
Nágrannadeilur í Flóahreppi

Sex mánaða dómur fyrir að keyra á nágranna sinn
Landsréttur staðfesti í dag sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Ragnari Val Björgvinssyni fyrir að hafa ekið á nágranna sinn Hreggvið Hermannsson í desember 2017. Dómur var kveðinn upp klukkan 14 og staðfesti Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari niðurstöðuna í samtali við fréttastofu.

Lögreglustjórinn ekki vanhæfur í nágrannadeilumáli í Flóanum
Mál sem snýr að illvígum nágrannadeilum í Flóahreppi verður tekið til efnislegrar meðferðar í Héraðsdómi Suðurlands.

Lögreglustjórinn vanhæfur í illvígum nágrannadeilum í Flóahreppi
Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað að embætti lögreglustjórans á Suðurlandi sé vanhæft til þess að fara með mál gegn Hermanni Hreggviðssyni, bónda í Langholti 1 í Flóahreppi.

Dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að keyra viljandi á nágranna sinn
Ragnar Valur Björgvinsson hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka á nágranna sinn Hreggvið Hermannsson í desember 2017.

Ákærður fyrir að aka á nágranna sinn
Héraðssaksóknari hefur ákært mann í Flóa fyrir að aka á nágranna sinn.

Kærir sveitarstjóra fyrir handvömm í starfi sínu
Miklar deilur hafa staðið yfir í Flóahreppi milli ábúaenda á Langholti 1 og 2 vegna landamerkja. Nú hefur íbúi á Langholti 1 kært sveitarstjóra fyrir að stinga gögnum undir stól.

Stríðið í Flóa: Segir lóðaskjöl týnd en dóttir deiluaðila starfar hjá sýslumanni
Sýslumaður vísar þessu alfarið á bug og segir engin skjöl týnd.

Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu
Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins.

Illvígar nágrannadeilur í Flóahreppi
Stór beltagrafa komin á staðinn til að brjóta niður grjóthleðslu.