Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 00:10 Áköll um að Biden stigi til hliðar í komandi forsetakosningum hafa magnast. EPA/Jim Lo Scalzo Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ Á blaðamannafundi var Biden spurður um hæfni Kamölu Harris varaforseta og möguleika hennar til að sigra Donald Trump í kosningum tæki hún við framboðinu. „Ég hefði ekki valið Trump varaforseta hefði ég ekki haldið að hún væri hæf til að gegna embætti forseta,“ svaraði Biden þá. Joe Biden mistakenly calls Kamala Harris “Vice President Trump.” pic.twitter.com/VVSuMfCQRH— Pop Base (@PopBase) July 11, 2024 Fyrr í kvöld kynnti Biden eins og fram kom Volodómír Selenskí Úkraínuforseta sem „Pútín forseta“ upp í ræðustól. Hann leiðrétti sig um hæl eftir að blaðamenn bentu honum á mismæli hans en í tilfelli Trump varaforseta var honum ekki bent á það og hann leiðrétti sig því ekki. Nokkur eftirvænting hefur ríkt fyrir þessum blaðamannafundi þar sem spurningum um hæfi hans og heilsu rignir yfir Biden. Hart hefur verið sótt að Biden og áköll um að hann stigi til hliðar og að Demókratar finni nýjan frambjóðanda til forseta hafa magnast undanfarna daga. Biden just introduced President Zelenskyy as "President Putin," but immediately caught himself"I'm better," Zelenskyy joked in response pic.twitter.com/8MgZHj2cf1— Aaron Rupar (@atrupar) July 11, 2024 Mótframbjóðandi hans, Donald Trump, var fljótur að bregðast við neyðarlegu mismælum Biden. Hann birti færslu á samfélagsmiðilinn sinn Truth Social með myndbandi af atvikinu og hæðist að Biden. „Vel gert, Joe!“ skrifar Trump. Þegar fundinum lauk kepptust blaðamenn við að ná athygli forsetans og beina að honum spurningum sínum. Einn blaðamaður spurði Biden út í seinni mismæli kvöldsins, þegar hann vísaði til Kamölu Harris varaforseta sem Trump varaforseta. Hann benti á að Trump væri þegar farinn að hæðast að atvikinu á samfélagsmiðlum. „Hlustaðu á hann,“ svaraði Biden þá og gekk svo út úr salnum. Joe Biden NATO Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Biden lýsti aðdáun á Íslandi og hrósar framlagi á alþjóðavettvangi Framlag Íslands til Atlantshafsbandalagsins er til fyrirmyndar og umfram væntingar að sögn forseta Bandaríkjanna. Þetta sagði Joe Biden í samtali við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra á leiðtogafundi NATO sem nú stendur yfir í Washington. Síðasti dagur 75 ára afmælis- og leiðtogafundar NATO er í dag en eftirvænting ríkir fyrir blaðamannafundi sem Biden hefur boðað síðar í kvöld. 11. júlí 2024 20:02 Vaxandi efasemdir um ágæti Bidens Stórleikarinn George Clooney, sem jafnframt hefur verið einn af styrktaraðilum forsetaframboðs Joe Biden, segist hættur að styðja framboð Biden og honum finnist að Biden ætti að hætta við að fara fram. Þá hefur Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjanna, verið loðin í svörum um hvort hún vilji enn sjá hann fara fram. 10. júlí 2024 22:06 Biden kynnti Selenskí sem „Pútín forseta“ Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti Volodímír Selenskí Úkraínuforseta sem „Pútín forseta“ við athöfn á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í kvöld. 