Ítalski boltinn

Fréttamynd

Emil og félagar áfram á sigurbraut

Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona unnu 2-0 sigur á Vicenza í ítölsku b-deildinni í fótbolta í dag en þetta var annar sigur liðsins í röð og sá fjórði í síðustu fimm leikjum. Hellas Verona er í 3. sæti deildarinnar og til alls líklegt á lokasprettinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Conte og leikmenn Juve í fjölmiðlabanni

Antonio Conte, þjálfari Juventus, var rekinn upp í stúku í leiknum gegn Bologna í vikunni og var í kjölfarið dæmdur í eins leiks bann. Það er hann ekki alls kostar sáttur við.

Fótbolti
Fréttamynd

Napoli skoraði sex mörk - langþráður sigur hjá Inter

Napoli-liðið hitaði upp fyrir seinni leikinn á móti Chelsea í Meistaradeildinni með því að vinna 6-3 sigur á Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Inter Milan vann á sama tíma langþráðan sigur á útivelli á móti Chievo.

Fótbolti
Fréttamynd

Villas-Boas í viðræðum við Inter

Fjölmiðlar greina frá því í dag að Inter sé búið að hefja viðræður við Portúgalann Andre Villas-Boas. Inter vill að hann taki við liðinu í sumar af Claudio Ranieri.

Fótbolti
Fréttamynd

Villas-Boas í leynilegum viðræðum við Roma

Það er ansi margt sem bendir til þess að portúgalski þjálfarinn Andre Villas-Boas, sem var rekinn frá Chelsea, fari næst til Ítalíu. Hann hefur lengi verið orðaður við Inter og nú greina fjölmiðlar frá því að hann sé í leynilegum viðræðum við Roma. Hermt er að Villas-Boas hafi hitt Franco Baldini, framkvæmdastjóra Roma, í London.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn hikstar Inter á Ítalíu

Vandræði Inter virðast engan endi ætla að taka en liðið gerði í kvöld 2-2 jafntefli við Catania á heimavelli eftir að hafa lent 2-0 undir.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan með þrennu á fjórtán mínútum

Svíinn Zlatan Ibrahimovic fór mikinn þegar að AC Milan vann Palermo á útivelli, 4-0, í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Hann skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins á fjórtán mínútna kafla í fyrri hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Hótar því að sekta leikmenn sem fara úr að ofan

Roberto Donadoni þjálfar nú ítalska félagið Parma en þessi fyrrum landsliðsleikmaður og landsliðsþjálfari er orðinn pirraður á því að hans menn fái gult spjald fyrir að fagna mörkum sínum með því að fara úr keppnistreyjunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Krísufundur hjá Inter

Það var krísufundur hjá ítalska félaginu Inter í dag þegar Massimo Moratti, forseti Inter, settist niður með þjálfaranum, Claudio Ranieri.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan verður í banni í stórleiknum gegn Juventus

Zlatan Ibrahimovic verður í leikbanni í stórleik ítölsku deildarinnar í fótbolta á morgun þegar AC Milan tekur á móti Juventus. Forráðamenn AC Milan fóru fram á að þriggja leikja bann sem sænski framherjinn var úrskurðaður í yrði stytt.

Fótbolti
Fréttamynd

Van Bommel vill fá Robin van Persie til AC Milan

Mark van Bommel vill fá landa sinn Robin van Persie til AC Milan en hann talaði um það í viðtali við ítalska blaðið Il Giorno. AC Milan setti á svið góða sýningu fyrir Van Persie á dögunum þegar liðið vann 4-0 stórsigur á Arsenal í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Ranieri neitar að hætta

Það er farið að hitna hraustlega undir Claudio Ranieri, þjálfara Inter, eftir þriðja tap Inter í röð. Þjálfarinn sjálfur hefur ekki í hyggju að segja starfi sínu lausu.

Fótbolti