Spænski boltinn Real náðu að bjarga andlitinu Real Madrid rétt náðu að bjarga andlitinu á heimavelli á móti botnliði Malaga með marki frá Sergio Ramos á 90. mínútu. Malaga komst yfir snemma leiks með marki frá Bovio og héldu þeirri forystu allt fram á 67. mínútu þrátt fyrir mikla pressu frá Madrid. Þá skoraði Zidane úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Raúl innan teigs. Madrid fengu fjölmörg færi til að gera út um leikinn en Arnau í marki Malaga átti stórleik. Sergio Ramos náði hinsvegar að skalla í netið hjá Arnau undir lokin og fagnaði hann vel og innilega. Enginn meistarabragur var á stjörnum prýddu liði Madridinga í dag. Sport 23.4.2006 18:54 David Villa með þrennu fyrir Valencia David Villa skoraði öll mörkin í 3-0 útisigri Valencia á böskunum í Athletic Bilbao í spænska boltanum í dag. Valencia treysti þar með stöðu sína í öðru sæti deildarinnar. Espanyol vann Real Betis 2-0 þrátt fyrir að Raúl Tamudo tækist að klúðra tveimur vítum í leiknum. Osasuna vann Mallorca 1-0 á útivelli, Getafe vann Racing Santander 3-1, sömuleiðis á útivelli og Cádiz og Deportivo gerðu 1-1 jafntefli. Sport 23.4.2006 17:36 Real Madrid er að hrynja til grunna Ramon Calderon, framkvæmdastjóri Real Madrid, vandar settum forseta félagsins ekki kveðjurnar í nýlegu viðtali og segir félagið vera að hrynja. Hann segir forseta félagsins ekki starfi sínu vaxinn og bendir á að áríðandi sé að nýr forseti verði kjörinn sem fyrst og þá af yfirlögðu ráði af stjórn félagsins. Sport 20.4.2006 17:11 Real hefur augastað á Steven Gerrard Benito Floro, yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid, hefur gefið út að Steven Gerrard fyrirliði Liverpool sé einn þeirra leikmanna sem félagið ætli sér að reyna að kaupa í sumar. Gerrard skrifaði sem kunnugt er undir nýjan samning við Liverpool síðasta sumar, en nú hefur Floro gefið það út að hann og brasilíski framherjinn Adriano hjá Inter séu þeir leikmenn sem efstir séu á óskalista spænska félagsins. Sport 19.4.2006 17:21 Real niður í fjórða sætið Stórlið Real Madrid er komið niður í fjórða sætið í spænsku úrvalsdeildinni eftir leiki dagsins. Helstu keppinautar Real um Meistaradeildarsætið, Osasuna og Valencia, héldu sínu striki um helgina - en Real varða að láta sér nægja jafntefli gegn spútnikliði Getafe í kvöld. Það var Julio Baptista sem kom Real yfir í leiknum sem sýndur var á Sýn, en heimamenn jöfnuðu metin undir lokin. Sport 16.4.2006 18:51 Barcelona með aðra höndina á titlinum Barcelona hélt sínu striki í titilvörninni á Spáni með góðum 1-0 sigri á Villareal í gær og hefur því 14 stiga forystu á Valencia og Real Madrid, sem þó eiga leik til góða. Aðeins fimm umferðir eru eftir í spænsku úrvalsdeildinni. Það var Kamerúninn Samuel Eto´o sem skoraði sigurmark Barcelona á 11. mínútu leiksins í gær, hans 24. í vetur. Sport 15.4.2006 08:27 Óvæntur stórsigur Espanyol Espanyol varð í kvöld spænskur bikarmeistari eftir að liðið vann stórsigur á Real Zaragoza 4-1 á Santiago Bernabeu vellinum í Madrid. Espanyol komst yfir strax á annari mínútu leiksins og sigur liðsins var í raun aldrei í hættu eftir það, þó ekki hefði liðið áberandi yfirburði á vellinum. Sigurinn tryggir Espanyol sæti í Evrópukeppni félagsliða á næstu leiktíð. Leikurinn var sýndur beint á Sýn Extra. Sport 12.4.2006 21:48 Espanyol - Zaragoza í beinni á Sýn Extra Úrslitaleikurinn í spænska bikarnum verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 18:30 í kvöld, en það verður viðureign Real Zaragoza og Espanyol. Leikurinn verður svo sýndur á Sýn um leið og bikarleik Middlesbrough og Charlton lýkur. Þjálfarar liðanna eru litlir vinir og hafa sent hvor öðrum sterk skot í fjölmiðlum undanfarna daga. Sport 12.4.2006 12:33 Ronaldo frá í þrjár vikur Brasilíski markaskorarinn Ronaldo verður líklega frá keppni í að minnsta kosti þrjár vikur eftir að hann reif vöðva á hægra læri. Ronaldo haltraði af velli í leik gegn Zaragoza um helgina þar sem hann skoraði sitt 100. mark fyrir félagið. Það er því ljóst að Real þarf að vera án síns markahæsta manns í baráttunni um annað sætið í spænsku deildinni. Sport 11.4.2006 19:29 Vill ljúka ferlinum í Bandaríkjunum David Beckham segist vilja ljúka knattspyrnuferlinum í Bandaríkjunum þegar hann hættir að spila með spænska liðinu Real Madrid. Hann segist hafa heillast mikið af ástríðu Bandaríkjamanna og langar því að spila í bandarísku úrvalsdeildinni áður en hann leggur skóna á hilluna. Sport 11.4.2006 08:51 Jafnt hjá Santander og Barcelona Spænsku meistararnir í Barcelona urðu að sætta sig við jafntefli á útivelli gegn frísku liði Racing Santander í dag 2-2. Henrik Larsson og Samuel Eto´o skoruðu mörk Börsunga í leiknum sem sýndur var í beinni útsendingu á Sýn. Barcelona er sem fyrr á toppi deildarinnar og hefur 11 stiga forskot á Real Madrid og Valencia sem eru í öðru og þriðja sætinu. Sport 9.4.2006 18:55 Jafnt hjá Real Madrid og Sociedad Real Madrid náði aðeins jafntefli við Real Sociedad á heimavelli í kvöldleiknum í spænska boltanum. Ronaldo skoraði sitt 100. mark fyrir Real snemma leiks en þurfti síðar að fara af velli meiddur. Það var svo Gonzales sem tryggði Sociedad jafntefli með marki á 62. mínútu eftir skelfileg mistök Casillas í marki Madridarliðsins. Guti fékk svo að líta rauða spjaldið skömmu fyrir leikslok. Sport 8.4.2006 19:51 Real Madrid yfir gegn Sociedad Real Madrid hefur yfir 1-0 í hálfleik gegn Real Sociedad í kvöldleiknum í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en leikurinn fer fram á Bernabeu heimavelli Real Madrid. Það var brasilíski framherjinn Ronaldo sem kom heimamönnum yfir á 26. mínútu. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 8.4.2006 19:10 Eriksson hentar Real Madrid vel Danski harðjaxlinn Thomas Gravesen segir að Sven-Göran Eriksson væri kjörinn í að taka við stjórn Real Madrid þegar hann lætur af störfum sem landsliðsþjálfari Englendinga eftir HM í sumar. Forráðamenn Real Madrid eru nú að leita sér að góðum knattspyrnustjóra og er nafn Eriksson eitt þeirra sem oftast hefur verið nefnt til sögunnar að undanförnu. Sport 7.4.2006 06:27 Ronaldinho verðmætasti leikmaður heims Brasilíski knattspyrnusnillingurinn Ronaldinho hefur verið útnefndur verðmætasti knattspyrnumaður heims í ítarlegri könnun sem gerð var á dögunum og skýtur þar köppum á borð við David Beckham og Wayne Rooney ref fyrir rass. Sport 30.3.2006 17:54 Real Madrid burstaði Deportivo Real Madrid vann öruggan sigur á Deportivo La Coruna í La Liga á Spáni í dag. Madrídingar færast þar með nær erkifjendum sínum í Barcelona sem verma toppsæti deildarinnar en þeir náðu þó aðeins markalausu jafntefli gegn Malaga í gær. Sport 26.3.2006 19:01 Búinn að ákveða hver verður næsti þjálfari Forseti Real Madrid segist nú vera búinn að ákveða