Fótbolti á Norðurlöndum

Fréttamynd

Björn Bergmann skoraði fyrir Lilleström í kvöld

Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á sem varamaður og skoraði þriðja mark Lilleström í 3-2 sigri á Zenit St Petersburg á La Manga æfingamótinu á Spáni. Björn Bergmann kom norska liðinu í 3-1 aðeins tíu mínútum eftir að hann hafði komið inn á sem varamaður.

Fótbolti
Fréttamynd

Sölva hlakkar til að mæta Danmörku

„Við förum í þessa undankeppni með þá trú að við getum tekið stig af öllum þessum liðum," segir Sölvi Geir Ottesen, leikmaður SønderjyskE í Danmörku og íslenska landsliðsins í viðtali við dönsku síðuna bold.dk.

Fótbolti
Fréttamynd

Garðar lengur hjá Hansa Rostock

Landsliðsframherjinn Garðar Jóhannsson hefur verið við æfingar hjá þýska félaginu Hansa Rostock síðustu daga og hefur augljóslega gengið ágætlega því félagið vill skoða hann betur.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristján Örn samdi við Hönefoss

Kristján Örn Sigurðsson hefur ákveðið að ganga að tilboði nýliða Hönefoss í norsku úrvalsdeildinni og samdi hann við liðið til næstu tveggja ára.

Fótbolti
Fréttamynd

Milljónasamningur fyrir Kristján Örn

Kristjáni Erni Sigurðssyni stendur til boða að ganga til liðs við nýliða Hönefoss í norsku úrvalsdeildinni og þiggja fyrir það rúmar 44 milljónir króna í árslaun.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðmann til Nybergsund

Guðmann Þórisson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við norska B-deildarliðið Nybergsund en hann hefur verið að æfa með liðinu að undanförnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Margrét Lára, Guðný og Erla áfram hjá Kristianstad

Sænska félagið Kristianstad greindi frá því á heimasíðu sinni í gær að Íslendingarnir Margrét Lára Viðarsdóttir, Erla Steina Arnardóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir hefðu framlengt samninga sína við félagið til loka tímabilsins 2011.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúnar spilaði með Lilleström á ný - myndband

Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KR, spilaði með Stjörnuliði Lilleström í sýningarleik í gær fyrir fram 1800 áhorfendur í LSK-höllinni. Rúnar og félagar mættu A-liðinu og töpuðu leiknum 2-4.

Fótbolti
Fréttamynd

Henke Larsson orðinn þjálfari Landskrona

Henrik Larsson, fyrrum framherji Celtic, Barcelona og Manchester United, er orðinn þjálfari sænska 2. deildarliðsins Landskrona Bois. Hinn 38 ára gamli larsson lagði skóna á hilluna í vetur eftir að hafa klárað ferillinn hjá Helsingborg.

Fótbolti
Fréttamynd

SønderjyskE hélt upp á komu Ólafs með góðum 2-0 sigri

SønderjyskE, hélt upp á komu Íslendingsins Ólafs Inga Skúlasonar, með því að vinna 2-0 heimasigur á Aalborg BK í dönsku úrvalsdeildinni í dag en sigurinn kom SønderjyskE upp um tvö sæti og í 8. sæti deildarinnar þremur stigum á eftir Aalborg sem erí 7. sætinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ólafur Ingi gengin til liðs við SønderjyskE

Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsmiðjumaður og fyrrum leikmaður sænska liðsins Helsingborg, hefur gert þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið SønderjyskE en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigurður: Sama starf og ég var með hjá Djurgården

Sigurður Jónsson var í dag kynntur sem næsti þjálfari sænska C-deildarliðsins Enköping. Sigurður tekur við starfinu af fyrrum leikmanni Manchester United, Jesper Blomqvist, sem var rekinn eftir að liðið féll úr sænsku 1. deildinni í haust.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigurður Jónsson verður næsti þjálfari Enköping

Sigurður Jónsson verður þjálfari sænska C-deildarliðsins Enköping samkvæmt frétt á Aftonbladet. Sigrurður tekur við starfinu af Jesper Blomqvist. Sigurður hefur ekki þjálfað síðan hann var rekinn frá Djurgården fyrir rétt rúmu ári síðan.

Fótbolti
Fréttamynd

Danir verða með tvö lið í Meistaradeildinni frá 2011

Danir fögnuðu í gær úrslitunum úr leik Hamburger SV og Rapid Vín í Evrópudeild UEFA en þó af óvenjulegri ástæðu. Hamburger SV vann leikinn 2-0 sem þýddi að skoska liðið Celtic var úr leik í keppninni og Skotar missa annað Meistaradeildarsæti sitt til Dana.

Fótbolti
Fréttamynd

Þóra best í Noregi og á leið til Svíþjóðar

Helgin var heldur betur viðburðarrík hjá landsliðsmarkverðinum Þóru B. Helgadóttur. Þóra var í gærkvöldi valinn besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar og svo greinir Morgunblaðið frá því í dag að hún sé búin að semja við sænska félagið Ldb Malmö til þriggja ára.

Fótbolti