Handbolti

Fréttamynd

Stelpurnar töpuðu með einu marki á móti Serbíu

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði öllum þremur leikjum sínum á Nettbuss Open mótinu í Gautaborg en íslensku stelpurnar töpuðu með einu marki á móti Serbíu í lokaleik sínum í dag, 21-22. Þetta voru síðustu æfingaleikir íslenska liðsins fyrir umspilsleikina á móti Tékkum.

Handbolti
Fréttamynd

Stelpurnar töpuðu stórt á móti Noregi

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með þrettán marka mun á móti Noregi, 20-33, í Nettbuss-æfingamótinu í Gautaborg í Svíþjóð. Íslensku stelpurnar eru að undirbúa sig fyrir umspilsleiki á móti Tékklandi en fyrri leikurinn fer fram á Íslandi um næstu helgi.

Handbolti
Fréttamynd

Þórey og Rut fengu silfur

Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir urðu í kvöld að sætta sig við silfrið í danska handboltanum. Lið þeirra, Team Tvis Holstebro, tapaði þá fyrir Midtjylland, 24-22.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir meistari í Póllandi

Þórir Ólafsson og félagar í pólska liðinu Kielce urðu í kvöld Póllandsmeistarar í handbolta og vörðu titil sinn frá því í fyrra.

Handbolti
Fréttamynd

Nincevic segir refsinguna hlægilega

"Bannið er hlægilegt! Það ætti að breyta þessari reglu,“ sagði Króatinn Ivan Nincevic, leikmaður Füchse Berlin, sem slasaðist illa þegar hann var skallaður í leik gegn Hamburg á dögunum.

Handbolti
Fréttamynd

Hrikalegar myndir af Nincevic

Þýska blaðið Bild birtir í dag myndir á vefsíðu sinni af Króatanum Ivan Nincevic sem slasaðist illa eftir að hafa verið skallaður í handboltaleik.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir og félagar komnir í 2-0

Kielce, lið Þóris Ólafssonar, er aðeins einum sigri frá pólska meistaratitlinum í handbolta en liðið er komið í 2-0 í úrslitarimmunni gegn Wisla Plock.

Handbolti
Fréttamynd

Ljónin hans Gumma nældu í gullið

Rhein-Neckar Löwen undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar vann á sunnudaginn EHF-bikarinn eftir 26-24 sigur á Nantes í Frakklandi. Titillinn er sá fyrsti sem félagið vinnur í ellefu ára sögu þess. Stefán Rafn Sigurmannsson fékk gullverðlaun í afmælisgjöf.

Handbolti
Fréttamynd

Evrópumeistaratitill í afmælisgjöf

Alexander Petersson, Stefán Rafn Sigurmannsson og félagar í Rhein-Neckar Löwen urðu í dag Evrópumeistarar í handknattleik eftir 26-24 sigur á Nantes í úrslitaleik EHF-bikarsins í Frakklandi.

Handbolti
Fréttamynd

Naumt tap í fyrri bronsleiknum

Einar Ingi Hrafnsson og félagar í Mors-Thy Håndbold þurftu að sætta sig við 25-26 tap á heimavelli á móti Skjern Håndbold í fyrsta leik liðanna í einvíginu um bronsverðlaunin í dönsku handboltadeildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur kvaddur í Laugardalshöllinni

Ólafur Stefánsson verður formlega kvaddur þegar Ísland mætir Rúmeníu í undankeppni EM 2014 þann 16. júní næstkomandi. Leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni.

Handbolti
Fréttamynd

Er með nagandi samviskubit

Handboltaparið Einar Ingi Hrafnsson og Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur náð að spila bæði með sterkum liðum í Danmörku og Þýskalandi undanfarin ár. Nú eru þau í Danmörku þar sem Þórey Rósa varð Evrópumeistari með Team Tvis Holstebro.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir spilar um titilinn

Kielce lenti ekki í vandræðum með andstæðing sinn í undanúrslitum úrslitakeppni pólsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Þórey Rósa og Rut Evrópumeistarar

Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir urðu í kvöld Evrópumeistarar með danska liðinu Team Tvis Holstebro eftir 33-28 útisigur á Metz Handball í seinni leik liðanna í úrslitum EHF-bikarsins.

Handbolti
Fréttamynd

Kiel nálgast titilinn

Kiel lagði grunninn að þýska meistaratitlinum með fínum sigri, 31-28, á Lemgo en heimamenn í Lemgo voru þremur mörkum yfir í hálfleik.

Innlent