Karlmiðaður útbúnaður setur konur í meiðslahættu Valur Páll Eiríksson skrifar 21. nóvember 2022 08:00 Landsliðskonur Íslands í fótbolta. Vísir/Vilhelm Rannsókn í Bretlandi sýnir að fótboltakonur eiga í meiri hættu á að meiðast en karlmenn vegna útbúnaðar til iðkunar íþróttarinnar. Skór, boltar og fleira sé allt hannað með karla í huga sem komi niður á heilsu knattspyrnukvenna. Fyrrum fótboltakona og doktorsnemi í íþróttafræði segir margt mega betur fara. Í vikunni kom út grein í bresku fræðiriti unnin af ellefu manns sem eru starfa ýmist við íþróttafræðideildir í Bretlandi eða hjá enskum fótboltaliðum. Í greininni kemur fram að meirihluti alls fótboltabúnaðs sé hannaður með karlmenn í huga. Meiðslahætta geti skapast fyrir konur af búnaðinum. Enski landsliðsfyrirliðinn Leah Williamson aðstoðaði einnig við rannsóknina þar sem áhersla er lögð á skort á framþróun fótboltabúnaðar fyrir konur. Katrín Ýr Friðgeirsdóttir, fyrrum leikmaður Selfoss í efstu deild og doktorsnemi í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík, segir endurbóta vera þörf. „Mér finnst þetta mjög áhugaverð grein, hún vekur athygli á mörgum þáttum sem margir pæla ekki í. Ég held þetta sé skref í rétta átt í búnaði sem tengist konum í knattspyrnu,“ segir Katrín. Krossbandaslit algengari hjá konum Samkvæmt rannsóknum eru krossbandaslit í hné tvisvar til þrisvar sinnum algengari hjá konum heldur en körlum. Þar getur skóbúnaður haft sitt að segja en fótboltaskór eru allir hannaðir út frá fótum karla. „Það er mjög þekkt að konur eru líklegri en karlar til að slíta krossbönd og þar getum við verið að skoða skóbúnaðinn. Hann er bara gerður fyrir fæturna á karlmönnum. Fætur á konum eru með öðruvísi byggingu, hærri fótaboga og grennri fótur yfirleitt,“ Katrín Ýr Friðgeirsdóttir, fyrrum fótboltakona og doktornemi við Háskólann í Reykjavík.Vísir/Ívar Konur nota þá sömu bolta og karlar í fótbolta en svo er ekki í öðrum stórum boltagreinum. Þetta geti skapað áhættu vegna höfuðmeiðsla, til að mynda. „Varðandi boltana, þá eru þeir jafn þungir og stórir, með sama þrýstingi og notaður er í karlaboltanum en í öðrum íþróttagreinum eins og handbolta og körfubolta hefur orðið breyting þarna á. Þar eru minni boltar notaðir af konum,“ segir Katrín. Ekki spennandi að spila í hvítum stuttbuxum á blæðingum Samkvæmt greininni miðar því hönnun og rannsóknir á fótboltabúnaði nánast einvörðungu út frá karlmönnum. „Smávaxnar konur eiga oft erfitt með að finna sokka í réttri stærð, eru í alltof stórum sokkum sem gerir að verkum að þær eru að renna til skónum. Það hefur orðið sú þróun að konur eru að klippa neðan af sokkunum og eru í gripsokkum innan undir,“ segir Katrín. Síðustu misseri hafa breytingar orðið á sniði á búningum þar sem treyjur kvenna eru aðsniðnar og þá eru stuttbuxur styttri og þrengri. Velta má því upp hvort að ákvarðanir um slíkt séu teknar af körlum með það fyrir augum að gera kvennafótbolta vinsælli með því að ýta undir kynvæðingu leikmanna. Katrín segir í það minnsta ljóst að leikmenn hafi ekki verið hafðir með í ráðum. „Það eins með þá þróun sem hefur orðið síðan 2019 þegar þessir kvensnið fóru að koma á búningana. Það er klárlega skref í rétt átt en sú hönnun hefur ekki verið gerð í samráði við konur í knattspyrnu. Það er alveg klárt. Það er ekki þægilegt að spila í aðsniðnum keppnisbúningi í mjög stuttum stuttbuxum. Margar konur hafa brugðið til þess ráðs að spila í innanundir stuttbuxum vegna þess hve berum þeim þykir þær vera í þessum keppnisbúningi,“ „Annað sem tengist búningunum eru þessar hvítu stuttbuxur. Það er ekkert sérstaklega spennandi fyrir konur á blæðingum að spila í hvítum stuttbuxum,“ segir Katrín. Brjóstahaldarar hannaðir fyrir jogg og labb Íþróttabrjóstahaldarar eða íþróttatoppar eru þá misvel hannaðir og miða ekki við íþróttir af efsta stigi. 