Ástin á götunni

Fréttamynd

Bowyer þarf fyrir rétt

Lee Bowyer leikmaður Newcastle þarf að mæta fyrir rétt vegna slagsmálanna við samherjann Kieron Dyer en honum var birt stefna þess efnis í dag. Bowyer hefur þegar tekið út þunga refsingu af hendi enska knattspyrnusambandsins en umrætt atvik átti sér stað í leik Newcastle gegn Aston Villa í apríl sl.

Sport
Fréttamynd

Loks sigur hjá Íslandi

Íslenska landsliðið í knattspyrnu vann 4-1 sigur á Möltu í undankeppni HM en leiknum var að ljúka á Laugardalsvellinum. Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörk íslenska liðsins í fyrri hálfleik en Tryggvi Guðmundsson og Veigar Páll Gunnarsson bættu hinum mörkunum við í seinni hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Maltverjar minnka muninn

Maltverjar eru að sækja í sig veðrið og hafa minnkað muninn í 2-1 gegn Íslendingum á Laugardalsvelli. Brian Said skoraði á 59. mínútu. Það hefur dofnað mikið yfir íslenska liðinu. Árni Gautur hálfver langskot eftir aukaspyrnu og Brian Said fylgir á eftir og skorar í tómt markið úr markteignum.

Sport
Fréttamynd

Barcelona ekki á eftir Henry

Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur tekið af allan vafa og segir félagið ekki vera á höttunum eftir franska framherjanum Thierry Henry hjá Arsenal.

Sport
Fréttamynd

Jol bjartsýnn

Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur ætlar ekki að láta brotthvarf Frank Arnesen til Chelsea hafa áhrif á sig og er bjartsýnn á að liðið geti haldið áfram ótrautt.

Sport
Fréttamynd

Markalaust jafntefli við Möltu

Ísland og Malta gerðu markalaust jafntefli í undankeppni Evrópumóts landsliða U21 árs en leikurinn fór fram á KR-velli. Ísland lék undan sterkum vindi í fyrri hálfleik en tókst ekki að brjóta niður þrjóska vörn gestanna sem áttu ekkert færi í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Synir Glazers í stjórn United

Ameríski auðkýfingurinn Malcom Glazer hefur skipað syni sína þrjá í stjórn Manchester United og í kjölfarið hafa þrír stjórnarmenn félagsins sagt af sér.

Sport
Fréttamynd

Meta Heiðar á tvær milljónir punda

Enska knattspyrnufélagið Watford hefur sett tveggja milljóna punda, eða um 236 milljóna króna, verðmiða á íslenska landsliðsmanninn Heiðar Helguson samkvæmt breska blaðinu <em>The Mirror</em>. Watford hefur þegar hafnað 118 milljóna króna tilboði frá úrvalsdeildarliðinu Sunderland og fyrstu deildarliðinu Sheffield United.

Sport
Fréttamynd

Haukar sigruðu Fjölni

Haukar lögðu Fjölni að velli 4-2 í Grafarvoginum í fyrstu deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Pétur Markan skoraði bæði mörk Fjölnis. Hilmar Rafn Emilsson skoraði tvö mörk fyrir Hauka og Kristján Ómar Björnsson og Daníel Einarsson eitt mark hvor. Haukar eru í þriðja sæti með 7 stig.

Sport
Fréttamynd

Ekki hægt að fá fleiri færi í leik

Íslenska 21 árs landsliðið varð að sætta sig við markalaust jafntefli við Möltu á KR-vellinum í gær og jafnteflið er mikill sigur fyrir Möltubúa ef marka má viðbrögð þeirra eftir leik en þeir hafa fengið öll fjögur stigin í riðlinum út úr tveimur leikjum sínum við íslenska liðið.

Sport
Fréttamynd

Leiknir lagði Selfoss

Tveir leikir voru í annari deild karla í gær. Njarðvík og Afturelding skildu jöfn, 1-1, og Leiknir Reykjavík vann Selfoss með einu marki gegn engu.

