Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fréttamynd

Deilt um fjár­lög, ein­mana­leiki og réttir

Formaður Samfylkingarinnar sakar stjórnvöld um að hækka skatta á ungt fólk og fjölskyldur og að reka ósjálfbæra atvinnustefnu í landinu. Forsætisráðherra segir Samfylkinguna á móti ekki boða neitt annað en skattahækkanir og aukin ríkisútgjöld.

Innlent
Fréttamynd

Séreignarsparnaður, netöryggi og leið­sögn um Al­þingi

Fjármálaráðherra og verðandi formaður fjárlaganefndar eru ósammála um hvort endurnýja skuli almenna heimild til að nýta séreignasparnað inn á húsnæðislán. Þingmaður Pírata segir stjórnarmeirihlutann með þessu senda misvísandi skilaboð til almennings sem boði ekki á gott.

Innlent
Fréttamynd

Hvor hafði betur í kappræðunum?

Bæði Kamala Harris og Donald Trump eru hæst ánægð með frammistöðu sína í kappræðunum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nótt. Flestir virðast telja að Harris hafi sigrað. Farið verður yfir stöðuna eftir kappræðurnar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Halla og Guð­rún í nýjum hlut­verkum og að­hald í ríkis­rekstri

Ríkisstjórnin boðar aðhald til að ná tökum á verðbólgu og vöxtum í nýju fjárlagafrumvarpi. Gert er ráð fyrir að hallarekstur ríkissjóðs dragist saman um sextán milljarða króna á milli ára og nemi 41 milljarði króna árið 2025. Þing verður sett í dag þar sem tvær konur, nýr forseti og biskup taka þátt í fyrsta skipti. 

Innlent
Fréttamynd

Snjó­koma á Norður­landi og boðuð mót­mæli á Austur­velli

Samtök launafólks hafa boðað til mótmæla á Austurvelli samhliða því og eru Alþýðusamband Íslands, BSRB, VR og Kennarasamband Íslands meðal skipuleggjenda. Við heyrum í formanni VR í fréttatímanum. Þá förum við yfir appelsínugula veðurviðvörun á Norðurlandi þar sem búist er við snjókomu. 

Innlent
Fréttamynd

Ljósanæturuppgjör og stór­tón­leikar Skálmaldar

Töluvert var um ofbeldisbrot og unglingadrykkju á Ljósanótt í Reykjanesbæ um helgina. Tilkynnt var um fjórar líkamsárásir og einn hátíðargestur kýldi tvo lögreglumenn í andlitið. Gestir Októberfest í Reykjavík voru töluvert rólegri. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Innlent
Fréttamynd

Hraun gæti náð Reykja­nes­braut og um­deild aug­lýsing Play

Eldfjallafræðingur telur líkur á að hraun nái að Reykjanesbrautinni á nokkrum klukkutímum komi til nýss eldgoss á Reykjanesskaga. Mögulega þurfi að hefja vinnu við að vernda innviði norðan við síðustu gosstöðvar. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 

Innlent
Fréttamynd

Leigj­endur ó­sáttir við ný lög

Í hádegisfréttum verður rætt við formann Samtaka leigjenda sem gagnrýnir harðlega nýgerðar breytingar á húsaleigulögum sem tóku gildi nú um mánaðarmótin. 

Innlent
Fréttamynd

Kapp­hlaup við tímann á Gasa og fram­kvæmdir í Grinda­vík

Sex gíslar Hamas-samtakanna fundust látnir í hernaðaraðgerð Ísraelsmanna í dag og eru sagðir hafa verið drepnir skömmu áður en herinn náði til þeirra. Kapphlaup við tímann er nú hafið á Gasa, þar sem byrjað var að bólusetja við lömunarveiki í morgun. Barnalæknir segir verkefnið gríðarerfitt og að bólusetningarnar einar og sér dugi ekki.

Innlent
Fréttamynd

Litlar breytingar á eld­gosinu, skriðuhætta og mara­þon

Litlar breytingar hafa orðið á virkni eldgossins á Sundhúksgígaröðinni frá því í gær, þegar verulega dró úr krafti þess. Gasmengun berst til suðurs í átt að Grindavík, sem er opin íbúum og fólki sem þar starfar. Bláa lónið opnaði í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Á­kjósan­leg stað­setning á gosinu

Í hádegisfréttum fjöllum við um eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi en sérfræðingar eru á því að staðsetning sprungunnar sé ákjósanleg, í bili í það minnsta.

Innlent