44 prósent íþróttakvenna á hæsta stigi kvarta undan brjóstverkjum Katrín segir algengt að leikmenn séu í tveimur slíkum toppum þar sem einn skili einfaldlega ekki sínu. „Það eru allavega komnir mismunandi styrkir í íþróttatoppana en hvernig þeir eru þróaðir og rannsakaðir er ekki með tilliti til íþrótta þar sem krafist er hámarks ákefðar og stefnubreytinga. Rannsóknir eru gerðar á stofu þar sem fólk er látið ganga í íþróttatoppunum á göngubretti eða skokkað. Brjóstahreyfingarnar við þær aðstæður eru allt aðrar en heldur en við hámarks ákefð,“ Einn íþróttatoppur dugar mörgum ekki.Jonathan Moscrop/Getty Images „Það er alveg vert að skoða þessa þætti og ég myndi segja að frekari rannsókna sé þörf og að skoða hvernig konur vilja að búnaðurinn sé. Ekki bara rannsaka við mjög staðlaðar aðstæður heldur fá endurgjöf frá íþróttafólkinu sjálfu sem er að fara að nýta sér vöruna,“ „Það eru til dæmis margar konur sem eru í tveimur íþróttatoppum við iðkun á knattspyrnu. Við getum ímyndað okkur þyngslin sem það skapar á brjóstsvæðið,“ Klippa: Katrín Ýr um fótboltabúnað kvenna Leikmenn verði hafðir með í ráðum Katrín segir greinina vera hluti af vitundarvakningu sem er að verða í íþróttasamfélaginu um málefni kvenna. Borið hefur á því að félög í Englandi eru farin að skipta um lit á stuttbuxum kvennaliða sinna, svo sem West Bromwich Albion og Manchester City. Það er eitt skref fram á við og vonast Katrín eftir að fleiri fylgi. Mikilvægast sé að rödd leikmanna fái að heyrast og þeir séu hafðir með í ráðum við hönnun búnaðar sem þeir nýta. „Það vantar svolítið endurgjöfina frá konum í íþróttum sem eru að virkilega að fara að nýta þennan búnað,“ „Þessi grein er vonandi að fara að hjálpa í þeirri baráttu, að það verði framþróun á þessu sviði. Ég vona að við tökum fleiri skref í rétta átt fyrir næstu mót sem fram undan eru,“ segir Katrín. Besta deild kvenna Lengjudeild kvenna Heilbrigðismál Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Í vikunni kom út grein í bresku fræðiriti unnin af ellefu manns sem eru starfa ýmist við íþróttafræðideildir í Bretlandi eða hjá enskum fótboltaliðum. Í greininni kemur fram að meirihluti alls fótboltabúnaðs sé hannaður með karlmenn í huga. Meiðslahætta geti skapast fyrir konur af búnaðinum. Enski landsliðsfyrirliðinn Leah Williamson aðstoðaði einnig við rannsóknina þar sem áhersla er lögð á skort á framþróun fótboltabúnaðar fyrir konur. Katrín Ýr Friðgeirsdóttir, fyrrum leikmaður Selfoss í efstu deild og doktorsnemi í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík, segir endurbóta vera þörf. „Mér finnst þetta mjög áhugaverð grein, hún vekur athygli á mörgum þáttum sem margir pæla ekki í. Ég held þetta sé skref í rétta átt í búnaði sem tengist konum í knattspyrnu,“ segir Katrín. Krossbandaslit algengari hjá konum Samkvæmt rannsóknum eru krossbandaslit í hné tvisvar til þrisvar sinnum algengari hjá konum heldur en körlum. Þar getur skóbúnaður haft sitt að segja en fótboltaskór eru allir hannaðir út frá fótum karla. „Það er mjög þekkt að konur eru líklegri en karlar til að slíta krossbönd og þar getum við verið að skoða skóbúnaðinn. Hann er bara gerður fyrir fæturna á karlmönnum. Fætur á konum eru með öðruvísi byggingu, hærri fótaboga og grennri fótur yfirleitt,“ Katrín Ýr Friðgeirsdóttir, fyrrum fótboltakona og doktornemi við Háskólann í Reykjavík.Vísir/Ívar Konur nota þá sömu bolta og karlar í fótbolta en svo er ekki í öðrum stórum boltagreinum. Þetta geti skapað áhættu vegna höfuðmeiðsla, til að mynda. „Varðandi boltana, þá eru þeir jafn þungir og stórir, með sama þrýstingi og