hvern hann geri að næsta þjálfara spænska stórveldisins, en neitar að gefa upp nafn hans. Margir af frægustu knattspyrnustjórum í Evrópu hafa verið orðaðir við stöðuna, en flestir þeirra hafa þegar neitað að vera á leið til Real Madrid. Sport 22.3.2006 19:59 Viðræður hafnar við Liverpool Umboðsmaður varnarmannsins sterka hjá Valencia, Fabio Aurelio, segist þegar vera kominn í viðræður við Liverpool um kaup á leikmanninum í sumar. Aurelio verður með lausa samninga í sumar og er því brátt laus allra mála hjá spænska félaginu. Aurelio er 26 ára gamall og hefur leikið mjög vel með Valencia í vetur. Sport 22.3.2006 17:55 Barcelona með 14 stiga forystu Meistarar Barcelona náðu í gær 14 stiga forystu í úrvalsdeildinni spænsku þegar liðið lagði Getafe 3-1 á heimavelli sínum Nou Camp. Barca lenti undir í leiknum, en jafnaði með sjálfsmarki í fyrri hálfleik og það var svo Kamerúninn skæði Samuel Eto´o sem kláraði leikinn með tveimur mörkum í síðari hálfleiknum. Sport 22.3.2006 00:20 Larsson fæst ekki til að vera áfram Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Barcelona segist ásamt öllu starfsliði sínu hafa gert ótal árangurslausar tilraunir til að sannfæra sænska sóknarmanninn Henrik Larsson um að vera eitt ár í viðbót í herbúðum liðsins, en Larsson ætlar sem kunnugt er að ganga í raðir Helsingborg í heimalandi sínu í sumar. Sport 21.3.2006 18:04 Eto'o ekki falur fyrir neina fjárhæð Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Barcelona segir að kamerúnski sóknarmaðurinn Samuel Eto'o sé ekki falur, sama hvaða fjárhæð verði boðin í leikmanninn. Sögusagnir herma að Chelsea hafi boðið 50 milljónir punda í leikmanninn þegar liðin mættust í Meistaradeildinni fyrr í mánuðinum. Sport 19.3.2006 14:35 Barcelona jók forystuna á toppnum Barcelona jók forystu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með 2-0 sigri á Real Sociedad. Henrik Larsson skoraði fyrra mark Barca á 8. mínútu og Samuel Eto'o hið síðara á 51. mínútu. Diego Forlan skoraði sigurmark Villareal sem lagði Atlético Madrid 1-0 í deildinni í kvöld og að lokum vann Deportivo La Coruña 2-3 útisigur á Getafe. Sport 18.3.2006 21:33 Útilokar ekki að snúa aftur Vicente del Bosque, fyrrum stjóri Real Madrid, segist alls ekki útiloka að taka aftur við liðinu ef sá möguleiki kæmi upp á borðið, en nú stendur leitin að næsta þjálfara félagsins sem hæst. Fel Bosque náði ágætum árangri með liðið á sínum tíma, en var engu að síður rekinn eftir að hafa gert liðið að spænskum meistara árið 2003. Sport 16.3.2006 16:13 Osasuna lagði Barcelona Spútniklið Osasuna vann góðan 2-1 sigur á Barcelona í kvöldleiknum í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld, en Börsungar misstu tvö menn af velli með rauð spjöld í leiknum. Valdo og Punal skoruðu mörk Osasuna, en Henrik Larsson minnkaði muninn fyrir gestina, sem hafa þó enn 9 stiga forskot á toppi deildarinnar. Osasuna situr sem fyrr í fjórða sætinu. Sport 12.3.2006 22:15 Ronaldinho hefur engan áhuga á Chelsea Besti knattspyrnumaður í heimi, Ronaldinho, segist ekki hafa neinn áhuga á því að ganga til liðs við Chelsea. Barcelona tekur á móti Englandsmeisturunum í seinni leik liðanna í Meistaradeildinni á morgun. Sport 6.3.2006 00:21 Sevilla í 6. sætið Sevilla komst í dag í 6. