Joe Biden

Fréttamynd

„Biden á langa sögu af mismælum“

Joe Biden forseti Bandaríkjanna sýndi að hann hefur góða þekkingu og innsýn í utanríkis- og varnarmál á blaðamannafundinum sem hann hélt í gær. Þetta er mat Friðjóns Friðjónssonar, borgarfulltrúa og áhugamanns um bandarísk stjórnmál, sem var álitsgjafi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ætli Biden sér að vinna kosningarnar þurfi hann hins vegar að standa sig vel í öðrum málum. Hann segir Biden eiga langa sögu af mismælum, en nú sé auðvelt fyrir andstæðinga að nota mismælin gegn honum.

Erlent
Fréttamynd

Blaða­manna­fundur Biden á afmælisfundi At­lants­hafs­banda­lagsins

Joe Biden Bandaríkjaforseti heldur í kvöld blaðamannafund að leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins loknum. Hann hefur sætt gagnrýni og jafnvel áköll um að stíga til hliðar í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum vegna lélegrar frammistöðu í kappræðum milli hans og Donalds Trump mótframbjóðanda hans.

Erlent
Fréttamynd

Vaxandi efa­semdir um á­gæti Bidens

Stórleikarinn George Clooney, sem jafnframt hefur verið einn af styrktaraðilum forsetaframboðs Joe Biden, segist hættur að styðja framboð Biden og honum finnist að Biden ætti að hætta við að fara fram. Þá hefur Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjanna, verið loðin í svörum um hvort hún vilji enn sjá hann fara fram. 

Erlent
Fréttamynd

Heitir því að klára bar­áttuna og sigra Trump

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist ekki ætla að stíga til hliðar og lofaði að hann myndi sigra Donald Trump mótframbjóðanda sinn í komandi kosningum í ræðu sem hann hélt á kosningafundi í Wisconsin-ríki í dag. 

Erlent
Fréttamynd

Baktalaði Biden í golfi: „Gamla niðurbrotna skítahrúga“

Myndband af Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að baktala mótframbjóðanda sinn Joe Biden fer nú um netheima. Þar talar Trump vægast sagt illa um Biden og varaforsetann Kamölu Harris og kallar forsetann „niðurbrotna skítahrúgu“. Hann fullyrðir að Biden muni hætta við framboðið.  

Erlent
Fréttamynd

Flestir á því að Biden valdi ekki starfinu

Ný könnun sem gerð var á meðal almennings í Bandaríkjunum bendir til þess að 72 prósent allra skráðra kjósenda telji að Joe Biden forseti hafi ekki vitsmunalega getu til þess að sinna embættinu.

Erlent
Fréttamynd

Segir Biden „al­gjör­lega van­hæfan“

Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana, segir að aldur Joe Bidens mótframbjóðanda hans, sé ekki vandamálið, heldur „algjört vanhæfi“ hans. Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Virgina-ríki í dag.

Erlent
Fréttamynd

„Ég veit að ég er ekki ungur maður“

Joe Biden bandaríkjaforseti, hélt kraftmikla ræðu í dag, þar sem hann svaraði óbeint fyrir gagnrýni sem hann hefur sætt fyrir slaka frammistöðu í kappræðum forsetaefnanna í nótt. 

Erlent
Fréttamynd

Biden hikandi og hás í fyrri kapp­ræðum kosninganna

Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál.

Erlent
Fréttamynd

Trump getur ekki gripið fram í fyrir Biden í nótt

Joe Biden og Donald Trump mætast í fyrri kappræðum sínum fyrir forsetakosningarnar í nótt. Prófessor í stjórnmálafræði segir á brattann að sækja fyrir Biden, sem þurfi að sanna sig fyrir kjósendum í kappræðum kvöldsins.

Erlent
Fréttamynd

Fyrstu kappræðurnar í fjögur ár gætu skipt sköpum

Fyrstu kappræður forsetaefnanna tveggja, Joe Biden, Bandaríkjaforseta fyrir Demókrataflokkinn, og Donald Trump fyrrverandi forseta fyrir Repúblikanaflokkinn, í fjögur ár fara fram í kvöld á sjónvarpsstöðinni CNN. Kappræðurnar gætu skipt sköpum fyrir baráttu frambjóðendanna tveggja og ljóst er að mikið er í húfi.

Erlent
Fréttamynd

Sam­þykktu fimm­tíu milljarða dala að­stoð til Úkraínu

Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrr í kvöld að leiðtogar G7 ríkjanna hefðu komist að samkomulagi um að taka lán upp á fimmtíu milljarða Bandaríkjadala fyrir aðstoð til Úkraínu og borga upp lánið með vöxtum af ríkiseignum Rússa sem búið væri að frysta

Erlent
Fréttamynd

Biden virðir saka­dóminn yfir syni sínum

Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ætla að virða niðurstöðu kviðdóms sem sakfelldi Hunter son hans fyrir skotvopnalagabrot í gær. Hunter Biden gæti jafnvel átt yfir höfði sér fangelsisdóm.

Erlent
Fréttamynd

Biden ber ekki vitni í eigin saka­­máli

Verjandi Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, segir að hann beri ekki vitni við réttarhöldin yfir honum vegna skotvopnalagabrots. Nánustu aðstandendur hans hafa borið vitni um glímu hans við fíkn við réttarhöldin.

Erlent
Fréttamynd

Biden herðir tökin á landa­mærum í að­draganda kosninga

Förufólki sem kemur ólöglega til Bandaríkin yfir landamærin að Mexíkó verður bannað að sækja um hæli og verður snögglega vísað úr landi samkvæmt tilskipun sem Joe Biden Bandaríkjaforseti gaf út í gær. Innflytjendamál brenna einna heitast á kjósendum fyrir forsetakosningar sem fara fram í haust.

Erlent
Fréttamynd

Réttar­höld yfir syni Biden hafin

Alríkissaksóknarar lýstu Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, sem dópista þegar réttarhöld yfir honum vegna skovopnalagabrota hófust í dag. Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíknivanda sinn þegar hann keypti sér skammbyssu fyrir sex árum.

Erlent