Ítalski boltinn

Fréttamynd

San Siro-stúkan verður tóm á næsta heimaleik Inter

Internazionale má ekki hafa neina áhorfendur í norðurstúkunni á næsta heimaleik liðsins í ítölsku deildinni sem verður á móti Fiorentina 26. september næstkomandi. Ítalska knattspyrnusambandið refsaði félaginu í dag fyrir hegðun stuðningsmanna þess á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Emil með stoðsendingu í sigri

Emil Hallfreðsson og félagar gerðu sér lítið fyrir og unnu Sassuolo 2-0 í ítölsku Seria-A deildinni í knattspyrnu. Þetta var annar sigur Hellas Verona í deildinni og eru þeir nú með sex stig eftir þrjá leiki.

Fótbolti
Fréttamynd

Þessir hafa verið þeir dýrustu í heimi síðustu 53 árin

Gareth Bale varð í gær dýrasti knattspyrnumaður heims þegar Real Madrid keypti hann frá Tottenham á rúmar 85 milljónir punda. Þetta er í fimmta sinn í röð sem Real Madrid menn gerir leikmann að þeim dýrasta í heimi en dýrasti leikmaður heims hefur spilað í búningi spænska stórliðsins síðan árið 2000.

Fótbolti
Fréttamynd

Birkir til Sampdoria

Ítalska knattspyrnufélagið Sampdoria hefur tilkynnt á heimasíðu sinni að landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason sé orðinn leikmaður liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan fær Kaka ókeypis

Brasilíski miðjumaðurinn Kaka mun ganga í raðir AC Milan á nýjan leik. Kaka hélt frá Mílanó til Real Madrid fyrir fjórum árum.

Fótbolti
Fréttamynd

Allegri hefur áhuga á Kaka

Brasilíumaðurinn Kaka var áður fyrr efstur á lista yfir menn sem andstæðingar þyrftu að stöðva. Í dag er hann hinsvegar aðeins varaskeifa í stjörnuliði Real Madrid og ætlar að finna sér nýtt lið í félagsskiptaglugganum.

Fótbolti
Fréttamynd

Sampdoria að stela Birki af Sassuolo

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er nálægt því að ganga til liðs við ítalska úrvalsdeildarfélagið Sampdoria samkvæmt fréttum á ítölskum netmiðlum í kvöld. Birkir vildi samt ekki tjá sig um stöðu mála þegar Vísir heyrði í honum og sagði að málið væri á viðkvæmu stigi.

Fótbolti
Fréttamynd

Stórliðin byrjuðu flest vel á Ítalíu

Ítalska A-deildin í fótbolta hófst um helgina og voru sjö leikir leiknir í dag. Juventus hóf titilvörnina í gær með 1-0 sigri á Sampdoria en Inter og Roma unnu bæði góða sigra í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Balotelli gengur á vatni

Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli fær þann heiður að vera á forsíðu bandaríska íþróttablaðsins Sports Illustrated í dag. Þar er Balotelli sagður vera áhugaverðasti maður heims í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Conte er eins og Ferguson

Carlos Tevez spilaði sinn fyrsta leik fyrir Juventus í gær er Juve lagði Lazio, 4-0, í leiknum um ítalska Ofurbikarinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Hörður skoraði í vítaspyrnukeppni í sigri Spezia

Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður 21-árs landsliðs Íslendinga spilaði sinn fyrsta leik þegar ítalska B-deildar liðið Spezia fór áfram í bikarnum eftir sigur á efstu deildar liði Genoa en leikurinn réðst í vítaspyrnukeppni.

Fótbolti
Fréttamynd

Kosið á milli Ronaldo, Messi og Ribery

Gareth Bale er ekki meðal þeirra þriggja sem koma til greina sem besti knattspyrnumaður Evrópu 2013 en UEFA gaf út í dag hverjir urðu þrír efstu í kjörinu. Það var einnig gefið upp hvaða leikmenn enduðu í sætum fjögur til tíu.

Fótbolti