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 2-1 sigri á Athletic Bilbao. Freddie Kanoute, fyrrverandi leikmaður West Ham skoraði sigurmark Sevilla en vandræði Bilbao halda áfram og er liðið í fallsæti eða þriðja neðsta sæti. Sport 5.3.2006 20:58 Barcelona heldur 10 stiga forystu á Spáni Barcelona og Real Madríd unnu bæði mótherja sína í spænsku knattspyrnunni í gærkvöldi. Barcelona lagði Deportivo La Coruña, 3-2 seint í gærkvöldi eftir að Real Madrid hafði lagt granna sína í Atletico, 2-1. Samuel Etoo skoraði sigurmark Börsunga á 61. mínútu. Sport 5.3.2006 14:08 Real Madrid vann nágrannaslaginn Real Madrid vann 2-1 sigur á Atletico Madrid í nágrannaslagnum í spænska fótboltanum í kvöld. Liðið er nú í 2. sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Barcelona sem mætir Deportivo kl 21 í kvöld. Antonio Cassano og Julio Baptista skoruðu mörk Real Madrid. Tveimur öðrum leikjum er lokið í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Cadiz lagði Espanyol 2-0 og Villareal vann 3-2 sigur á Alaves. Sport 4.3.2006 21:05 Tveir stórleikir í beinni frá Spáni í kvöld 26. umferðin í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefst í kvöld. Klukkan 19 mætast grannaliðin í Madríd, Real og Atletico og verður sýndur beint á Sýn. Strax á eftir verður skipt yfir til Barcelona þar sem Barcelona mætir Deportivo La Coruna. Sport 4.3.2006 16:37 Borgarstjórinn í Zaragoza býður Eto´o í heimsókn Juan Alberto Belloch, borgarstjóri í Zaragoza á Spáni brást hinn versti við þegar hann heyrði að stuðningsmenn knattspyrnuliðsins þar í borg hefðu sýnt Samuel Eto´o hjá Barcelona kynþáttafordóma á leik liðanna um síðustu helgi. Belloch hefur því sent knattspyrnumanninum bréf og boðið honum í sérstaka heimsókn til borgarinnar. Sport 3.3.2006 17:34 « ‹ 254 255 256 257 258 259 260 261 262 … 268 ›
Real náðu að bjarga andlitinu Real Madrid rétt náðu að bjarga andlitinu á heimavelli á móti botnliði Malaga með marki frá Sergio Ramos á 90. mínútu. Malaga komst yfir snemma leiks með marki frá Bovio og héldu þeirri forystu allt fram á 67. mínútu þrátt fyrir mikla pressu frá Madrid. Þá skoraði Zidane úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Raúl innan teigs. Madrid fengu fjölmörg færi til að gera út um leikinn en Arnau í marki Malaga átti stórleik. Sergio Ramos náði hinsvegar að skalla í netið hjá Arnau undir lokin og fagnaði hann vel og innilega. Enginn meistarabragur var á stjörnum prýddu liði Madridinga í dag. Sport 23.4.2006 18:54
David Villa með þrennu fyrir Valencia David Villa skoraði öll mörkin í 3-0 útisigri Valencia á böskunum í Athletic Bilbao í spænska boltanum í dag. Valencia treysti þar með stöðu sína í öðru sæti deildarinnar. Espanyol vann Real Betis 2-0 þrátt fyrir að Raúl Tamudo tækist að klúðra tveimur vítum í leiknum. Osasuna vann Mallorca 1-0 á útivelli, Getafe vann Racing Santander 3-1, sömuleiðis á útivelli og Cádiz og Deportivo gerðu 1-1 jafntefli. Sport 23.4.2006 17:36
Real Madrid er að hrynja til grunna Ramon Calderon, framkvæmdastjóri Real Madrid, vandar settum forseta félagsins ekki kveðjurnar í nýlegu viðtali og segir félagið vera að hrynja. Hann segir forseta félagsins ekki starfi sínu vaxinn og bendir á að áríðandi sé að nýr forseti verði kjörinn sem fyrst og þá af yfirlögðu ráði af stjórn félagsins. Sport 20.4.2006 17:11
