Ítalski boltinn

Fréttamynd

Þunnskipuð vörn Inter

Roberto Mancini, þjálfari Inter, er í vandræðum fyrir leik liðsins gegn tyrknesku meisturunum í Fenerbache á miðvikudag. Um er að ræða fyrsta leik Inter í Meistaradeildinni en varnarlína liðsins er ansi þunnskipuð fyrir leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

B-riðill: Di Natale hetja Ítalíu

Antonio Di Natale var hetja ítalska landsliðsins sem vann 2-1 sigur á Úkraínu í kvöld. Hann skoraði bæði mörk liðsins en með sigrinum komst Ítalíu upp í annað sæti síns riðils eftir óvæntan sigur Skotlands á Frakklandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo verður klár eftir þrjár vikur

Jose Luis Runco, læknir brasilíska landsliðsins í knattspyrnu, segir að framherjinn Ronaldo hjá AC Milan ætti að vera orðinn leikfær eftir þrjár vikur. Ronaldo er meiddur á læri en ítalskir fjölmiðlar óttuðust að læknirinn notaði ólögleg lyf til að koma leikmanninum á stað á ný. Runco vísar því alfarið á bug.

Fótbolti
Fréttamynd

Kaka þénar 530 milljónir á ári hjá Milan

Brasilíski miðjumaðurinn Kaka hjá AC Milan er tekjuhæsti leikmaðurinn í A-deildinni á Ítalíu samkvæmt ítarlegri úttekt Gazetta dello Sport. Kaka halar inn 5,9 milljónir evra í árslaun hjá Milan eða um 530 milljónir króna. Francesco Totti hjá Roma kemur næstur með 5,46 milljónir evra og þeir Zlatan Ibrahimovic, Adriano, Gianluigi Buffon og Patrick Vieira þéna allir 5 milljónir evra á ári eða 450 milljónir.

Fótbolti
Fréttamynd

Öll spjót beinast að Donadoni

Roberto Donadoni, landsliðsþjálfari Ítalíu, segist ekki finna fyrir neitt meiri pressu en venjulega fyrir leikinn gegn Úkraínu á miðvikudag. Ítalska landsliðið þarf nauðsynlega á sigri að halda.

Fótbolti
Fréttamynd

Shevchenko varar Ítali við

Sóknarmaðurinn Andriy Shevchenko segir að ítalska landsliðið geti búist við erfiðum leik á miðvikudag gegn Úkraínu. Þrátt fyrir að Shevchenko sé úti í kuldanum hjá Chelsea þáspilar hann með úkraínska landsliðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo á langt í land

Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá AC Milan getur ekki leikið með liði sínu á næstunni eftir að læknar í heimalandi hans komust að því að meiðsli hans eru alvarlegri en talið var í fyrstu. Ronaldo hefur ekkert komið við sögu hjá liði Milan í upphafi leiktíðar og verður væntanlega frá keppni næsta mánuðinn eða svo.

Fótbolti
Fréttamynd

Meiðsli herja á ítalska liðið

Líkur eru á að Andrea Pirlo, miðjumaður AC Milan, muni missa af landsleik Ítalíu gegn Úkraínu á miðvikudag. Áður var ljóst að Marco Materazzi, Luca Toni og Gennaro Gattuso verða ekk með í leiknum en sá síðastnefndi tekur út leikbann.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafnt hjá Ítalíu og Frakklandi

Ekkert var skorað í viðureign Ítalíu og Frakklands í B-riðli undankeppni Evrópumótsins. Þessi tvö lið mættust í úrslitaleik síðustu heimsmeistarakeppni þar sem Ítalía fór með sigur af hólmi í vítaspyrnukeppni. Liðin skildu hinsvegar jöfn í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Ég er enginn Maradona

Argentínskir fótboltamenn geta vart sparkað bolta í Evrópu án þess að byrjað sé að bera þá saman við kónginn sjálfan, Diego Maradona. Þessu hefur Ezequiel Lavezzi, leikmaður Napoli, fengið að kynnast en hann er ekki ánægður með samanburðinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Julio Cruz framlengir við Inter

Julio Cruz, sóknarmaður Inter, hefur framlengt samningi sínum við liðið til 2009. Þessi 32 ára leikmaður skoraði sjö mörk í fimmtán leikjum á síðasta leiktímabili en hann átti við meiðsli að stríða.

Fótbolti
Fréttamynd

Reglurnar hertar á Ítalíu

Ítölsk knattspyrnuyfirvöld tilkynntu í dag að leikmenn eða þjálfarar liða í deildarkeppnum í landinu fengju heimaleikjabann rétt eins og óþekkir stuðningsmenn ef þeir gerðust sekir um ofbeldisfulla hegðun. Leikmenn fara venju samkvæmt í leikbönn ef þeir fá rauð spjöld, en hafa til þessa fengið að fylgjast með leikjunum úr áhorfendastúkum þrátt fyrir leikbönn. Þessir menn verða nú að láta sér það nægja að fylgjast með liðum sínum í sjónvarpi.

