Náttúruhamfarir

Fréttamynd

Telja hundruð til viðbótar hafa látist í hitabylgju

Þrefalt fleiri dauðsföll urðu þegar öflug hitabylgja gekk yfir norðvesturríki Bandaríkjanna í júní en yfirvöld hafa hafa rakið til hitans. Líklegt er að mannfallið í hitabylgjunni hafi því verið enn meira en greint hefur verið frá.

Erlent
Fréttamynd

Stærstu gróðureldar á jörðinni loga í Síberíu

Gróðureldar sem nú loga á þúsundum ferkílómetra lands í Síberíu eru stærri en allir aðrir gróðureldar sem loga á jörðinni. Rússnesk yfirvöld berjast nú við fleiri en 190 skógarelda en tugir annarra elda fá að loga óáreittir fjarri mannabyggð.

Erlent
Fréttamynd

Minnst 65 fórust í umfangsmiklum eldum í Alsír

Minnst 65 dóu vegna umfangsmikilla skógarelda í Alsír í gær. Þar á meðal voru 28 hermenn sem voru að hjálpa við slökkvistarf og brottflutning íbúa í Kabylie-héraði. Smærri eldar loga í minnst sextán öðrum héruðum landsins.

Erlent
Fréttamynd

Gróðureldar brenna í Suður-Evrópu

Miklir gróðureldar brenna nú víða í Suður-Evrópu og hafa hvassir vindar og mikill hiti ekki hjálpað til í baráttunni gegn eldtungunum. Á sama tíma heyja ríki í norðurhluta Evrópu enn baráttu við úrhellisrigningar og flóð. 

Erlent
Fréttamynd

Fórst eftir að hafa kastað barni sínu í öruggt skjól

Kona sem kastaði barni sínu í öruggt skjól rétt áður en aurskriða féll á heimili hennar í Kína er dáin. Barnungri dóttur hennar var bjargað af björgunarsveitarmönnum á miðvikudag, sólarhring eftir að aurskriðan féll á heimilið.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir í sjálfheldu án drykkjarvatns

Þúsundir eru í sjálfheldu í miðhluta Kína vegna hamfaraflóða síðustu daga. Minnst 33 hafa farist í flóðunum en talið er að enn fleiri muni finnast látnir þegar björgunarsveitum tekst að komast að vegum og göngum sem hafa verið á floti undanfarna viku.

Erlent
Fréttamynd

Mikil hræðsla þegar lestarvagn fylltist af flóðvatni

Mikil hræðsla greip um sig í neðanjarðarlestarkerfi Zhengzhou, höfuðborg Henan-héraðs, í gær þegar vatn tók að flæða stjórnlaust inn í vagna í kjölfar gríðarmikilla flóða af völdum gífurlegrar rigningar undanfarna daga.

Erlent
Fréttamynd

Mesta rigning Kína í þúsund ár

Stór hluti Kína er nú á kafi í vatni eftir gífurlega rigningu undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en veðurfræðingar segja að rigning muni halda áfram í nokkra daga.

Erlent
Fréttamynd

Ó­lík­legt að fleiri finnist á lífi eftir flóðin

Björgunarsveitir í Þýskalandi telja ólíklegt að þær finni fleiri á lífi í rústum bæjanna sem urðu fyrir barðinu á flóðunum í Þýskalandi. Minnst 170 fórust í hamförunum í síðustu viku, sem eru þær verstu sem riðið hafa yfir landið í meira en hálfa öld. Hundruða er enn saknað.

Erlent
Fréttamynd

Allt á floti í miðhluta Kína

Úrhellisrigning í miðhluta Kína hefur orsakað mikil flóð, þá sérstaklega í Henan-héraði þar sem tíu þúsund íbúar hafa verið fluttir í skjól. Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvernig allt er á floti.

Erlent
Fréttamynd

Miklir skógareldar í Síberíu

Umfangsmiklir skógareldar loga nú víðsvegar í Rússlandi en flestir þeirra eru í Síberíu. Mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið og er það sagt hafa leitt til umfangsmeiri skógarelda en gengur og gerist.

Erlent
Fréttamynd

Látnum vegna flóðanna fjölgar enn

Minnst 170 hafa farist í flóðunum í Þýskalandi og Belgíu. Hundruða er enn saknað eða ekki hægt að koma í öruggt skjól enda hafa flóðin rústað vegum og brúm á svæðunum sem eru verst farin. 

Erlent