notaður er í karlaboltanum en í öðrum íþróttagreinum eins og handbolta og körfubolta hefur orðið breyting þarna á. Þar eru minni boltar notaðir af konum,“ segir Katrín. Ekki spennandi að spila í hvítum stuttbuxum á blæðingum Samkvæmt greininni miðar því hönnun og rannsóknir á fótboltabúnaði nánast einvörðungu út frá karlmönnum. „Smávaxnar konur eiga oft erfitt með að finna sokka í réttri stærð, eru í alltof stórum sokkum sem gerir að verkum að þær eru að renna til skónum. Það hefur orðið sú þróun að konur eru að klippa neðan af sokkunum og eru í gripsokkum innan undir,“ segir Katrín. Síðustu misseri hafa breytingar orðið á sniði á búningum þar sem treyjur kvenna eru aðsniðnar og þá eru stuttbuxur styttri og þrengri. Velta má því upp hvort að ákvarðanir um slíkt séu teknar af körlum með það fyrir augum að gera kvennafótbolta vinsælli með því að ýta undir kynvæðingu leikmanna. Katrín segir í það minnsta ljóst að leikmenn hafi ekki verið hafðir með í ráðum. „Það eins með þá þróun sem hefur orðið síðan 2019 þegar þessir kvensnið fóru að koma á búningana. Það er klárlega skref í rétt átt en sú hönnun hefur ekki verið gerð í samráði við konur í knattspyrnu. Það er alveg klárt. Það er ekki þægilegt að spila í aðsniðnum keppnisbúningi í mjög stuttum stuttbuxum. Margar konur hafa brugðið til þess ráðs að spila í innanundir stuttbuxum vegna þess hve berum þeim þykir þær vera í þessum keppnisbúningi,“ „Annað sem tengist búningunum eru þessar hvítu stuttbuxur. Það er ekkert sérstaklega spennandi fyrir konur á blæðingum að spila í hvítum stuttbuxum,“ segir Katrín. Brjóstahaldarar hannaðir fyrir jogg og labb Íþróttabrjóstahaldarar eða íþróttatoppar eru þá misvel hannaðir og miða ekki við íþróttir af efsta stigi. 44 prósent íþróttakvenna á hæsta stigi kvarta undan brjóstverkjum Katrín segir algengt að leikmenn séu í tveimur slíkum toppum þar sem einn skili einfaldlega ekki sínu. „Það eru allavega komnir mismunandi styrkir í íþróttatoppana en hvernig þeir eru þróaðir og rannsakaðir er ekki með tilliti til íþrótta þar sem krafist er hámarks ákefðar og stefnubreytinga. Rannsóknir eru gerðar á stofu þar sem fólk er látið ganga í íþróttatoppunum á göngubretti eða skokkað. Brjóstahreyfingarnar við þær aðstæður eru allt aðrar en heldur en við hámarks ákefð,“ Einn íþróttatoppur dugar mörgum ekki.Jonathan Moscrop/Getty Images „Það er alveg vert að skoða þessa þætti og ég myndi segja að frekari rannsókna sé þörf og að skoða hvernig konur vilja að búnaðurinn sé. Ekki bara rannsaka við mjög staðlaðar aðstæður heldur fá endurgjöf frá íþróttafólkinu sjálfu sem er að fara að nýta sér vöruna,“ „Það eru til dæmis margar konur sem eru í tveimur íþróttatoppum við iðkun á knattspyrnu. Við getum ímyndað okkur þyngslin sem það skapar á brjóstsvæðið,“ Klippa: Katrín Ýr um fótboltabúnað kvenna Leikmenn verði hafðir með í ráðum Katrín segir greinina vera hluti af vitundarvakningu sem er að verða í íþróttasamfélaginu um málefni kvenna. Borið hefur á því að félög í Englandi eru farin að skipta um lit á stuttbuxum kvennaliða sinna, svo sem West Bromwich Albion og Manchester City. Það er eitt skref fram á við og vonast Katrín eftir að fleiri fylgi. Mikilvægast sé að rödd leikmanna fái að heyrast og þeir séu hafðir með í ráðum við hönnun búnaðar sem þeir nýta. „Það vantar svolítið endurgjöfina frá konum í íþróttum sem eru að virkilega að fara að nýta þennan búnað,“ „Þessi grein er vonandi að fara að hjálpa í þeirri baráttu, að það verði framþróun á þessu sviði. Ég vona að við tökum fleiri skref í rétta átt fyrir næstu mót sem fram undan eru,“ segir Katrín.
Besta deild kvenna Lengjudeild kvenna Heilbrigðismál Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti