært úthald og magnað persónuleika," sagði Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham um Davids. Sport 13.10.2005 19:35 Anderlecht 2-0 yfir gegn Neftchi Anderlecht frá Belgíu er komið 2-0 yfir eftir aðeins 23 mínútna leik gegn FK Neftchi frá Aserbaídjan í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en það var einmitt FK Neftchi sem sló út FH-liðið 4-1 samanlagt í fyrstu umferðinni. Mörkin skoruðu Tihinen á 20. mínútu og Jestrovic á 23. mínútu. Sport 13.10.2005 19:35 Liverpool yfir í hálfleik Liverpool er yfir í hálfleik gegn Kaunas í Litháen 2-1 í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Baravicius kom Kaunas yfir en þeir Cisse og Carrager gerðu mörk Liverpool. Sport 13.10.2005 19:35 Inzaghi ætlar að hjálpa Gilardino Filippo Inzaghi, sóknarmaður AC Milan, segist ekki geta beðið eftir því að fá að spila við hlið Alberto Gilardino sem nýgenginn er í raðir félagsins. Gilardino var keyptur frá Parma fyrir 17,2 milljónir punda en hann er 23 ára. Inzaghi segist vera rétti maðurinn til að kenn honum enn meira. Sport 13.10.2005 19:35 Stelpurnar steinlágu gegn Finnum Íslenska landsliðið í knattspyrnu kvenna 21 árs og yngri tapaði fyrir Finnum 4-1 í leik um 5. sætið á Norðurlandamótinu í Svíþjóð í dag. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Íslands. Sport 13.10.2005 19:35 « ‹ 325 326 327 328 329 330 331 332 333 … 334 ›
Schalke sigraði Werder Bremen Schalke sigraði Werder Bremen í undanúrslitum í þýsku deildabikarkeppninni 2-1 í kvöld að viðstöddum tæplega 60 þúsund áhorfendum á heimavelli sínum. Mörk Schalke gerðu Ebbe Sand og Zlata Bajramovic en mark Werder Bremen gerði Valdez. Schalke mætir Stuttgart í úrslitum deildabikarsins á laugardaginn. Sport 13.10.2005 19:35
Janft í Akureyrarslagnum Þór og KA gerðu 2-2 jafntefli í fyrstu deild karla í kvöld. Jóhann Helgason og Pálmi Rafn Pálmason gerðu mörk KA manna en þeir Dragan Stojanovic og Ibra Jagne gerðu mörk Þórs. KS og HK gerðu markalaust jafntefli á Siglufirði og þá sigraði Völsungur lið Hauka 1-0 með marki Hermanns Aðalgeirssonar. Sport 13.10.2005 19:35
Keflavík jafnaði Evrópumet Skagans Keflavík komst í gær áfram í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða með 2-0 sigri á Etzella frá Lúxemborg og jafnaði um leið Evrópumet Skagans frá 1995 með því að vinna samanlagt með sex marka mun. Sport 13.10.2005 19:35
Það er erfitt að eyða Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir það vera erfiðasta starf í heimi að þurfa að eyða pening frá Roman Abramovich í nýja leikmenn. Sport 13.10.2005 19:35
Landsbankadeildin tekin út í kvöld Klukkan 20:30 í kvöld verður klukkustundarlangur þáttur á Sýn þar sem fjallað verður um Landsbankadeildina í knattspyrnu. Fjallað verður um umferðir 7-12, rætt við þjálfara, leikmenn og bestu stuðningsmennina. Sport 13.10.2005 19:35
Vilja reka Strachan Stuðningsmenn skoska knattspyrnuliðsins Glasgow Celtic heimta að nýi knattspyrnustjórinn Gordon Strachan verði rekinn. Strachan stýrði Celtic í fyrsta alvöru keppnisleiknum í gærkvöldi en þá tapaði Celtic 5-0 fyrir Artmedia Petrzalka frá Slóvakíu í forkeppni meistaradeildarinnar. Sport 13.10.2005 19:35
Lyn býður í Garðar Jóhannson Norska úrvalsdeildarliðið Lyn hefur sent KR-ingum tilboð í sóknarmanninn Garðar Jóhannsson. Garðar fór til Noregs fyrr í þessari viku og náði að heilla forystumenn norska liðsins. Sport 13.10.2005 19:35
Lyon - Auxerre 4-1 Lyon sigraði Auxerre í gærkvöldi 4-1 í árlegum leik deildar- og bikarmeistaranna í franska fótboltanum. Norðmaðurinn John Carew skoraði þrjú marka Lyon en liðinu stýrir núna Gerard Houllier fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool. Sport 13.10.2005 19:35
