Lengjudeild kvenna

Fréttamynd

Karlmiðaður útbúnaður setur konur í meiðslahættu

Rannsókn í Bretlandi sýnir að fótboltakonur eiga í meiri hættu á að meiðast en karlmenn vegna útbúnaðar til iðkunar íþróttarinnar. Skór, boltar og fleira sé allt hannað með karla í huga sem komi niður á heilsu knattspyrnukvenna. Fyrrum fótboltakona og doktorsnemi í íþróttafræði segir margt mega betur fara.

Fótbolti
Fréttamynd

Tinda­stóll upp í Bestu deildina

Tindastóll vann öruggan 5-0 útisigur á Augnabliki í Kópavogi í Lengjudeild kvenna í kvöld. Sigurinn þýðir að Tindastóll er komið aftur upp í Bestu deild kvenna eftir aðeins ár í Lengjudeildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Botnliðin þrjú töpuðu öll í Lengjudeild kvenna

Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld þar sem botnliðin þrjú, Haukar, Fjölnir og Augnablik, töpuðu öll. Haukar máttu þola 0-2 tap gegn Víking, Fjölnir steinlá á heimavelli gegn Fylki, 1-4, og Augnablik tapaði 0-3 gegn Grindavík.

Fótbolti
Fréttamynd

FH styrkir stöðu sína á topp Lengju­deildar

FH-ingar unnu sigur á sameinuðu liði austurlands, Fjarðab/Höttur/Leiknir, í lokaleik kvöldsins í Lengjudeild kvenna, 2-1. Fyrr í kvöld vann Augnablik 3-0 sigur á Fjölni á meðan Fylkir og Haukar gerðu 2-2 jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafnt í toppslagnum í Kórnum

HK og Tindastóll skildu jöfn með einu marki gegn einu þegar liðin mættust í mikilvægum leik í baráttu liðanna um að komast upp úr Lengjudeild kvenna í fótbolta í Kórnum í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

FH hélt topp­sætinu með stór­sigri í Víkinni

Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjudeild kvenna í fótbolta í kvöld. FH heldur toppsæti deildarinnar þökk sé 3-0 sigri á Víkingum í Víkinni. HK vann góðan 1-0 sigur í Grafarvogi, Grindavík vann í Hafnafirði á meðan Tindastóll og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Toppliðin skildu jöfn og Víkingur upp í þriðja sæti

Þrír leikir voru á dagskrá í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. FH og Tindastóll skiptu stigunum á milli sín þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í toppslag deildarinnar, Víkingur R. lyfti sér upp í þriðja sætið með 0-2 sigri gegn Fjölni og Grindavík og Fylkir gerðu markalaust jafntefli.

Fótbolti