Real hefur augastað á Steven Gerrard Benito Floro, yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid, hefur gefið út að Steven Gerrard fyrirliði Liverpool sé einn þeirra leikmanna sem félagið ætli sér að reyna að kaupa í sumar. Gerrard skrifaði sem kunnugt er undir nýjan samning við Liverpool síðasta sumar, en nú hefur Floro gefið það út að hann og brasilíski framherjinn Adriano hjá Inter séu þeir leikmenn sem efstir séu á óskalista spænska félagsins. Sport 19.4.2006 17:21
Real niður í fjórða sætið Stórlið Real Madrid er komið niður í fjórða sætið í spænsku úrvalsdeildinni eftir leiki dagsins. Helstu keppinautar Real um Meistaradeildarsætið, Osasuna og Valencia, héldu sínu striki um helgina - en Real varða að láta sér nægja jafntefli gegn spútnikliði Getafe í kvöld. Það var Julio Baptista sem kom Real yfir í leiknum sem sýndur var á Sýn, en heimamenn jöfnuðu metin undir lokin. Sport 16.4.2006 18:51
Barcelona með aðra höndina á titlinum Barcelona hélt sínu striki í titilvörninni á Spáni með góðum 1-0 sigri á Villareal í gær og hefur því 14 stiga forystu á Valencia og Real Madrid, sem þó eiga leik til góða. Aðeins fimm umferðir eru eftir í spænsku úrvalsdeildinni. Það var Kamerúninn Samuel Eto´o sem skoraði sigurmark Barcelona á 11. mínútu leiksins í gær, hans 24. í vetur. Sport 15.4.2006 08:27
Óvæntur stórsigur Espanyol Espanyol varð í kvöld spænskur bikarmeistari eftir að liðið vann stórsigur á Real Zaragoza 4-1 á Santiago Bernabeu vellinum í Madrid. Espanyol komst yfir strax á annari mínútu leiksins og sigur liðsins var í raun aldrei í hættu eftir það, þó ekki hefði liðið áberandi yfirburði á vellinum. Sigurinn tryggir Espanyol sæti í Evrópukeppni félagsliða á næstu leiktíð. Leikurinn var sýndur beint á Sýn Extra. Sport 12.4.2006 21:48
Espanyol - Zaragoza í beinni á Sýn Extra Úrslitaleikurinn í spænska bikarnum verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 18:30 í kvöld, en það verður viðureign Real Zaragoza og Espanyol. Leikurinn verður svo sýndur á Sýn um leið og bikarleik Middlesbrough og Charlton lýkur. Þjálfarar liðanna eru litlir vinir og hafa sent hvor öðrum sterk skot í fjölmiðlum undanfarna daga. Sport 12.4.2006 12:33
Ronaldo frá í þrjár vikur Brasilíski markaskorarinn Ronaldo verður líklega frá keppni í að minnsta kosti þrjár vikur eftir að hann reif vöðva á hægra læri. Ronaldo haltraði af velli í leik gegn Zaragoza um helgina þar sem hann skoraði sitt 100. mark fyrir félagið. Það er því ljóst að Real þarf að vera án síns markahæsta manns í baráttunni um annað sætið í spænsku deildinni. Sport 11.4.2006 19:29
Vill ljúka ferlinum í Bandaríkjunum David Beckham segist vilja ljúka knattspyrnuferlinum í Bandaríkjunum þegar hann hættir að spila með spænska liðinu Real Madrid. Hann segist hafa heillast mikið af ástríðu Bandaríkjamanna og langar því að spila í bandarísku úrvalsdeildinni áður en hann leggur skóna á hilluna. Sport 11.4.2006 08:51
Jafnt hjá Santander og Barcelona Spænsku meistararnir í Barcelona urðu að sætta sig við jafntefli á útivelli gegn frísku liði Racing Santander í dag 2-2. Henrik Larsson og Samuel Eto´o skoruðu mörk Börsunga í leiknum sem sýndur var í beinni útsendingu á Sýn. Barcelona er sem fyrr á toppi deildarinnar og hefur 11 stiga forskot á Real Madrid og Valencia sem eru í öðru og þriðja sætinu. Sport 9.4.2006 18:55