Fótbolti
Fréttamynd

Deilt um Vieira

Landsliðsþjálfarar og þjálfarar félagsliða eru ekki bestu vinir um þessar mundir enda landsleikjahelgi framundan. Franska knattspyrnusambandið og ítalska liðið Inter deila nú um hvort Patrick Vieira sé leikfær um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Dunga: Adriano þarf að þroskast

Carlos Dunga, landsliðsþjálfari Brasilíu, hefur biðlað því til brasilíska sóknarmannsins Adriano að hann fari beinu brautina og finni sitt gamla form. Adriano hefur verið að berjast við vandræði í einkalífinu og hafa þau haft áhrif á frammistöðu hans á vellinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Lið í Serie-B hóta verkfalli

Lið í Serie-B deildinni á Ítalíu hóta því að fara í verkfall ef samningar munu ekki nást um sjónvarpsréttinn á deildinni. Ekki er sýnt frá næstefstu deild Ítalíu í sjónvarpi þar á landi eftir að félögin neituðu tilboði frá ítölsku Sky sjónvarpsstöðinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Adriano á ekki sjö dagana sæla

Brasilíski sóknarmaðurinn Adriano er úti í kuldanum hjá Ítalíumeisturum Inter. Þessi stóri og stæðilegi leikmaður var ekki valinn í leikmannahóp Inter fyrir Meistaradeild Evrópu og mun að öllum líkindum skipta um lið í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafnt hjá Milan og Fiorentina

AC Milan og Fiorentina gerðu 1-1 jafntefli í ítölsku Serie-A deildinni í dag. Brasilímaðurinn Kaka kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu en Adrian Mutu jafnaði metin í seinni hálfleik og þar við sat.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfari Catania missti stjórn á skapi sínu

Það þurfti að draga þjálfara ítalska liðsins Catania, Silvio Baldini, í burtu þegar lið hans gerði 2-2 jafntefli gegn Parma. Fimm mínútum fyrir leikslok fékk Baldini brottvísun frá dómara leiksins en áður en hann fór í burtu sparkaði hann að þjálfara Parma.

Fótbolti
Fréttamynd

Emil í byrjunarliði Reggina

Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Reggina sem gerði 1-1 jafntefli gegn Atalanta í dag. Þetta var fyrsti leikur Reggina í deildinni en Emil var tekinn af velli á 69. mínútu leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Meistararnir byrja á jafntefli

Sjö leikir fóru fram í fyrstu umferð ítölsku Serie-A deildarinnar í dag. Ítalíumeistararnir í Inter hefja tímabilið á jafntefli gegn Udinese 1-1 á heimavelli þar sem Dejan Stankovic kom Inter yfir en Udinese jafnaði í lok leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus byrjar með glans

Keppni er hafin á Ítalíu en augu flestra beindust að viðureign Juventus og Livorno. Juventus er komið aftur í Serie-A eftir árs veru í B-deildinni. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Livorno 5-1 þar sem David Trezeguet skoraði þrennu.

Fótbolti
Fréttamynd

Endurkoma Juventus í kvöld

Keppni í efstu deildinni á Ítalíu hefst í kvöld með tveimur leikjum. Margir bíða spenntir eftir því að sjá hvernig Juventus mun vegna gegn Livorno. Juventus er komið aftur í Serie-A eftir ársdvöl í næstefstu deild.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan hefur ekki áhuga á að yfirgefa Inter

Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic segir að hann sé ánægður hjá Inter og ekki á leið frá félaginu. Chelsea og Real Madrid eru sögð hafa áhuga á leikmanninum. Zlatan stóð sig vel á síðasta tímabili og hjálpað Inter að vinna deildina. Þrátt fyrir að hafa unnið deildina í fyrra eru ennþá sögusagnir um að leikmaðurinn vilji fara frá Inter.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan byrjar án Ronaldo

Evrópumeistarar AC Milan þurfa líklega að byrja tímabilið á Ítalíu án sóknarmannsins Ronaldo. Þessi brasilíski snillingur á við meiðsli að stríða og hefur lítið sem ekkert getað æft undanfarnar vikur. Ólíklegt er að hann verði tilbúinn í slaginn á sunnudag þegar Milan mætir Genoa í fyrsta leik sínum á tímabilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Nedved hafnaði Inter í sumar

Tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved hefur greint frá því að hann hafnaði tilboði frá meisturum Inter Milan í sumar. Nedved er sem fyrr á mála hjá Juventus og spilað með liðinu í næstefstu deild á Ítalíu á síðustu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo verður tilbúinn þegar tímabilið byrjar

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan, segir að brasilíski snillingurinn Ronaldo verði búinn að ná sér af meiðslum áður en tímabilið byrjar á Ítalíu. Ronaldo hefur verið meiddur síðan í lok síðasta tímabils og hefur ekki tekið þátt í neinum leikjum á undirbúningstímabili liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Nesta hættur með landsliðinu

Ítalski varnarmaðurinn Alessandro Nesta hefur tilkynnt að hann sé hættur að spila fyrir landsliðið. Nesta, sem er 31 árs gamall, vann meistardeildina á síðasta tímabili með AC Milan eftir sigur á Liverpool, og hann var einnig hluti af landsliði Ítala sem urðu heimsmeistarar síðasta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus neitar tilboði City í Chiellini

Manchester City hefur mistekist að landa ítalska U21 landsliðsmanninnum Giorgio Chiellini frá Juventus. Giovanni Cobolli Gigli, forseti Juventus staðfestir að Juventus hafi hafnað tilboði City. Leikmaðurinn hefur ekki farið leynt með þrá sína fyrir að spila á Englandi en Gigli segir að hann verði ekki seldur.

Fótbolti
Fréttamynd

Berlusconi neitar að gefast upp á Shevchenko

Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, neitar að gefast upp á að fá Andriy Shevchenko aftur til liðsins. Shevchenko fór til Chelsea frá Milan fyrir síðasta tímabil en náði ekki að standa undir væntingum þar. Miklar vangaveltur hafa verið um hvað hvað verði um leikmanninn og hefur hann verið orðaður við endurkomu til Milan.

Fótbolti