
Leigumarkaður

Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar
Stjórn Eikar fasteignafélags hf. ákvað á fundi sínum í dag að ráða Hreiðar Má Hermannsson í starf forstjóra félagsins.

Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023
Fasteignamarkaðurinn var virkari í janúar síðastliðnum en árin 2023 og 2024 en rúmlega 700 kaupsamningum var þinglýst á landinu öllu. Þá hefur íbúðum sem teknar eru af söluskrá fjölgað hratt í febrúar.

Má bera eiganda Gríska hússins út
Leigusali húsnæðis á Laugavegi má bera út eiganda veitingastaðarins Gríska hússins en staðurinn hefur verið til húsa í umræddu húsnæði um nokkurra ára skeið. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu og hefur Landsréttur staðfest hana.

Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu
Páll Pálsson fasteignasali segir ekki gott að segja til um áhrifin af fyrirhuguðu frumvarpi stjórnvalda um skammtímaleigu. Íbúðum í langtímaleigu muni líklega fjölga frekar en að fólk selji íbúðirnar. Páll fór yfir möguleg áhrif frumvarpsins og fasteignamarkaðinn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili
Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um skammtímahúsnæðisleigu líkt og þeirri sem seld er á síðum á borð við AirBnB og fleirum hafa verið birt í samráðsgátt. Með frumvarpinu er lagt til að heimagisting verði afmörkuð við lögheimili einstaklings og eina aðra fasteign í eigu hans utan þéttbýlis, til dæmis sumarbústað. Þá er einnig lagt til að tímabinda þegar útgefin rekstrarleyfi innan þéttbýlis til fimm ára í senn.

„Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“
Hátt í þrjátíu prósent leigjenda á Íslandi búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað sem er vel yfir meðaltali innan OECD. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun áætlar að leiguverð muni halda áfram að hækka á næstu misserum. Skammtímaleiga er meðal þess sem skýrir hærra leiguverð en nær fimmta hver íbúð í miðborg Reykjavíkur er skráð á Airbnb

Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir
Einfalda þarf regluverk til að geta breytt atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði og setja kvaðir á nýtingu íbúðarhúsnæðis til skammtímaleigu. Auka þarf framboð íbúða verulega og endurskoða byggingarreglugerð.

Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita
Auðunn Þór Sólberg Björgvinsson hefur tekið við stöðu viðskiptastjóra hjá Reitum og mun sinna fjölbreyttum verkefnum sem styðja við stefnu og markmið félagsins, meðal annars um framúrskarandi rekstur og bætta upplifun viðskiptavina. Auðunn mun sinna tilboðs- og leigusamningargerð við nýja og núverandi leigutaka, og að viðhalda og styrkja viðskiptasambönd félagsins.

Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda
Kaupsamningum á fasteignamarkaði fækkaði um rúm sex prósent á milli nóvember og desember í fyrra. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir vísbendingar um að fasteignamarkaðurinn sé nú hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda.

Braut húsaleigulög með litavalinu
Leigusala er heimilt að fá greiddar tíu þúsund krónur úr tryggingu fyrrverandi leigjanda síns sem hafði málað veggi í íbúðinni í dökkgráum lit í stað þess málarahvíta litar sem fyrir var og var sömuleiðis að finna á öðrum veggjum íbúðarinnar. Leigjandinn hafi með litavalinu brotið gegn ákvæðum húsaleigulaga.

40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum
Allt að fjörutíu prósent ódýrara er að leigja íbúðarhúsnæði af óhagnaðardrifnum leigufélögum en á almennum leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir fjölgun íbúða hafa biðlistar eftir óhagnaðardrifnu leiguhúnsæði lengst um fjórðung á milli ára.

Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar
Fimmti hver leigjandi á leigumarkaði býr í hverfi eða á stað þar sem viðkomandi myndi helst ekki kjósa að búa á. Meðal leigjenda með tvö börn eða fleiri er hlutfallið 30 prósent.

Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið
Eins og flestir vita var Viðreisn stofnuð þegar evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn yfirgáfu flokkinn sökum einarðar andstöðu hans við ESB – og auðvitað þá staðreynd að sá flokkur hefur aldrei og mun aldrei hlusta á þjóðarvilja, hvað þá taka mark á þjóðaratkvæðisgreiðslum.

Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra
Sögulegt ár á fasteignamarkaði vegna Grindavíkuráhrifa er að baki að sögn fasteignasala og kaupsamningar voru nærri helmingi fleiri en í fyrra. Hann spáir allt að tíu prósenta hækkun á fasteignaverði á næsta ári.

Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi
Kærunefnd húsamála hefur vísað frá máli leigusala þar sem hann fór fram á bætur vegna leigjanda íbúðar og skemmda sem hafi orðið á íbúðinni á leigutíma.

Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, ætlar að bregðast við ábendingum frá sveitarfélögum um fjölda tómra íbúða. Í nýrri mánaðarskýrslu stofnunarinnar sem kom út í dag kom fram að á landinu væru um tíu þúsund tómar íbúðir. Það væri um 6,5 prósent allra fullbúinna íbúða. Sum telji að fjöldinn sé ofáætlaður og önnur telji hann vanáætlaðan.

Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund
Veltan á fasteignamarkaði hefur verið töluverð ef miðað er við árstíma, þrátt fyrir að hafa dregist nokkuð saman frá því í vor. Mest hefur dregið úr veltu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eftir því sem Grindavíkuráhrif hafa fjarað út. Tómar íbúðir á landinu eru fleiri en 10 þúsund eða um 6,5 prósent allra fullbúinna íbúða.

Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin
Félagsráðgjafi með tuttugu ára reynslu af hjálparstarfi dáist að seiglu og útsjónarsemi sem fátækt fólk þarf að sýna um hver mánaðarmót til að lifa af. Jólin reynast þessum hópi oft erfið og aðstoðar Hjálpastarf kirkjunar hátt í fimm þúsund manns sérstaklega í desember.

KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri
Ívera íbúðafélag, áður Heimstaden, hefur gengið frá samningum við dótturfélag KEA um kaup hins síðarnefnda á um 120 íbúðum Íveru á Akureyri. Kaupverð eignanna er rúmir 5 milljarðar króna.

Talk about timing – degi fyrir kjördag
Leigjendasamtökin hafa undanfarið verið á fullu og hitt framboðin, bæði á fundum og í útsendingum á Samstöðinni, til að leggja áherslu á réttlæti fyrir leigjendur.

Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna
22. nóvember birtist áhugaverð grein á vef RÚV – grein sem enginn virðist tala um, en fjallar samt um það sem við ættum öll að vera að kjósa um.

„Grindavíkuráhrifin“ að fjara út
Samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eru „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út á fasteignamarkaðnum.

Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum
Íslenskt samfélag hefur upplifað verulegar breytingar á húsnæðismarkaði, sérstaklega í kringum aldamótin 2000. Á þessum tíma dró ríkið sig að miklu leyti úr beinni aðkomu að uppbyggingu og rekstri félagslegs húsnæðis, sem hafði víðtæk áhrif á húsnæðisöryggi og félagsleg réttindi landsmanna.

Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík
Leigusali í Grindavík hélt eftir tryggingarfé konu sem flýja þurfti leiguíbúð sína vegna hamfaranna sem gengu yfir bæinn þann 10. nóvember í fyrra. Kærunefnd húsamála hefur beint því til leigusalans að skila tryggingunni.

Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“
Kærunefnd húsamála hafnaði í dag kröfu konu um að leigusali skyldi endurgreiða henni leigu sem nemur 800 þúsund krónum sem hún greiddi fyrir leigu frá 1. desember í fyrra þar til 1. mars á þessu ári. Nefndin samþykkti á sama tíma kröfu leigusalans um að konan greiði honum mánaðarleigu sem hún skuldi auk 65 þúsund króna sem vantaði upp á einn mánuðinn.

xD frelsi til að halda ungu fólki niðri
Það hefur orðið veruleg breyting á húsnæðismarkaðnum undanfarin ár, þar sem fjárfestar hafa keypt upp sífellt stærri hluta markaðarins á kostnað einstaklinga sem vilja einfaldlega eignast heimili.

380 flóttamenn til að ráða örlögum þjóðar
Hér á Íslandi hafa um 380 manns komið sem flóttamenn á þessu ári ef undanskildir eru Úkraínumenn. Á árunum hér áður komu líka fjöldi fólks frá Venesúela vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sem greinilega kom stjórnsýslunni í vandræði.

Tvískiptur fasteignamarkaður og hækkandi vaxtabyrði
Fasteignamarkaðurinn er í dag tvískiptur; mikil eftirspurn er eftir ódýrum íbúðum, sem seljast hratt, en verulega hefur dregið úr eftirspurn eftir dýrari íbúðum. Greiðslubyrði verðtryggðra lána hefur ekki verið jafnmikil síðan í hruninu árið 2008.

Húsnæðismarkaðurinn: Leiðin frá öryggi til græðgi
Hér er lítil, stutt saga (en samt risastór) um þróun fasteignamarkaðarins hér á landi fráaldamótum.

Þar sem hanar og hænur gala
Það sló marga hversu mikil slagsíðan var í Silfrinu í gærkvöldi. Þar voru þrír sjóaðir fjölmiðla- og stjórnmálamenn mættir: einn kominn vel yfir hæðina, ungur ráðherra Sjálfstæðisflokks og borgarstjóri Framsóknar, sem ávallt fær sérmeðferð á sínum gamla vinnustað.