Spænski boltinn

Messi fær þrjá milljarða á ári í nýjum samningi við Barcelona
Lionel Messi hefur samþykkt að gera nýjan fimm ára samning við Barcelona og eytt um leið öllum vangaveltum að hann sé hugsanlega á förum frá liðinu.

Puyol fær ekki draumakveðjuleik á morgun
Carles Puyol hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Barcelona því miðvörðurinn litríki missir af úrslitaleiknum um spænska titilinn á morgun.

Xavi: Barcelona á skilið að verða meistari
Xavi, fyrirliði Barcelona-liðsins, telur að liðið hafi unnið sér það inn í vetur að vinna spænska meistaratitilinn um næstu helgi. Það hefur ýmislegt gengið á þessu tímabili en Barca á samt möguleika á því að vinna sinn fimmta titil á sex árum.

Chelsea búið að kaupa Costa
Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Chelsea samið við Atletico Madrid um kaupverð á sóknarmanninum Diego Costa.

Búið spil hjá Real Madrid
Real Madrid stimplaði sig út úr titilbaráttunni á Spáni í kvöld þegar liðið tapaði óvænt, 2-0, gegn Celta Vigo.

Púðurskot hjá Barcelona
Barcelona missteig sig í kvöld er það náði ekki að skora gegn Elche sem var að berjast fyrir lífi sínu í spænsku úrvalsdeildinni. Barcelona á samt enn möguleika á titlinum.

Úrslitaleikur hjá Atletico og Barcelona um titilinn
Atletico Madrid hefði getað tryggt sér spænska meistaratitilinn á heimavelli gegn Malaga í dag. Liðið náði ekki að klára dæmið og þarf því að mæta Barcelona í hreinum úrslitaleik um titilinn næsta sunnudag. Lokatölur í dag 1-1 en Atletico var ekki fjarri því að tryggja sér sigur í uppbótartíma.

Flottustu mörkin á Spáni í apríl | Myndband
Það voru nokkur glæsileg mörk skoruð í aprílmánuði í spænsku 1. deildinni í fótbolta en hér má sjá þau bestu.

Ronaldo meiddist og Real Madrid náði bara jafntefli
Real Madrid náði bara 1-1 jafntefli á móti Real Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en Real-menn átti möguleika á því að minnka forskot nágrannanna í Atlético Madrid í tvö stig með sigri.

Figo hafði gáfurnar - Ronaldo hefur kraftinn
Fyrrverandi landsliðsmaður Portúgals segir samlanda sína tvo af þeim bestu í sögu knattspyrnunnar.

Cristiano Ronaldo: Neymar getur orðið sá besti í heimi
Cristiano Ronaldo, framherji Real Madrid og portúgalska landsliðsins í fótbolta, hefur trú á því að Brasilíumaðurinn geti orðið besti knattspyrnumaður heims.

Martino: Verðskulda ekki annað tækifæri
Titilvonir Barcelona fuku svo gott sem út um gluggann eftir 2-2 jafntefli gegn Getafe í gær. Börsungar náðu forystunni í tvígang, en fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma. Spjótin beinast nú að þjálfaranum Gerardo Martino sem tók við Barcelona síðasta sumar.

Real Madrid missteig sig | Myndband
Real Madrid mistókst að færa sér tap nágrannanna í Atletico í vil þegar liðið mætti Valencia á Santiago Bernabeu í kvöld.

Óvæntur sigur Levante á Atletico Madrid
Levante hleypti toppbaráttunni í spænsku úrvalsdeildinni upp í háaloft með 2-0 heimasigri á toppliði Atletico Madrid í dag. Atletico Madrid hefur ekki unnið á heimavelli Levante frá tímabilinu 2007-08.

Barcelona kastaði sigrinum frá sér
Barcelona gerði 2-2 jafntefli við Getafe á heimavelli í dag og á nú afar litla möguleika á að verja spænska meistaratitilinn sem liðið vann í fyrra.

Neymar og Messi eru bestu vinir
Brasilíumaðurinn Neymar er að klára sína fyrstu leiktíð með Barcelona og hefur honum gengið upp og ofan.

Simeone þakkaði mömmum leikmanna sinna fyrir
Diego Simeone, þjálfari spænska liðsins Atlético Madrid, er búinn að gera frábæra hluti með liðið sem komst í gær í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 3-1 sigur á Chelsea á Stamford Bridge.

Bananakastarinn handtekinn
Spænsk yfirvöld hafa handtekið manninn sem kastaði frægasta banana allra tíma inn á völlinn í leik Villareal og Barcelona.

Vill birta mynd af bananakastaranum á netinu
Brasilíumaðurinn Dani Alves vill að áhorfandanum sem kastaði að honum banana verði refsað á viðeigandi hátt fyrir rasismann.

Leikmenn Barcelona minntust Vilanova
Allir leikmenn Barcelona mættu á minningarathöfn um fyrrum þjálfara félagsins, Tito Vilanova, sem haldin var í gær.

Neymar: Við erum öll apar
Það vakti heimsathygli í gær þegar Dani Alves, leikmaður Barcelona, tók bita af banana sem var hent að honum í leik Barcelona í gær.

Dani Alves borðaði banana sem kastað var að honum | Myndband
Villareal gæti átt yfir höfði sér sekt eftir að stuðningsmaður liðsins kastaði banana í átt að Brasilíumanninum Dani Alves í leik liðsins gegn Barcelona í kvöld.

Börsungar fengu góða hjálp
Lið Barcelona lenti í kröppum dansi gegn Villareal á útivelli í kvöld, en hafði að lokum 3-2 sigur og er enn á lífi í baráttunni um spænska meistaratitilinn.

Ronaldo með tvö mörk í sigri Real Madrid
Cristiano Ronaldo átti enn einn stórleikinn fyrir Real Madrid þegar liðið lagði Osasuna að velli með fjórum mörkum gegn engu í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Vilanova er látinn
Þær fréttir voru að berast frá Spáni að Tito Vilanova, fyrrum þjálfari Barcelona, væri látinn aðeins 45 ára að aldri.

Vilanova þurfti að fara í neyðaraðgerð
Samkvæmt spænskum fjölmiðlum hefur heilsufari Tito Vilanova, fyrrum þjálfara Barcelona, hrakað mjög að undanförnu.

Sanchez sagður á leið til Juventus
Ítalskir fjölmiðlar fullyrtu í gær að Sílemaðurinn Alexis Sanchez væri aftur á leið til Ítalíu.

Xavi kemur Messi til varnar
Argentínski snillingurinn Lionel Messi hefur legið undir ámæli fyrir frammistöðu sína í síðustu leikjum Barcelona, en lítið hefur gengið hjá liðinu upp á síðkastið. Messi svaraði þó fyrir sig með því að skora sigurmark Börsunga gegn Athletic Bilbao í gær, en eftir leikinn kom Xavi Hernandez liðsfélaga sínum til varnar.

Börsungar snéru leiknum við á tveimur mínútum
Lionel Messi tryggði Barcelona 2-1 heimasigur á Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en Börsungar urðu að vinna leikinn til að eiga möguleika á að vinna spænsku deildina.

Martino, þjálfari Barcelona: Ég hef ekki staðið mig nógu vel
Gerardo Martino, þjálfari Barcelona, viðurkennir fúslega að hann sé ekki ánægður með sína frammistöðu á leiktíðinni en Börsungar eru á góðri leið með að vinna engan alvöru titil á tímabilinu.