Seinni heimsstyrjöldin

Braggar frá seinni heimsstyrjöldinni víkja fyrir Krónuverslun
Tveir braggar sem reistir voru af breska hernum í seinni heimsstyrjöldinni víkja nú fyrir nýrri verslun Krónunnar á Akureyri. Fyrirhugað er að gefa bröggunum nýtt hlutverk, endureisa þá annars staðar og nýta allt sem nýta má úr þeim og samliggjandi vörugeymslu.

Eldgosið stutt frá þar sem Hot Stuff fórst með fjórtán manns
Þeirri tillögu hefur verið varpað fram að eldstöðin verði nefnd Hot Stuff, í virðingarskyni við áhöfn og farþega bandarískrar herflugvélar sem fórst á Fagradalsfjalli í síðari heimsstyrjöld. Í hópi þeirra sem létust var æðsti hershöfðingi Bandaríkjamanna í Evrópu.

Fundu stærðarinnar sprengju úr seinni heimsstyrjöldinni í miðju íbúðahverfi
Breskir sprengjusérfræðingar sprengdu í gær stóra sprengju úr síðari heimsstyrjöldinni sem fannst í Exeter. Þeir voru kallaðir til eftir að um þúsund kílóa sprengja sem kallast „Hermann“ fannst á byggingarsvæði.

Alþjóðadagur til minningar um fórnarlömb helfararinnar – Af hverju er mikilvægt að minnast þessara atburða?
Í dag, þann 27. janúar, er alþjóðadagur til minningar um fórnarlömb helfararinnar. Þennan dag árið 1945 frelsuðu Sovétmenn fangana í Auschwitz. 60 árum síðar ákvað Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að á þessum degi myndum við minnast þessarar atburðarásar sem átti sér stað í hjarta Evrópu á fyrri hluta síðustu aldar.

Leggja til að afneitun helfararinnar verði bönnuð
Frumvarp sem leggur til bann við afneitun helfararinnar var lagt fram á Alþingi í dag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingar, er flutningsmaður frumvarpsins en þingflokkur Samfylkingar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Andrés Ingi Jónsson, sem er utan flokka, standa einnig að málinu.

Tilkomumikill strókur þegar tundurskeytið var sprengt
Séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar, með aðstoð áhafnarinnar á varðskipinu Tý, eyddi sprengjuhleðslu úr þýsku tundurskeyti frá seinni heimsstyrjöld úti fyrir Sandgerði laust fyrir klukkan tvö í dag.

Þýskt tundurskeyti lenti í trolli utan við Sandgerði
Séraðgerða og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag vegna tundurskeytis sem hafði lent í veiðarfærum togara. Áhöfn togarans Pálína Þórunn GK í Sandgerði sá tundurskeytið í trollinu þegar híft var utan við Sandgerði í dag.

Furðulegt að flakið af Goðafossi finnist ekki
Í grænum bragga í Garðinum reynir Ásgeir Hjálmarsson skipstjóri að varpa ljósi á það hvar Goðafossi, skipi Eimskipafélagsins, var sökkt í síðari heimsstyrjöld. Hann sýnir líkan af Goðafossi og húsum í Garðinum, sem hann er búinn að smíða, til að fá sem nákvæmasta staðsetningu á atburði, sem reyndist mesti mannskaði Íslendinga í stríðinu.

Sprengja úr síðari heimsstyrjöld varð tveimur að bana
Tveir sprengjusérfræðingar létust þegar sprengja frá síðari heimsstyrjöldinni sprakk á Salómonseyjum í Kyrrahafi í gær.

Fámenn kertafleytingarathöfn sýnd á netinu
Sjötíu og fimm ár eru liðin í dag frá því að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku borgina Híróshíma.

Tveggja ára fangelsi fyrir aðild að yfir 5.000 morðum
Fangavörður í Stutthof útrýmingarbúðum nasista var í dag sakfelldur fyrir aðild að 5.230 morðum og dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi.

Vera Lynn er látin
Breska söngkonan Vera Lynn er látin, 103 ára að aldri.