11. júlí 2024 22:12 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Á blaðamannafundi var Biden spurður um hæfni Kamölu Harris varaforseta og möguleika hennar til að sigra Donald Trump í kosningum tæki hún við framboðinu. „Ég hefði ekki valið Trump varaforseta hefði ég ekki haldið að hún væri hæf til að gegna embætti forseta,“ svaraði Biden þá. Joe Biden mistakenly calls Kamala Harris “Vice President Trump.” pic.twitter.com/VVSuMfCQRH— Pop Base (@PopBase) July 11, 2024 Fyrr í kvöld kynnti Biden eins og fram kom Volodómír Selenskí Úkraínuforseta sem „Pútín forseta“ upp í ræðustól. Hann leiðrétti sig um hæl eftir að blaðamenn bentu honum á mismæli hans en í tilfelli Trump varaforseta var honum ekki bent á það og hann leiðrétti sig því ekki. Nokkur eftirvænting hefur ríkt fyrir þessum blaðamannafundi þar sem spurningum um hæfi hans og heilsu rignir yfir Biden. Hart hefur verið sótt að Biden og áköll um að hann stigi til hliðar og að Demókratar finni nýjan frambjóðanda til forseta hafa magnast undanfarna daga. Biden just introduced President Zelenskyy as "President Putin," but immediately caught himself"I'm better," Zelenskyy joked in response pic.twitter.com/8MgZHj2cf1— Aaron Rupar (@atrupar) July 11, 2024 Mótframbjóðandi hans, Donald Trump, var fljótur að bregðast við neyðarlegu mismælum Biden. Hann birti færslu á samfélagsmiðilinn sinn Truth Social með myndbandi af atvikinu og hæðist að Biden. „Vel gert, Joe!“ skrifar Trump. Þegar fundinum lauk kepptust blaðamenn við að ná athygli forsetans og beina að honum spurningum sínum. Einn blaðamaður spurði Biden út í seinni mismæli kvöldsins, þegar hann vísaði til Kamölu Harris varaforseta sem Trump varaforseta. Hann benti á að Trump væri þegar farinn að hæðast að atvikinu á samfélagsmiðlum. „Hlustaðu á hann,“ svaraði Biden þá og gekk svo út úr salnum.
Joe Biden NATO Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Biden lýsti aðdáun á Íslandi og hrósar framlagi á alþjóðavettvangi Framlag Íslands til Atlantshafsbandalagsins er til fyrirmyndar og umfram væntingar að sögn forseta Bandaríkjanna. Þetta sagði Joe Biden í samtali við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra á leiðtogafundi NATO sem nú stendur yfir í Washington. Síðasti dagur 75 ára afmælis- og leiðtogafundar NATO er í dag en eftirvænting ríkir fyrir blaðamannafundi sem Biden hefur boðað síðar í kvöld. 11. júlí 2024 20:02 Vaxandi efasemdir um ágæti Bidens Stórleikarinn George Clooney, sem jafnframt hefur verið einn af styrktaraðilum forsetaframboðs Joe Biden, segist hættur að styðja framboð Biden og honum finnist að Biden ætti að hætta við að fara fram. Þá hefur Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjanna, verið loðin í svörum um hvort hún vilji enn sjá hann fara fram. 10. júlí 2024 22:06 Biden kynnti Selenskí sem „Pútín forseta“ Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti Volodímír Selenskí Úkraínuforseta sem „Pútín forseta“ við athöfn á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í kvöld. 11. júlí 2024 22:12 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Biden lýsti aðdáun á Íslandi og hrósar framlagi á alþjóðavettvangi Framlag Íslands til Atlantshafsbandalagsins er til fyrirmyndar og umfram væntingar að sögn forseta Bandaríkjanna. Þetta sagði Joe Biden í samtali við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra á leiðtogafundi NATO sem nú stendur yfir í Washington. Síðasti dagur 75 ára afmælis- og leiðtogafundar NATO er í dag en eftirvænting ríkir fyrir blaðamannafundi sem Biden hefur boðað síðar í kvöld. 11. júlí 2024 20:02
Vaxandi efasemdir um ágæti Bidens Stórleikarinn George Clooney, sem jafnframt hefur verið einn af styrktaraðilum forsetaframboðs Joe Biden, segist hættur að styðja framboð Biden og honum finnist að Biden ætti að hætta við að fara fram. Þá hefur Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjanna, verið loðin í svörum um hvort hún vilji enn sjá hann fara fram. 10. júlí 2024 22:06
Biden kynnti Selenskí sem „Pútín forseta“ Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti Volodímír Selenskí Úkraínuforseta sem „Pútín forseta“ við athöfn á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í kvöld. 11. júlí 2024 22:12