Hefur verið orðaður við Stoke Indriði Sigurðsson hefur verið sterklega orðaður við Stoke City að undanförnu en hefur samt ekki hugmynd um hvort Stoke vilji sig. Fréttablaðið heyrði í honum í gær til þess að kanna stöðu mála. Sport 13.10.2005 19:35
Keane spilaði einn hálfleik Roy Keane, fyrirliði Man. Utd, spilaði í 45 mínútur með C-liði liðsins í æfingaleik gegn utanddeildarliðinu Rossendale í gær, þrátt fyrir að vera sagður meiddur og þess vegna ófær um að fylgja aðalliðinu í æfingaferð til Asíu. Sport 13.10.2005 19:35
Woodgate meiddur enn og aftur Það á ekki af varnarmanninum Jonathan Woodgate að ganga. Nú hefur hann enn einu orðið fyrir meiðslum og er líklegur til að missa af fyrstu vikum komandi keppnistímabils á Spáni. Sport 13.10.2005 19:35
Toppliðin unnu í 1. & 2. deild Breiðablik heldur áfram sigurgöngu sinni í fyrstu deild karla í knattspyrnu. Blikar lögðu Fjölni 2-3 á útivelli eftir að hafa komist 0-2 yfir og eru með 35 stig á toppi deildarinnar, 10 stigum á undan Víkingi R sem vann mikilvægan 0-4 útisigur á nöfnum sínum frá Ólafsvík. Toppliðin tvö í 2. deild karla unnu bæði leiki sína í kvöld. Sport 13.10.2005 19:35
Ronaldo með tvö fyrir Real Madrid Brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir Real Madrid sem vann 3-1 sigur á japanska liðinu Jubilo Iwata í æfingaleik í kvöld en spænska liðið er nú í æfingaferð niðri í Asíu. Fyrirliðinn Raul skoraði eitt mark þegar hann kom Real í 1-0 áður en heimaliðið náði að jafna. Sport 13.10.2005 19:35
Benitez sæmilega sáttur Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur lýst frammistöðu sinna manna gegn Kaunas frá Litháen í Meistaradeildinni í gær sem "ágætri." Sport 13.10.2005 19:35
Forkeppni Meistaradeildar Evrópu Evrópumeistarar Liverpool áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Kaunas frá Litháen að velli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöldi. Kaunas skoraði fyrsta markið á heimavelli en Liverpool skoraði þrívegis og vann 3-1. Djibril Cisse, Jaime Carragher og Steven Gerard skoruðu mörkin. Sport 13.10.2005 19:35
Kristinn dæmir í Meistaradeildinni Knattspyrnudómarinn Kristinn Jakobsson dæmir í kvöld leik í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn er heimaleikur albanska liðsins KF Tirana og CSKA Sofia frá Búlgaríu og hefst hann kl. 18:30 að íslenskum tíma. Aðstoðardómarar í leiknum verða Pjetur Sigurðsson og Sigurður Óli Þorleifson. Eigill Már Markússon er eftirlitsdómari. Sport 13.10.2005 19:35
Baptista ekki til Arsenal Sókanarmiðjumaður spænska liðsins Sevilla, Julio Baptista hefur engan áhuga á að að ganga til liðs við enska liðið Arsenal. Baptista, sem er brasilískur vill vera kyrr á Spáni og fá spænskt vegabréf. Arsene Wenger, knattspyrnusjóri Arsenal er hins vegar sagður ekki vera búinn að gefa upp alla von. Sport 13.10.2005 19:35
Fimm í eins leiks bann Fimm leikmenn í Landsbankadeildinni voru í gær dæmdir í eins leiks bann. Davíð Þór Viðarsson FH og Sölvi Sturluson úr KR voru reknir af velli en Bjarnólfur Lárusson KR fær leikbann vegna 6 gulra spjalda og Eyjamennirnir Andri Ólafsson og Heimir Snær Guðmundsson vegna fjögurra gulra spjalda. Sport 13.10.2005 19:35
Helgi Sig lék gegn Barcelona Helgi Sigurðsson og félagar í danska knattspyrnuliðinu AGF Aarhus máttu þola 0-4 tap á mánudagskvöld gegn spænska stórliðinu Barcelona en leikurinn var liður í undirbúningsferð Barca í Danmörku. Helgi var ekki í byrjunarliði AGF í leiknum en kom inn á í síðari hálfleik. Sport 13.10.2005 19:35
