Eldgos á Reykjanesskaga

Fréttamynd

Auddi rétt slapp en Jón Jónsson varð eftir

Fjöldi skemmtikrafta steig á svið á Skjálftatónleikum Fjölbrautarskóla Suðurnesja í Hljómahöllinni í kvöld. Á sama tíma og ballið fór fram fór að gjósa í Fagradalsfjalli og hefur Reykjanesbrautinni verið lokað vegna þessa.

Lífið
Fréttamynd

„Það var eiginlega talið að þetta væri í rénun“

Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir að eldgosið sem nú er hafið við Fagradalsfjall hafi komið honum – og líklega öðrum bæjarbúum – á óvart. Í morgun hafi litið út fyrir að virknin væri í rénun. Hann segir að staðsetning gossins virðist jafnframt góð gagnvart Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

Reykjanesbraut lokað

Reykjanesbraut hefur verið lokað vegna eldgossins sem hófst í Fagradalsfjalli nú í kvöld. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna.

Innlent
Fréttamynd

Gos hafið í Geldingadal

Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn.

Innlent