Fótbolti á Norðurlöndum

Fréttamynd

Rúrik lék í sigri OB

Framherjinn Rúrik Gíslason var í byrjunarliði OB og lék allan leikinn er liðið lagði Midtjylland, 1-0, í danska boltanum.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafntefli í Íslendingaslag

IFK Gautaborg og Helsingborg gerðu í dag 2-2 jafntefli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Ólafur Ingi Skúlason lagði upp jöfnunarmark Helsingborg.

Fótbolti
Fréttamynd

Árni Gautur eini Íslendingurinn með bros á vör

Árni Gautur Arason og félagar í Odd Grenland unnu 5-1 stórsigur á Brann í átta liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í kvöld. Fimm íslendingar tóku þátt í leiknum en Árni Gautur var sá eini sem fagnaði sigri.

Fótbolti
Fréttamynd

Mark Pálma Rafns í byrjun dugði Stabæk skammt

Aalesund vann Stabæk 3-1 á heimavelli í dag og sló norsku meistaranan út úr 8 liða úrslitum norska bikarsins. Pálmi Rafn Pálmason kom Stabæk í 1-0 eftir aðeins átta mínútna leik en Aalesund jafnaði leikinn í fyrri hálfleik og tryggði sér síðan sigurinn með tveimur mörkum á síðustu tólf mínútnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Brann gerði jafntefli við botnliðið

Einn leikur var í norska boltanum í kvöld þegar Lyn og Brann gerðu jafntefli 2-2. Lyn komst í tvígang yfir í leiknum en liðið vermir botnsæti deildarinnar á meðan Brann er í því fimmta.

Fótbolti
Fréttamynd

Indriði seldur til Viking

Landsliðsmaðurinn Indriði Sigurðsson er að færa sig um set í Noregi en hann er leið til Viking frá Stafangri frá Lyn. Frá þessu er greint á heimasíðu Viking.

Fótbolti
Fréttamynd

Íslendingar á skotskónum í Noregi

Það var nóg um að vera í fótboltanum á norðurlöndum í dag og margir Íslendingar í eldlínunni. Ólafur Örn Bjarnason og Birkir Már Sævarsson skoruðu fyrir Brann sem vann Bodö/Glimt 4-2 í Noregi.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúrik í byrjunarliði OB í dag

Rúrik Gíslason var í byrjunarliði OB sem vann góðan 3-1 sigur á SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Rúrik stóð sig vel í leiknum en var tekinn af velli á 82. mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Theodór Elmar í Gautaborg

Theodór Elmar Bjarnason hefur yfirgefið herbúðir norska liðsins Lyn og samið við sænska liðið Gautaborg. Frá þessu er greint á heimasíðu Gautaborgar en samningur leikmannsins er til 2012.

Fótbolti
Fréttamynd

Jónas Guðni samdi við Halmstad til 2012

Jónas Guðni Sævarsson hefur skrifað undir samning við sænska liðið Halmstad til ársins 2012. Jónas er 25 ára en samkvæmt sænskum fjölmiðlum borgar félagið KR um 40 milljónir íslenskra króna fyrir leikmanninn.

Fótbolti
Fréttamynd

Ari og Hannes á skotskónum í markaleik

Íslendingaliðið Sundsvall vann ótrúlegan 6-4 sigur á Jönköping í B-deild sænska boltans í gærkvöldi. Sundsvall er í fimmta sæti deildarinnar þegar fimmtán umferðum er lokið.

Fótbolti