Leikskólar

Fréttamynd

Séð um bleiu­skipti þrátt fyrir meint kyn­ferðis­brot gegn barni

Fyrrverandi starfsmenn leikskólans Sælukots í Reykjavík og aðstandendur barna sem hafa dvalið þar krefjast þess að leikskólanum verði tafarlaust lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Verulegir vankantar eru sagðir vera á aðbúnaði barna á leikskólanum og telur hópurinn að rekstur leikskólans geti vart staðist lög.

Innlent
Fréttamynd

Biðlistabörnin

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 og áætlun 2022 til 2026 leit dagsins ljós í síðustu viku. Þar má sjá fasta liði eins og áframhaldandi skuldasöfnun (90 milljarðar í ný lán) og ýmsar tilfærslur í bókhaldinu (hækkun á matsverði fjárfestingaeigna) til þess að breiða yfir vandamál í rekstrinum. Það er hentugt þegar styttist í kosningar.

Skoðun
Fréttamynd

Níu smitaðir á Vopna­firði og skólum lokað

Einn til viðbótar greindist með kórónuveiruna á Vopnafirði í gær og eru því níu manns í einangrun í bænum. Þá er töluverður fjöldi í sóttkví og smitgát. Ákveðið hefur verið að skólar verði lokaðir á morgun vegna útbreiðslu veirunnar í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Skólar á Akra­nesi opna á morgun

Gert er ráð fyrir allar stofnanir á skóla- og frístundasviði Akraness verði með starfsemi á morgun, en vegna fjölgunar smitaðra í sveitarfélaginu fyrir helgi var brugðið á það ráð að fella skólastaf niður.

Innlent
Fréttamynd

Nauð­syn­leg við­horfs­breyting

Í Hafnarfirði starfa tæplega 600 starfsmenn á leikskólum bæjarins. Hlutfall leikskólakennara er 26%. Í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ er staðan svipuð. Á Íslandi er nánast enginn leikskóli sem uppfyllir þau skilyrði í lögum þar sem kveðið er um að 2/3 hlutar þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara.

Skoðun
Fréttamynd

Leik­skólar fyrir börnin

Daglega er verið að brjóta á réttindum barna í leikskólum landsins af hálfu stjórnvalda. Ég heyri víðsvegar kveðið af starfsfólki, að of mörg börn, dvelji of lengi, í of litlu rými, og mig langar að bæta við að börn búa við of litla faglega athygli

Skoðun
Fréttamynd

Dag­gæsla á vinnu­stað

Það er skortur á úrræðum fyrir fjölskyldufólk í Reykjavík. Leikskólapláss eru af skornum skammti, biðlistar á frístundaheimili langir og dagforeldrum fer árlega fækkandi. Fjölskyldur flytja til annarra sveitarfélaga þar sem þjónusta er trygg og lífsgæði mælast betri.

Skoðun
Fréttamynd

Kennarar höfum hátt!

Umræðan hefur verið í gangi í samfélaginu undafarna daga með því að hafa leikskóla opna allan ársins hring og jafnvel allan sólarhringinn. Ég skil að vaktavinnufólk þurfi að eiga stað þar sem öryggi barna þeirra er gætt. Einnig felst í því að það séu ákveðin mannréttindi að berjast fyrir því að vaktavinnu fólk sem er oftast láglaunað og erfitt að finna pössun að nóttu til eigi verndarstað fyrir börnin sín. En svo kemur líka inn á þetta að það er val að eignast barn.

Skoðun
Fréttamynd

Loka leik­skólanum Efsta­hjalla í Kópa­vogi vegna myglu

Leikskólinn Efstihjalli í Kópavogi verður lokaður frá og með morgundeginum vegna myglu og rakaskemmda sem komið hafa í ljós í skólanum. Bæjaryfirvöld segja að starfsemi skólans falli niður í tvo daga meðan unnið er að endurskipulagningu.

Innlent
Fréttamynd

Skólabörnum boðið upp á hrikalegan veg í skólabílum

„Okkur finnst ástandið algjörlega óþolandi og við viljum fá skýr svör um endurbætur. Ástandið getur ekki verið svona lengur og sinnuleysi gagnvart svörum er komið að algjörum þolmörkum hjá okkur, það verður eitthvað að gerast í málinu,“ segir Guðrún Óska Steinbjörnsdóttir, bóndi á bænum Sauðadalsá í Húnaþingi vestra, en á bænum eru fimm börn á leik-og grunnskólaaldri.

Innlent
Fréttamynd

Fimm greindust smitaðir og skólastarf hefst aftur

Fimm greindust smitaðir af Covid-19 á Reyðarfirði í gær og allir voru í sóttkví. Rúmlega tvö hundruð sýni voru tekin og þar að auki rúmlega níutíu hraðpróf sem smitgátar sem reyndust öll neikvæð.

Innlent
Fréttamynd

Leikskólakennari lagði VÍS vegna töfrasprotaslyss

VÍS var í gær dæmt til að greiða konu bætur úr slysatryggingu launþega vegna slyss sem hún lent í á heimili sínu þegar hún var að þrífa svokallaðan töfrasprota. Töfrasproti er geysivinsælt eldhústæki sem getur þó verið vandmeðfarið.

Innlent
Fréttamynd

Tíu greindust smitaðir á Reyðar­firði og skólum lokað

Alls greindust tíu manns með kórónuveiruna á Reyðarfirði eftir fjöldasýnatöku gærdagsins sem ráðist var í eftir að grunur kom upp um smit í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Skólum verður áfram lokað í dag á meðan smitrakning stendur yfir.

Innlent