Spænski boltinn

Fréttamynd

Ronaldo og Angerer eru þau bestu í heimi

Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo og þýski markvörðurinn Nadine Angerer voru í kvöld kosin besta knattspyrnufólks heims í árlegu kjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins en að kjörinu standa fyrirliðar og þjálfarar landsliða heims ásamt útvöldum fjölmiðlamönnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Markalaust í toppslagnum

Ekkert mark var skorað í uppgjöri Atletico Madrid og Barcelona, tveggja efstu liðanna í spænsku úrvalsdeildinni, í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi: Ég vil enda ferilinn hjá Barcelona

Argentínumaðurinn Lionel Messi er byrjaður að spila á ný með Barcelona eftir tveggja mánaða fjarveru vegna meiðsla en hann kom inná sem varamaður og skoraði tvö mörk í 4-0 sigri á Getafe í gærkvöldi.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi með tvö mörk í fyrsta leik

Argentínumaðurinn Lionel Messi kom inná sem varamaður og skoraði tvö mörk í blálokin þegar Barcelona vann 4-0 sigur á Getafe í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum spænska bikarsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrsta þrenna Alexis Sánchez fyrir Barcelona

Barcelona er komið aftur á toppinn í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 4-0 heimasigur á Elche í dag. Sílemaðurinn Alexis Sánchez skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Barcelona en hann hefur verið hjá félaginu í þrjú ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Koke skaut Atlético upp fyrir Barcelona

Atlético Madrid er komið með þriggja stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 útisigur á Málaga í kvöld. Barcelona getur náð toppsætinu á ný með sigri á Elche á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid vann eyðimerkur-einvígið

Stórliðin Real Madrid frá Spáni og Paris Saint-Germain frá Frakklandi mættust í dag í æfingaleik í Katar en bæði liðin voru í æfingabúðum við Persaflóann um áramótin. Real Madrid vann leikinn 1-0 og kom markið í fyrri hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Diego Costa kláraði Levante

Diego Costa getur ekki hætt að skora og hann skoraði sitt nítjánda mark í vetur er Atletico Madrid skellti Levante, 3-2, og komst á topp spænsku úrvalsdeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo hrósar Zidane

Portúgalanum Cristiano Ronaldo líður afar vel í herbúðum Real Madrid þessa dagana. Hann er ánægður með þjálfarann, Carlo Ancelotti, og ekki síður með aðstoðarþjálfarann, Zinedine Zidane.

Fótbolti
Fréttamynd

Iniesta framlengir við Barcelona

Stuðningsmenn Barcelona fengu góða jólagjöf í dag þegar staðfest var að miðjumaðurinn Andres Iniesta hefði skrifað undir nýjan samning við félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Neymar áfram á skotskónum þegar Barcelona fór áfram í bikarnum

Barcelona tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar í fótbolta eftir 3-0 sigur í seinni leiknum á móti C-deildarliðinu Cartagena en Börsungar unnu samanlagt 7-1. Leikurinn í kvöld fór fram á Camp Nou en Barcelona vann fyrri leikinn 4-1 á heimavelli Cartagena.

Fótbolti