Ítalski boltinn

Fréttamynd

Maradona sýknaður eftir 30 ára baráttu eða hvað?

Diego Maradona getur nú snúið aftur til Ítalíu á ný án þess að eiga það á hættu að lenda í klónum á skattalögreglunni. Maradona vann í dag mál sem ítalski skatturinn hafði höfðað gegn kappanum. Svo segir lögfræðingur hans en ítalski skatturinn er ekki á sama máli.

Fótbolti
Fréttamynd

Birkir lék er Pescara steinlá

Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Pescara sem steinlá á útvelli gegn Sampdoria 6-0 í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Sampdoria var 2-0 yfir í hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Anelka með Juventus næstu fimm mánuðina

Franski framherjinn Nicolas Anelka er orðinn leikmaður ítalska liðsins Juventus og mun klára tímabilið með ítölsku meisturunum. Anelka kemur á láni frá kínverska félaginu Shanghai Shenhua.

Fótbolti
Fréttamynd

Emil lagði upp sigurmark Hellas Verona

Emil Hallfreðsson lagði upp sigurmark Hellas Verona þegar liðið vann 1-0 útisigur á Spezia í ítölsku b-deildinni í fótbolta í dag. Sigurmarkið kom níu mínútum fyrir leikslok.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid og Barcelona tekjuhæstu félög heims

Áttunda árið í röð er spænska félagið Real Madrid það fótboltafélag í heiminum sem aflaði mestra heildartekna. Efstu sex félögin á lista Deloitte eru þau sömu og fyrir ári síðan en af þeim var það aðeins Manchester United (3. sæti) sem skilaði minni tekjum milli ára. Tvö efstu félögin koma frá Spáni en England á fimm félög inn á topp tíu listanum.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan mistókst að fá Kaka frá Real Madrid

Adriano Galliani, varaformaður AC Milan, hefur staðfest að félagið hafi ekki efni á því að fá Brasilíumanninn Kaka frá Real Madrid. Real Madrid keypti Kaka frá AC Milan árið 2009 en leikmaðurinn hefur ekki staðið sig vel á Santiago Bernabeu þau þrjú tímabil sem hann hefur spilað þar.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan bara á eftir Kaká

Forsvarsmenn AC Milan hafa dregið til baka þær vangaveltur um að félagið sé að reyna að ná í Mario Balotelli, leikmann Manchester City. Ítalska blaðið Gazzetta dello Sport var með frétt um að Kaka og Balotelli væru báðir á leiðinni til Milan en Adriano Galliani, varaforseti Milan, segir svo ekki vera.

Fótbolti
Fréttamynd

Internazionale í undanúrslit ítalska bikarsins

Miðvörðurinn Andrea Ranocchia tryggði Internazionale sæti í undanúrslitum ítölsku bikarkeppninnar í kvöld þegar hann skoraði sigurmark liðsins í framlengingu. Internazionale vann þá 3-2 heimasigur á Bologna.

Fótbolti
Fréttamynd

City hefur augastað á Cavani

Angelo Gregucci, aðstoðarþjálfari hjá Manchester City, segir að félagið hefði áhuga á sóknarmanninum Edinson Cavani hjá Napoli - ef hann væri til sölu.

Fótbolti