Jafnt hjá Real Madrid og Sociedad Real Madrid náði aðeins jafntefli við Real Sociedad á heimavelli í kvöldleiknum í spænska boltanum. Ronaldo skoraði sitt 100. mark fyrir Real snemma leiks en þurfti síðar að fara af velli meiddur. Það var svo Gonzales sem tryggði Sociedad jafntefli með marki á 62. mínútu eftir skelfileg mistök Casillas í marki Madridarliðsins. Guti fékk svo að líta rauða spjaldið skömmu fyrir leikslok. Sport 8.4.2006 19:51
Real Madrid yfir gegn Sociedad Real Madrid hefur yfir 1-0 í hálfleik gegn Real Sociedad í kvöldleiknum í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en leikurinn fer fram á Bernabeu heimavelli Real Madrid. Það var brasilíski framherjinn Ronaldo sem kom heimamönnum yfir á 26. mínútu. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 8.4.2006 19:10
Eriksson hentar Real Madrid vel Danski harðjaxlinn Thomas Gravesen segir að Sven-Göran Eriksson væri kjörinn í að taka við stjórn Real Madrid þegar hann lætur af störfum sem landsliðsþjálfari Englendinga eftir HM í sumar. Forráðamenn Real Madrid eru nú að leita sér að góðum knattspyrnustjóra og er nafn Eriksson eitt þeirra sem oftast hefur verið nefnt til sögunnar að undanförnu. Sport 7.4.2006 06:27
Ronaldinho verðmætasti leikmaður heims Brasilíski knattspyrnusnillingurinn Ronaldinho hefur verið útnefndur verðmætasti knattspyrnumaður heims í ítarlegri könnun sem gerð var á dögunum og skýtur þar köppum á borð við David Beckham og Wayne Rooney ref fyrir rass. Sport 30.3.2006 17:54
Real Madrid burstaði Deportivo Real Madrid vann öruggan sigur á Deportivo La Coruna í La Liga á Spáni í dag. Madrídingar færast þar með nær erkifjendum sínum í Barcelona sem verma toppsæti deildarinnar en þeir náðu þó aðeins markalausu jafntefli gegn Malaga í gær. Sport 26.3.2006 19:01
Búinn að ákveða hver verður næsti þjálfari Forseti Real Madrid segist nú vera búinn að ákveða hvern hann geri að næsta þjálfara spænska stórveldisins, en neitar að gefa upp nafn hans. Margir af frægustu knattspyrnustjórum í Evrópu hafa verið orðaðir við stöðuna, en flestir þeirra hafa þegar neitað að vera á leið til Real Madrid. Sport 22.3.2006 19:59
Viðræður hafnar við Liverpool Umboðsmaður varnarmannsins sterka hjá Valencia, Fabio Aurelio, segist þegar vera kominn í viðræður við Liverpool um kaup á leikmanninum í sumar. Aurelio verður með lausa samninga í sumar og er því brátt laus allra mála hjá spænska félaginu. Aurelio er 26 ára gamall og hefur leikið mjög vel með Valencia í vetur. Sport 22.3.2006 17:55
Barcelona með 14 stiga forystu Meistarar Barcelona náðu í gær 14 stiga forystu í úrvalsdeildinni spænsku þegar liðið lagði Getafe 3-1 á heimavelli sínum Nou Camp. Barca lenti undir í leiknum, en jafnaði með sjálfsmarki í fyrri hálfleik og það var svo Kamerúninn skæði Samuel Eto´o sem kláraði leikinn með tveimur mörkum í síðari hálfleiknum. Sport 22.3.2006 00:20
Larsson fæst ekki til að vera áfram Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Barcelona segist ásamt öllu starfsliði sínu hafa gert ótal árangurslausar tilraunir til að sannfæra sænska sóknarmanninn Henrik Larsson um að vera eitt ár í viðbót í herbúðum liðsins, en Larsson ætlar sem kunnugt er að ganga í raðir Helsingborg í heimalandi sínu í sumar. Sport 21.3.2006 18:04
Eto'o ekki falur fyrir neina fjárhæð Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Barcelona segir að kamerúnski sóknarmaðurinn Samuel Eto'o sé ekki falur, sama hvaða fjárhæð verði boðin í leikmanninn. Sögusagnir herma að Chelsea hafi boðið 50 milljónir punda í leikmanninn þegar liðin mættust í Meistaradeildinni fyrr í mánuðinum. Sport 19.3.2006 14:35
