Fótbolti á Norðurlöndum

Fréttamynd

Rosengård náði sex stiga forystu

Íslensku landsliðskonurnar Þóra B. Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir voru í byrjunarliði FC Rosengård sem bar sigurorð af Umeå á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnór lék í tapi Helsingborgar

Arnór Smárason lék í 71 mínútu þegar lið hans, Helsingborg, beið lægri hlut fyrir Kalmar, 2-0, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég vil gera allt til þess að tryggja öryggi fjölskyldu minnar“

„Það hefur verið fjallað töluvert um málið í íslenskum fjölmiðlum en ég vil lítið tjá mig um það,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga, í samtali við norska miðilinn Dagbladet. Ásdís Hrönn Viðarsdóttir, móðir Viðars Arnar, hefur ítrekað kært hótanir og brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar í haust.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúrik og félagar komust í Meistaradeildina

Lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta fór fram í dag. Rúrik Gíslason lék í 79 mínútur þegar FC Kaupmannahöfn vann OB á heimavelli með þremur mörkum gegn tveimur. Rúrik lék 29 leiki í deildinni og skoraði fjögur mörk. FCK lauk keppni í öðru sæti, sex stigum á eftir meisturum AaB Álaborgar, en bæði liðin fara í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Soffía skoraði í tapi Jitex

Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra B. Helgadóttir léku allan leikinn fyrir FC Rosengård sem vann Eskilstuna United með þremur mörkum gegn engu í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Fótbolti