Erlingur var ekki sóttur með Boeing einkaflugvél eins og Neymar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2023 10:01 Erlingur Birgir Richardsson gerði mjög flotta hluti með ÍBV liðið og gerði það að Íslandsmeisturum í vor. Vísir/Anton Íslandsmeistaraþjálfarinn Erlingur Birgir Richardsson var ekki lengi atvinnulaus en hann er orðinn aftur landsliðsþjálfari og það í Sádí Arabíu. Það verður nóg að gera hjá Erlingi og nýju lærisveinum hans í vetur. Erlingur gerði karlalið ÍBV að Íslandsmeisturum í vor en hafði þá áður gefið það út að hann myndi hætta með liðið. Þá var að heyra að Erlingur stefndi ekkert endilega á þjálfun strax en var tilboðið frá Sádí Arabíu svo gott að erfitt var að hafna því. Eins og að vera sjómaður „Þetta er smá ævintýramennska líka og svo er líka að vera með landslið er skemmtilegt. Þetta er kannski bara eins og að vera sjómaður. Það er farið á túr en svo er komið í land og smá pása á milli. Það hentar ágætlega þó að við áttuðum okkur ekki alveg á því hversu mörg verkefni væru fram undan,“ sagði Erlingur Birgir Richardsson. Vísir/Hulda Margrét „Nú eru Asíuleikar fram undan sem blandast svolítið saman við aðrar keppnir sem þeir eru í. Það er nóg af verkefnum núna fram að áramótum,“ sagði Erlingur sem talar um við. „Ég segi kannski alltaf við en við erum hérna tveir saman, ég og Edwin Kippers. Hann er Hollendingur og var að vinna með mér með Hollendinga. Ég fékk hann með mér í þetta verkefni,“ sagði Erlingur. Hefði alveg hugsað sér að taka Eyjamenn með „Ég óskaði eftir því og vissi líka að hann var klár. Ég vildi kannski ekki vera að hrófla við öðrum. Maður vill ekki taka alla frá félaginu ÍBV. Ef maður hefði getað fengið að velja líka þá hefði maður kannski viljað taka fleiri með,“ sagði Erlingur. Erlingur fór út til Sádí Arabíu í síðustu viku og hann segir samfélagið hafa tekið vel á móti sér. Vísir/Hulda Margrét „Ég hafði heyrt að þetta væri allt voðalega strangt hérna og væri kannski lokaðra samfélag. Það er eiginlega akkúrat öfugt. Hér er fólk virkilega opið og tilbúið að spjalla. Það tekur vel á móti fólki,“ sagði Erlingur. Það hefur verið umdeilt þegar íþróttamenn semja við Sádí Arabíu. Frægt var þegar kylfingar skráðu sig á LIV mótaröðina í óþökk PGA og fyrir háar peningaupphæðir. Knattspyrnumenn flykkjast líka til landsins þar sem þeir fá samninga sem sjást ekki annars staðar í heiminum. En hvernig er þetta í handboltanum? Hefði ekki þurft Sádí Arabíu til að ná í sömu upphæð „Ég hefði ekkert þurft að fara til Sádí Arabíu til að ná í sömu upphæð. Með góðri vinnu og dugnaði þá getur þú alveg náð í sömu aura. Þetta er bara ævintýramennska að fara hingað út,“ sagði Erlingur. Vísir/Hulda Margrét „Handbolti er bara það lítil íþrótt hérna ennþá og þetta er allt annar heimur. Það er ekkert hægt að líkja þessu saman. Við fengum ekki Boeign flugvél eins og Neymar. Það eru bara minni peningar í handbolta heldur en fótbolta til dæmi,“ sagði Erlingur. „Það er mikil uppbygging hér en Ólympíusambandið er að reyna að styrkja minni sérsambönd. Markmiðið er að reyna að byggja upp handboltann og þess vegna hefur Ólympíusambandið komið sterkt inn,“ sagði Erlingur. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Erlingur um starfið og lífið í Sádí Arabíu Handbolti Sádi-Arabía Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sjá meira
Erlingur gerði karlalið ÍBV að Íslandsmeisturum í vor en hafði þá áður gefið það út að hann myndi hætta með liðið. Þá var að heyra að Erlingur stefndi ekkert endilega á þjálfun strax en var tilboðið frá Sádí Arabíu svo gott að erfitt var að hafna því. Eins og að vera sjómaður „Þetta er smá ævintýramennska líka og svo er líka að vera með landslið er skemmtilegt. Þetta er kannski bara eins og að vera sjómaður. Það er farið á túr en svo er komið í land og smá pása á milli. Það hentar ágætlega þó að við áttuðum okkur ekki alveg á því hversu mörg verkefni væru fram undan,“ sagði Erlingur Birgir Richardsson. Vísir/Hulda Margrét „Nú eru Asíuleikar fram undan sem blandast svolítið saman við aðrar keppnir sem þeir eru í. Það er nóg af verkefnum núna fram að áramótum,“ sagði Erlingur sem talar um við. „Ég segi kannski alltaf við en við erum hérna tveir saman, ég og Edwin Kippers. Hann er Hollendingur og var að vinna með mér með Hollendinga. Ég fékk hann með mér í þetta verkefni,“ sagði Erlingur. Hefði alveg hugsað sér að taka Eyjamenn með „Ég óskaði eftir því og vissi líka að hann var klár. Ég vildi kannski ekki vera að hrófla við öðrum. Maður vill ekki taka alla frá félaginu ÍBV. Ef maður hefði getað fengið að velja líka þá hefði maður kannski viljað taka fleiri með,“ sagði Erlingur. Erlingur fór út til Sádí Arabíu í síðustu viku og hann segir samfélagið hafa tekið vel á móti sér. Vísir/Hulda Margrét „Ég hafði heyrt að þetta væri allt voðalega strangt hérna og væri kannski lokaðra samfélag. Það er eiginlega akkúrat öfugt. Hér er fólk virkilega opið og tilbúið að spjalla. Það tekur vel á móti fólki,“ sagði Erlingur. Það hefur verið umdeilt þegar íþróttamenn semja við Sádí Arabíu. Frægt var þegar kylfingar skráðu sig á LIV mótaröðina í óþökk PGA og fyrir háar peningaupphæðir. Knattspyrnumenn flykkjast líka til landsins þar sem þeir fá samninga sem sjást ekki annars staðar í heiminum. En hvernig er þetta í handboltanum? Hefði ekki þurft Sádí Arabíu til að ná í sömu upphæð „Ég hefði ekkert þurft að fara til Sádí Arabíu til að ná í sömu upphæð. Með góðri vinnu og dugnaði þá getur þú alveg náð í sömu aura. Þetta er bara ævintýramennska að fara hingað út,“ sagði Erlingur. Vísir/Hulda Margrét „Handbolti er bara það lítil íþrótt hérna ennþá og þetta er allt annar heimur. Það er ekkert hægt að líkja þessu saman. Við fengum ekki Boeign flugvél eins og Neymar. Það eru bara minni peningar í handbolta heldur en fótbolta til dæmi,“ sagði Erlingur. „Það er mikil uppbygging hér en Ólympíusambandið er að reyna að styrkja minni sérsambönd. Markmiðið er að reyna að byggja upp handboltann og þess vegna hefur Ólympíusambandið komið sterkt inn,“ sagði Erlingur. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Erlingur um starfið og lífið í Sádí Arabíu
Handbolti Sádi-Arabía Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sjá meira