Barcelona jók forystuna á toppnum Barcelona jók forystu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með 2-0 sigri á Real Sociedad. Henrik Larsson skoraði fyrra mark Barca á 8. mínútu og Samuel Eto'o hið síðara á 51. mínútu. Diego Forlan skoraði sigurmark Villareal sem lagði Atlético Madrid 1-0 í deildinni í kvöld og að lokum vann Deportivo La Coruña 2-3 útisigur á Getafe. Sport 18.3.2006 21:33
Útilokar ekki að snúa aftur Vicente del Bosque, fyrrum stjóri Real Madrid, segist alls ekki útiloka að taka aftur við liðinu ef sá möguleiki kæmi upp á borðið, en nú stendur leitin að næsta þjálfara félagsins sem hæst. Fel Bosque náði ágætum árangri með liðið á sínum tíma, en var engu að síður rekinn eftir að hafa gert liðið að spænskum meistara árið 2003. Sport 16.3.2006 16:13
Osasuna lagði Barcelona Spútniklið Osasuna vann góðan 2-1 sigur á Barcelona í kvöldleiknum í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld, en Börsungar misstu tvö menn af velli með rauð spjöld í leiknum. Valdo og Punal skoruðu mörk Osasuna, en Henrik Larsson minnkaði muninn fyrir gestina, sem hafa þó enn 9 stiga forskot á toppi deildarinnar. Osasuna situr sem fyrr í fjórða sætinu. Sport 12.3.2006 22:15
Ronaldinho hefur engan áhuga á Chelsea Besti knattspyrnumaður í heimi, Ronaldinho, segist ekki hafa neinn áhuga á því að ganga til liðs við Chelsea. Barcelona tekur á móti Englandsmeisturunum í seinni leik liðanna í Meistaradeildinni á morgun. Sport 6.3.2006 00:21
Sevilla í 6. sætið Sevilla komst í dag í 6. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 2-1 sigri á Athletic Bilbao. Freddie Kanoute, fyrrverandi leikmaður West Ham skoraði sigurmark Sevilla en vandræði Bilbao halda áfram og er liðið í fallsæti eða þriðja neðsta sæti. Sport 5.3.2006 20:58
Barcelona heldur 10 stiga forystu á Spáni Barcelona og Real Madríd unnu bæði mótherja sína í spænsku knattspyrnunni í gærkvöldi. Barcelona lagði Deportivo La Coruña, 3-2 seint í gærkvöldi eftir að Real Madrid hafði lagt granna sína í Atletico, 2-1. Samuel Etoo skoraði sigurmark Börsunga á 61. mínútu. Sport 5.3.2006 14:08
Real Madrid vann nágrannaslaginn Real Madrid vann 2-1 sigur á Atletico Madrid í nágrannaslagnum í spænska fótboltanum í kvöld. Liðið er nú í 2. sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Barcelona sem mætir Deportivo kl 21 í kvöld. Antonio Cassano og Julio Baptista skoruðu mörk Real Madrid. Tveimur öðrum leikjum er lokið í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Cadiz lagði Espanyol 2-0 og Villareal vann 3-2 sigur á Alaves. Sport 4.3.2006 21:05
Tveir stórleikir í beinni frá Spáni í kvöld 26. umferðin í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefst í kvöld. Klukkan 19 mætast grannaliðin í Madríd, Real og Atletico og verður sýndur beint á Sýn. Strax á eftir verður skipt yfir til Barcelona þar sem Barcelona mætir Deportivo La Coruna. Sport 4.3.2006 16:37
Borgarstjórinn í Zaragoza býður Eto´o í heimsókn Juan Alberto Belloch, borgarstjóri í Zaragoza á Spáni brást hinn versti við þegar hann heyrði að stuðningsmenn knattspyrnuliðsins þar í borg hefðu sýnt Samuel Eto´o hjá Barcelona kynþáttafordóma á leik liðanna um síðustu helgi. Belloch hefur því sent knattspyrnumanninum bréf og boðið honum í sérstaka heimsókn til borgarinnar. Sport 3.3.2006 17:34