Fótbolti

Inzaghi nýr þjálfari AC Milan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Filippo Inzaghi, nýr þjálfari AC Milan.
Filippo Inzaghi, nýr þjálfari AC Milan. Vísir/Getty
Filippo Inzaghi er nýr þjálfari AC Milan, en hann tekur við starfinu af fyrrum samherja sínum, Clarence Seedorf. Inzaghi samdi við Milan til tveggja ára. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins.

Seedorf tók við Milan 16. janúar 2014 eftir að Massimo Allegri var látinn taka pokann sinn. Hann stjórnaði Milan í 19 deildarleikjum. Milan endaði í 8. sæti Serie A, 45 stigum á eftir meisturum Juventus, og féll úr leik fyrir Atletico Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Inzaghi hefur stýrt U-19 ára liði Milan síðan hann lagði skóna á hilluna sumarið 2012. Hann skoraði 126 mörk í 300 leikjum fyrir Milan á árunum 2001-2012. Þá skoraði Inzaghi 25 mörk í 57 landsleikjum, en hann varð heimsmeistari með Ítalíu 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×