Leikur við Venesúela í lausu lofti Knattspyrnusamband Venesúela segir á heimasíðu sinni að landsleik milli Íslands og Venesúela í knattspyrnu, sem fyrirhugaður var 17. ágúst, hafi verið aflýst.Geir Þorsteinsson, framkvæmadstjóri knattspyrnusambands Íslands, segir þessa tilkynningu ótímabæra Sport 13.10.2005 19:35
Gilardino leikur með Milan í kvöld Markahrókurinn Alberto Gilardino sem gekk til liðs við A.C. Milan frá Parma í síðustu viku fyrir 17.2 milljónir punda leikur sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld. Milan mætir Chicago Fire í kvöld vestur í Bandaríkjunum þar sem liðið er í æfingaferð. Sport 13.10.2005 19:35
Barton sektaður um 8 vikna laun Joey Barton, leikmaður Manchester City, var síðdegis sektaður um samtals 8 vikna laun af félagi sínu vegna atviks sem átti sér stað í Tælandi í síðustu viku en þar var Manchester City í æfingaferð. Sport 13.10.2005 19:35
Venesúela svíkur KSÍ Knattspyrnusamband Venesúela hefur aflýst vináttulandsleik við íslenska karlalandsliðið sem fram átti að fara á Laugardalsvelli 17. ágúst n.k. Þetta kom fram á heimasíðu venesúelska knattspyrnusambandsins fyrir skömmu en þar segir að settur hafi verið á vináttuleikur gegn Ekvador þennan dag í ágúst. Sport 13.10.2005 19:35
ÍBV komið til Færeyja Knattspyrnulið ÍBV er mætt til Færeyja þar sem liðið leikur síðari leik sinn gegn B36 í fyrstu umferð forkeppni UEFA-bikarins í Þórshöfn á morgun. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli á Hásteinsvelli í Eyjum þar sem Pétur Óskar Sigurðsson skoraði mark heimamanna. Leikurinn hefst klukkan 17:30 að íslenskum tíma á morgun. Sport 13.10.2005 19:35
Anderlecht burstaði Nefchi FH banarnir í Nefchi fengu slæman skell í Belgíu í kvöld er liðið tapaði 5-0 fyrir Anderlecht í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Seinni leikur liðanna verður í Azerbadjan eftir rúma viku. Þá sigruðu Árni Gautur Arason og félagar hans í norska liðinu Valerenga lið Haka frá Finnlandi 1-0 en leikurinn fór fram í Noregi. Sport 13.10.2005 19:35
Davids til Tottenham Hollendingurinn Edgar Davids, sem er á mála hjá Inter Milan gengur að öllum líkindum til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Tottenham síðar í vikunni. "Hann er mjög fjölhæfur miðjumaður, hann vinnur boltann, hann getur stjórna spili liðs, með frábært úthald og magnað persónuleika," sagði Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham um Davids. Sport 13.10.2005 19:35
Anderlecht 2-0 yfir gegn Neftchi Anderlecht frá Belgíu er komið 2-0 yfir eftir aðeins 23 mínútna leik gegn FK Neftchi frá Aserbaídjan í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en það var einmitt FK Neftchi sem sló út FH-liðið 4-1 samanlagt í fyrstu umferðinni. Mörkin skoruðu Tihinen á 20. mínútu og Jestrovic á 23. mínútu. Sport 13.10.2005 19:35
Liverpool yfir í hálfleik Liverpool er yfir í hálfleik gegn Kaunas í Litháen 2-1 í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Baravicius kom Kaunas yfir en þeir Cisse og Carrager gerðu mörk Liverpool. Sport 13.10.2005 19:35
Inzaghi ætlar að hjálpa Gilardino Filippo Inzaghi, sóknarmaður AC Milan, segist ekki geta beðið eftir því að fá að spila við hlið Alberto Gilardino sem nýgenginn er í raðir félagsins. Gilardino var keyptur frá Parma fyrir 17,2 milljónir punda en hann er 23 ára. Inzaghi segist vera rétti maðurinn til að kenn honum enn meira. Sport 13.10.2005 19:35
Stelpurnar steinlágu gegn Finnum Íslenska landsliðið í knattspyrnu kvenna 21 árs og yngri tapaði fyrir Finnum 4-1 í leik um 5. sætið á Norðurlandamótinu í Svíþjóð í dag. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Íslands. Sport 13.10.2005 19:35