Indriði bjargaði mannslífi á fótboltavellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2014 20:58 Indriði Sigurðsson. Mynd/KSÍ/Hlmar Þór Guðmundsson Indriði Sigurðsson, fyrirliði Viking, var fljótur að hugsa í leik á móti Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag eftir að leikmaður andstæðinga gleypti tunguna og gat ekki andað. Ron Hansen, sjúkraþjálfari Bodö/Glimt, þakkar fljótum viðbrögðum Indriða að ekki fór verr og Indriði er svo sannarlega hetja kvöldsins í Noregi. Dagblaðið segir frá atvikinu og slær því upp að íslenski miðvörðurinn hafi hreinlega bjargað mannslífi á fótboltavellinum í dag. Það voru liðnar 36 mínútur í leiknum þegar Papa „Badou" Ndiaye lenti í samstuði og lá eftir líflaus á vellinum. „Ég sá að hann fékk mikið högg og lá á maganum. Hann virtist vera meðvitundalaus. Ég hljóp að honum, snéri honum við og þá sá ég að hann var búinn að velta augunum og orðinn fölur í framan. Það leit út fyrir hann væri ekki að anda" lýsir Indriði í samtali við Dagbladet en hann segir reynslu sína af skyndihjálparnámskeiði hafi komið sér vel á þessari stundu. „Ég náði taki á kjálkanum hans og náði að opna hann. Ég veit ekki hvort hann var búinn að gleypa tunguna eða var að fara að gera það en ég náði að minnsta kosti taki á henni og togaði hana til baka. Þá sáu nokkrir leikmenn Bodø/Glimt að hann andaði aftur," sagði Indriði. „Þá komu fleiri á staðinn. Það mikilvægasta var að að opna fyrir öndunarveginn. Þetta leit ekki vel út en ég varð að sjá til þess að hann gæti andað," sagði Indriði. Viking komst í 2-1 í leiknum en varð á endanum að sætta sig við 2-3 tap á heimavelli sínum. Leiksins verður ekki minnst fyrir þau úrslit heldur miklu frekar fyrir hetjulega framgöngu fyrirliðans. Það er hægt að sjá viðtal við Indriða hér fyrir neðan. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Sjá meira
Indriði Sigurðsson, fyrirliði Viking, var fljótur að hugsa í leik á móti Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag eftir að leikmaður andstæðinga gleypti tunguna og gat ekki andað. Ron Hansen, sjúkraþjálfari Bodö/Glimt, þakkar fljótum viðbrögðum Indriða að ekki fór verr og Indriði er svo sannarlega hetja kvöldsins í Noregi. Dagblaðið segir frá atvikinu og slær því upp að íslenski miðvörðurinn hafi hreinlega bjargað mannslífi á fótboltavellinum í dag. Það voru liðnar 36 mínútur í leiknum þegar Papa „Badou" Ndiaye lenti í samstuði og lá eftir líflaus á vellinum. „Ég sá að hann fékk mikið högg og lá á maganum. Hann virtist vera meðvitundalaus. Ég hljóp að honum, snéri honum við og þá sá ég að hann var búinn að velta augunum og orðinn fölur í framan. Það leit út fyrir hann væri ekki að anda" lýsir Indriði í samtali við Dagbladet en hann segir reynslu sína af skyndihjálparnámskeiði hafi komið sér vel á þessari stundu. „Ég náði taki á kjálkanum hans og náði að opna hann. Ég veit ekki hvort hann var búinn að gleypa tunguna eða var að fara að gera það en ég náði að minnsta kosti taki á henni og togaði hana til baka. Þá sáu nokkrir leikmenn Bodø/Glimt að hann andaði aftur," sagði Indriði. „Þá komu fleiri á staðinn. Það mikilvægasta var að að opna fyrir öndunarveginn. Þetta leit ekki vel út en ég varð að sjá til þess að hann gæti andað," sagði Indriði. Viking komst í 2-1 í leiknum en varð á endanum að sætta sig við 2-3 tap á heimavelli sínum. Leiksins verður ekki minnst fyrir þau úrslit heldur miklu frekar fyrir hetjulega framgöngu fyrirliðans. Það er hægt að sjá viðtal við Indriða hér fyrir neðan.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Sjá meira