Segir að brottreksturinn frá KSÍ hafi verið pólitískur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2023 16:15 Arnar Þór Viðarsson stýrði íslenska landsliðinu í 31 leik. Sex þeirra unnust, þrettán enduðu með jafntefli og tólf töpuðust. vísir/hulda margrét Arnar Þór Viðarsson segir að það hafi verið pólitísk ákvörðun hjá KSÍ að segja sér upp sem þjálfara karlalandsliðs Íslands í fótbolta. Hann segir jafnframt að það hafi verið gríðarlega erfitt að stýra landsliðinu meðan hann var við stjórnvölinn hjá því. Arnar ræddi nýverið við Het Laatste Nieuws um brottrekstur sinn og tímann í starfi landsliðsþjálfara Íslands. Fótbolti.net fjallaði um. Arnar tók við karlalandsliðinu í desember 2020 eftir að hafa náð góðum árangri með U-21 árs landsliðið en var sagt upp í lok mars á þessu ári, eftir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2024. Norðmaðurinn Åge Hareide var í kjölfarið ráðinn landsliðsþjálfari. Að sögn Arnars var brottreksturinn úr starfi landsliðsþjálfara pólitískur og hefði komið fyrr ef úrslitin hefðu verið verri en raun bar vitni. „Brottrekstur minn var pólitísk ákvörðun af hálfu KSÍ,“ sagði Arnar sem var þjálfari landsliðsins á meðan nokkrir leikmanna þess voru sakaðir um kynferðisbrot. Arnar segir að hann hafi þurft að svara fyrir þessa krísu og verið gagnrýndur fyrir að tala ekki með meira afgerandi hætti gegn ofbeldi og standa ekki þéttar við bakið á þolendum. „Allt knattspyrnusambandið sagði af sér á einu bretti og eftir stóð ég einn og þurfti að útskýra allt sem var í gangi. Mér leið eins og ég væri andlit krísunnar,“ sagði Arnar og bætti við að tíminn sem landsliðsþjálfari hafi verið sá erfiðasti í lífi sínu. Arnar starfar nú sem þjálfari unglingaliðs Gent í Belgíu þar sem hann hefur verið búsettur um árabil. Arnar stýrði íslenska landsliðinu í síðasta sinn í 0-7 sigri á Liechtenstein í mars. Nokkrum dögum áður hafði Ísland tapað fyrir Bosníu, 0-3. Íslenska liðið vann sex af 31 leik undir stjórn Arnars, gerði þrettán jafntefli og tapaði tólf. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Bjarki Már öflugur Handbolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Fleiri fréttir Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Sjá meira
Arnar ræddi nýverið við Het Laatste Nieuws um brottrekstur sinn og tímann í starfi landsliðsþjálfara Íslands. Fótbolti.net fjallaði um. Arnar tók við karlalandsliðinu í desember 2020 eftir að hafa náð góðum árangri með U-21 árs landsliðið en var sagt upp í lok mars á þessu ári, eftir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2024. Norðmaðurinn Åge Hareide var í kjölfarið ráðinn landsliðsþjálfari. Að sögn Arnars var brottreksturinn úr starfi landsliðsþjálfara pólitískur og hefði komið fyrr ef úrslitin hefðu verið verri en raun bar vitni. „Brottrekstur minn var pólitísk ákvörðun af hálfu KSÍ,“ sagði Arnar sem var þjálfari landsliðsins á meðan nokkrir leikmanna þess voru sakaðir um kynferðisbrot. Arnar segir að hann hafi þurft að svara fyrir þessa krísu og verið gagnrýndur fyrir að tala ekki með meira afgerandi hætti gegn ofbeldi og standa ekki þéttar við bakið á þolendum. „Allt knattspyrnusambandið sagði af sér á einu bretti og eftir stóð ég einn og þurfti að útskýra allt sem var í gangi. Mér leið eins og ég væri andlit krísunnar,“ sagði Arnar og bætti við að tíminn sem landsliðsþjálfari hafi verið sá erfiðasti í lífi sínu. Arnar starfar nú sem þjálfari unglingaliðs Gent í Belgíu þar sem hann hefur verið búsettur um árabil. Arnar stýrði íslenska landsliðinu í síðasta sinn í 0-7 sigri á Liechtenstein í mars. Nokkrum dögum áður hafði Ísland tapað fyrir Bosníu, 0-3. Íslenska liðið vann sex af 31 leik undir stjórn Arnars, gerði þrettán jafntefli og tapaði tólf.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Bjarki Már öflugur Handbolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Fleiri fréttir Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Sjá meira