Handbolti

Fréttamynd

Dramatískt jafn­tefli hjá FH í Grikk­landi

FH gerði 32-32 jafntefli við Diomidis Argous frá Grikklandi í fyrri leik liðanna í 1. umferð Evrópubikars karla í handbolta í dag. Það er því allt undir fyrir síðari leik liðanna sem fer fram á morgun. Sá leikur fer einnig fram í Grikklandi.

Handbolti
Fréttamynd

Ný þjóðar­höll mun aldrei rísa árið 2025

Ljóst er að ný þjóðar­höll fyrir innan­hús­í­þróttir mun ekki rísa árið 2025 líkt og stefnt hafði verið að. Hægt hefur verið á verk­efninu og segist Gunnar Einars­son, for­maður fram­kvæmda­nefndar um þjóðar­höll, nú vonast til að þjóðar­höll verði risin í fyrsta lagi í árs­lok 2026.

Sport
Fréttamynd

Lúkas um vél­mennið hann föður sinn: „Veit ekki hvernig hann fer að þessu“

Lúkas Peters­son, mark­vörður ís­lenska u21 árs lands­liðsins í fót­bolta og þýska fé­lagsins Hof­fen­heim, er að upp­lifa sér­staka tíma í Þýska­landi núna. Hann býr nú þar einn eftir að fjöl­skylda hans fluttist bú­ferlum heim til Ís­lands þar sem að Alexander Peters­son, faðir Lúkasar spilar með hand­bolta­liði Vals.

Fótbolti
Fréttamynd

Fram marði Gróttu

Fram vann Gróttu með eins marks mun, 26-25, í 1. umferð Olís-deildar karla í handbolta fyrr í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar Ingi sneri aftur í stór­sigri

Hægri skyttan Ómar Ingi Magnússon sneri aftur í lið Magdeburg þegar liðið hóf leik í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Gísli Þorgeir Kristjánsson verður fjarverandi fram að áramótum vegna meiðsla sem hann varð fyrir undir lok síðustu leiktíðar.

Handbolti
Fréttamynd

IFH fylgir fordæmi EHF og setur Nachevski út í kuldann

Al­þjóða­hand­knatt­leiks­sam­bandið, IHF, hefur á­kveðið að fylgja for­dæmi evrópska hand­knatt­leiks­sam­bandsins, EHF, og úti­loka Norður-Makedóníu­manninn Dragan Nachevski frá störfum við stór­mót á meðan rann­sókn á störfum hans sem formanns dómara­nefndar EHF stendur yfir.

Handbolti