Sport
Fréttamynd

Sigur á Svíum í knattspyrnu

Íslenska U-19 landslið pilta vann Svía 2-0 í vináttulandsleik á Grindavíkurvelli í dag. Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður Glasgow Celtic og fyrrverandi KR-ingur, skoraði bæði mörkin í síðari hálfleik. Að sögn þeirra sem fylgdust með leiknum var sigur piltanna mjög sanngjarn.

Sport
Fréttamynd

Santini tekur við Auxerre

Jacques Santini fyrrverandi þjálfari franska landsliðsins í knattspyrnu og Tottenham tók í dag við franska liðinu Auxerre sem eru nýkrýndir bikarmeistarar þar í landi. Santini tekur við af Guy Roux sem lét af störfum eftir að hafa lagt Sedan í úrslitaleik bikarkeppninnar á sunnudag.

Sport
Fréttamynd

Er hér til þess að ná árangri

Það gustar um Guðjón Þórðarson í stjórastól Notts County þótt ekki hafi hann setið lengi. Hann er búinn að leggja línurnar fyrir leikmenn liðsins sem hann segir hafa leikið undir getu.

Sport
Fréttamynd

Grótta-ÍA í VISA-bikarnum í kvöld

Í kvöld hefjast 32 liða úrslit VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu með einum leik og það nokkuð athygliðsverðum. Þriðjudeildarlið Gróttu tekur þá á móti Landsbankadeildarliði Skagamanna og hefst leikurinn kl. 19.15 á Gróttuvelli á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi.

Sport
Fréttamynd

Markalaust í hálfleik gegn Möltu

Staðan er 0-0 í hálfleik hjá U21 árs landsliðum Íslands og Möltu í undankeppni Evrópumótsins en leikurinn sem hófst kl. 18:00. Leikurinn fer fram á KR-velli vestur í bæ og lék íslenska liðið undan sterkum vindi í fyrri hálfleik. Það verður því á brattann að sækja í síðari hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Grótta stríddi ÍA

Landsbankadeildarlið ÍA slapp með skrekkinn og marði sigur á 3. deildarliði Gróttu, 1-2, í 32 liða úrslitum VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu í kvöld en leikið var á Gróttuvelli. Staðan í hálfleik var 0-0 en Skagamenn komust yfir í upphafi síðari hálfleiks. Gróttumenn náðu að jafna metin á 75. mínútu en ÍA skoraði sigurmarkið á lokamínútunum.

Sport
Fréttamynd

Heiðar tæpur vegna veikinda

Ísland mætir Möltu í kvöld í undankeppni HM. Heiðar Helguson gat ekki tekið þátt í leiknum gegn Ungverjalandi sökum leikbanns og óvissa er með þátttöku hans í leiknum í kvöld vegna veikinda. 

Sport
Fréttamynd

Hannes í A-hópinn-Óvíst með Heiðar

Hannes Sigurðsson hefur verið kallaður í A-landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Möltu í undankeppni HM 2006 á Laugardalsvelli á morgun. Hannes á fylla skarð Gylfa Einarssonar sem meiddist í leiknum gegn Ungverjum á laugardag. Þá er ekki víst að að Heiðar Helguson geti leikið með gegn Möltu á morgun.

Sport
Fréttamynd

Englendingar byrja vel á EM kvenna

Evrópukeppni kvennalandsliða í knattspyrnu hófst á Englandi í gærkvöldi. Svíar og Danir gerðu jafntefli, 1-1, og Englendingar sigruðu Finna 3-2. Tæplega 30 þúsund áhorfendur mættu á leikinn sem er aðsóknarmet í Evrópukeppni kvenna. Átta þjóðir leika til úrslita á Englandi í tveimur riðlum en liðin sem áttust við í gær leika í A-riðli.

Sport
Fréttamynd

Cole áfrýjar

Ashley Cole, leikmaður Arsenal hefur áfrýjað dómsúrskurðinum sem gerir honum að greiða 100.000 punda sekt fyrir að hafa átt í ólöglegum viðræðum við Chelsea um hugsanleg félagaskipti.

