Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi

Fréttamynd

Vanda listar upp aðgerðir KSÍ gegn kynferðisofbeldi

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að sambandið hafi þegar „virkjað“ flest þau atriði sem lögð voru til í skýrslum nefnda og vinnuhópa varðandi kynferðislega áreitni og ofbeldi innan knattspyrnuhreyfingarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Einu ári síðar: Hvar stendur KSÍ?

Í dag er slétt ár síðan Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður Knattspyrnusambands Íslands í skugga skandals sem skók sambandið. Síðan þá hefur verið skipt um formann og stjórn, tvær rannsóknarskýrslur verið skrifaðar og sex landsliðsmenn ekki spilað fyrir landsliðið frá því málið kom upp. En spurningin er hvað KSÍ hefur raunverulega gert í sínum málum síðan?

Fótbolti
Fréttamynd

Sóley býður KSÍ aðstoð

Sóley Tómasdóttir lofar nýjar reglur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta sem skylda alla leikmenn og þjálfara til að læra um samþykki fyrir kynlífi. Hún býður Knattspyrnusambandi Íslands fram krafta sína.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi Þór ekki lengur leik­maður E­ver­ton

Samningur Gylfa Þórs Sigurðssonar við enska knattspyrnufélagið Everton er runninn út. Hann hefur ekki spilað fyrir liðið síðan á þar síðustu leiktíð en leikmaðurinn var handtekinn síðasta sumar vegna meints brots gegn ólögráða stúlku.

Enski boltinn
Fréttamynd

Þögn ríkir hjá FH um málefni Eggerts

Fundað var um stöðu knattspyrnumannsins Eggerts Gunnþórs Jónssonar hjá FH í Kaplakrika í gær vegna gagnrýni á veru hans í liði FH á sama tíma og embætti héraðssaksóknara er með mál hans til skoðunar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Saksóknari undir feld í máli Arons og Eggerts

Saksóknari hjá Embætti héraðssaksóknara hefur nú til skoðunar hvort gefin verði út ákæra í máli knattspyrnumannanna Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Rannsókn lögreglu er lokið, ákærusvið lögreglu hefur skilað málinu til héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn lokið á máli Arons og Eggerts

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á kynferðisbroti í Kaupmannahöfn árið 2010 þar sem knattspyrnumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson eru sakaðir um hópnauðgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Farbannið yfir Gylfa Þór fram­lengt til 17. apríl

Farbann yfir Gylfa Þór Sigurðssyni knattspyrnumanni hefur verið framlengt til 17. apríl næstkomandi. Gylfi Þór er til rannsóknar hjá lögreglu í Manchester vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega á ungmenni. Þetta staðfestir lögreglan í Manchester í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. 

Fótbolti