Fótbolti

Ítalía: Juventus vann nágrannaslaginn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Carlos Tevez skoraði sigurmark Juventus í leik liðsins gegn Torino
Carlos Tevez skoraði sigurmark Juventus í leik liðsins gegn Torino Vísir/Getty
Carlos Tevez skoraði sigurmark Juventus í naumum sigri í nágrannaslag gegn Torino á heimavelli 1-0. Með sigrinum náði Juventus níu stiga forskoti á Roma í öðru sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Emil Hallfreðsson var ekki í leikmannahóp Verona í naumum 3-2 sigri á útivelli gegn Livorno. Verona skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins á korteri í fyrri hálfleik en heimamenn náðu að klóra í bakkann í seinni hálfleik.  Verona er í sjötta sæti eftir leiki dagsins, einu stigi á eftir stórliði Inter Milan.

Inter náði aðeins jafntefli gegn Cagliari á heimavelli. Þrátt fyrir töluverða yfirburði heimamanna náðu Cagliari forskotinu í fyrri hálfleik en miðvörðurinn Rolando jafnaði metinn fyrir Inter í upphafi seinni hálfleiks.

Adel Taraabt, leikmaður QPR sem er á láni hjá AC Milan skoraði fyrsta mark AC Milan í 2-0 sigri á Sampdoria í dag. Taraabt hefur komið sterkur inn í lið Milan og er þetta annað mark hans í fjórum leikjum. Birkir Bjarnason sat á varamannabekk Sampdoria í leiknum og kom ekki við sögu í dag.



Úrslit dagsins:

Livorno 2-3 Verona

Chievo 2-0 Catania

Inter 1-1 Cagliari

Sampdoria 0-2 AC Milan

Udinese 1-1 Atalanta

Juventus 1-0 Torino

Lazio 3-2 Sassuolo




Fleiri fréttir

Sjá meira


×