Sport
Fréttamynd

Owen fer ekki frá Madrid

David Beckham heldur því fram að félagi sinn í enska landsliðinu og Real Madrid, sé ekki á förum frá félaginu, þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis á síðustu vikum.

Sport
Fréttamynd

Hugsa um leikinn, annað er bónus

„Við erum að gíra okkur upp fyrir leikinn," sagði Ólafur Ingi Skúlason fyrirliði íslenska landsliðsins skipað leikmönnum 21 árs og yngri sem mætir Maltverjum í dag, kl. 18 á KR-velli. Liðið lék á föstudaginn gegn Ungverjum og töpuðu, 1–0, en liðið hafði fram að því unnið tvo leiki af fimm og gat jafnað Ungverja að stigum.

Sport
Fréttamynd

Chelsea vill fund með Tottenham

Forráðamenn Chelsea hafa óskað eftir fundi með kollegum sínum úr herbúðum Tottenham til að reyna að leysa fjaðrafokið í kring um meintar ólöglegar samningaviðræður Chelsea við Frank Arnesen, yfirmann knattspyrnumála hjá Tottenham, sem var rekinn frá félaginu eftir að hafa lýst yfir áhuga sínum á að fara til Chelsea.

Sport
Fréttamynd

Houllier vill fá Baros

Gerard Houllier, knattspyrnustjóri Lyon í Frakklandi, hefur lýst yfir miklum áhuga á að fá Milan Baros til liðs við félagið í sumar. Houllier var maðurinn á bak við kaupin á Tékkanum unga til Liverpool á sínum tíma, en framtíð Baros hjá enska liðinu er talin óljós.

Sport
Fréttamynd

Varnarlínan fjarri góðu gamni

Auðun Helgason, FH, og Valsmaðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson voru í morgun valdir í íslenska landsliðið sem mætir Möltumönnum í undakeppni heimsmeistaramótsins á miðvikudag. Bjarni Ólafur er nýliði en Auðun á að baki fjölmarga landsleiki. Öll varnarlína landsliðsins sem hóf leikinn gegn Ungverjum í gær verður fjarri góðu gamni gegn Möltu.

Sport
Fréttamynd

HK sigraði Völsung í gær

HK lagði Völsung að velli með fjórum mörkum gegn tveimur í fyrstu deild karla í fótbolta í gær. Þá skildu Leiftur/Dalvík og Huginn jöfn 1-1 og Fjarðarbyggð vann ÍR 2-0 í annarri deild.

Sport
Fréttamynd

Hefur beðið lengi eftir tækifærinu

Þegar Skagamaðurinn Grétar Rafn Steinsson sleit krossbönd fyrir nærri tveimur árum ákvað hann að taka málin í eigin hendur. Hann vildi bestu mögulegu læknismeðferðina og stóð því sjálfur straum af kostnaði við tveggja mánaða endurhæfingarferð til Hollands.

Sport
Fréttamynd

Líklega ekki aftur með Arsenal

Ashley Cole, varnarmaður Arsenal, telur að hann muni aldrei spila fyrir bikarmeistarana á nýjan leik og ásakar varaformann félagsins, David Dein, um samningsdeilurnar sem urðu til þess að hann ræddi við Chelsea án leyfis en fyrir það fékk hann háa fjársekt. Cole er metinn á 20 milljónir punda og talið er að spænsku stórliðin Barcelona og Madrid vilji fá hann í sínar raðir.

Sport
Fréttamynd

Arnesen rekinn fráTottenham

Tottenham leysti í gær Danann Frank Arnesen frá störfum. Hann hefur verið yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu í eitt ár. Arnesen er sakaður um að hafa átt í leynilegum viðræðum við Chelsea og þar af leiðandi brotið reglur enska knattspyrnusambandsins. Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem Chelsea er uppvíst að því að falast ólöglega eftir starfsmönnum sem samningsbundnir eru öðrum félögum.

Sport