Handbolti

Fréttamynd

Hans Lindberg markahæstur í stórsigri Dana

Danska handboltalandsliðið lenti í miklum vandræðum með Túnis í gær en sýndi styrk sinn í dag með því að vinna 17 marka sigur á Svarfjallalandi, 38-21, á Totalkredit æfingamótinu sem fram fer í Danmörku.

Handbolti
Fréttamynd

Svíar og Þjóðverjar gerðu jafntefli

Svíþjóð og Þýskaland gerðu 28-28 jafntefli í æfingalandsleik í Hamborg í kvöld en íslenska landsliðið í handbolta spilar einmitt við Svía á þriðjudaginn kemur í síðasta æfingaleik sínum fyrir HM á Spáni.

Handbolti
Fréttamynd

Strákarnir unnu Norðmenn aftur

Íslenska 16 ára landsliðið í handbolta vann 32-31 sigur á Norðmönnum í æfingaleik í Austurbergi í dag en íslensku strákarnir hafa þar með unnið tvo leiki af þremur á móti norska liðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Óskar Bjarni og Viborg-stelpurnar áfram á sigurbraut

Óskar Bjarni Óskarsson og stelpurnar í Viborg HK náðu tveggja stiga forskoti á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar eftir 29-24 útisigur á FIF í dag. Þetta var annar leikur kvennaliðs Viborg undir stjórn Óskars Bjarna en sá fyrsti vannst með fjórtán mörkum.

Handbolti
Fréttamynd

U21 strákarnir byrjuðu á sigri

Íslenska U21 árs landslið karla í handbolta vann tveggja marka sigur á Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni heimsmeistaramótsins en leikið var í Hollandi.

Handbolti
Fréttamynd

HM 2013: Spilum alltaf með bensínið í botni

Þorsteinn J. spjallar við Dag Sigurðsson þjálfara Fücshe Berlin í Max-Schmeling höllinni í Berlín. Dagur segir karakter íslenska landsliðsins sé á heimsmælikvarða. "Þetta er það sem talað er um hér í Þýskalandi, þessi seigla og óbilandi trú í leikmönnum íslenska landsliðsins.Við spilum alltaf með bensínið í botni.“

Handbolti
Fréttamynd

HM 2013: Alltof mikið álag á leikmenn

Þorsteinn J. ræðir við Alfreð Gíslason þjálfara Kiel á Atlantic hótelinu í Kiel, um möguleika Íslands á HM sem hefst þann 11.janúar. "Við erum með gott lið,“ segir Alfreð. ,,Aron Kristjánsson er góður þjálfari og í rauninni höfum við náð betri árangri síðustu ár en margar stórþjóðir í handbolta, eins og til dæmis Þjóðverjar.“

Handbolti
Fréttamynd

Landsliðsfólkið eyðir klukkutíma með krökkunum á morgun

Íslensku handboltalandsliðin hafa verið í sviðsljósinu á árinu 2012 og tóku saman þátt í þremur stórmótum. Karlarnir eru á leið á HM á Spáni í upphafi næsta árs en voru á Ólympíuleikunum í London í ágúst og á EM í Serbíu í janúar. Konurnar eru nýkomnar heim frá EM í Serbíu.

Handbolti
Fréttamynd

Óskar Bjarni stýrði Viborg til sigurs í kvöld

Óskar Bjarni Óskarsson og lærisveinar hans í Viborg HK unnu 24-23 heimasigur á Tvis Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og enduðu þar með þriggja leikja taphrinu sína. Þetta var síðasti leikur liðsins fyrir HM-fríið og strákarnir hans Óskar Bjarna fara því inn í nýja árið með nauðsynlegan sigur í farteskinu.

Handbolti
Fréttamynd

Slæmt tap hjá Wetzlar

Kári Kristján Kristjánsson, Fannar Friðgeirsson og félagar í Wetzlar töpuðu nokkuð óvænt, 32-29, fyrir Balingen í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Alexander tekur þátt í sýningarleik í New York

Alexander Petersson verður ekki með íslenska landsliðinu á HM á Spáni vegna meiðsla eins og áður hefur komið fram en hann ætlar hinsvegar að taka þátt í sýningarleik í New York 30. desember næstkomandi. Þetta kemur fram á heimasíðu New York City Team handball.

Handbolti
Fréttamynd

Hombrados vill komast í formannssætið

Jose Javier Hombrados er einn frægasti handboltamaður Spánverja í gegnum tíðina enda hefur hann varið mark spænska handboltalandsliðsins undanfarna áratugi. Hombrados lagði landsliðsskóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í London en vill nú komast í formannsstólinn hjá spænska sambandinu.

Handbolti
Fréttamynd

Kiel valtaði yfir Gummersbach

Þýsku meistararnir í Kiel völtuðu yfir Gummersbach, 36-19, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag en leikurinn fór fram í Sparkassen-höllinni, heimavelli Kiel.

Handbolti
Fréttamynd

Björgvin setur ÓL treyjuna á uppboð til styrktar Bjarka

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, ætlar að bjóða upp landsliðstreyjuna sem hann lék í á ólympíuleikunum í London s.l. sumar. Björgvin, sem leikur með Magdeburg í Þýskalandi, ætlar með þeim hætti að styðja við bakið á knattspyrnumanninum Bjarka Má Sigvaldasyni úr HK sem nýverið greindist með krabbamein.

Handbolti
Fréttamynd

Stelpurnar höfðu heppnina með sér og mæta Tékklandi í umspilinu

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lenti á móti Tékklandi í umspilinu um laus sæti á Heimsmeistaramótinu í Serbíu sem fer fram í desember á næsta ári en dregið var í Belgrad í hádeginu. Ísland var í neðri styrkleikaflokknum þar sem að liðið komst ekki upp úr sínum riðli á EM í Serbíu og því var alltaf ljóst að liðið myndi fá sterka mótherja í umspilinu.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri Steinn og félagar aftur á sigurbraut

Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í GOG Håndbold unnu sex marka sigur á Holte, 25-19, í dönsku b-deildinni í handbolta í dag en GoG er áfram með öruggt forskot á toppi deildarinnar. Holte er í 11. sæti.

Handbolti
Fréttamynd

Skortur á örvhentum skyttum

Íslenska landsliðið í handbolta er komið í svipaða stöðu og í aðdraganda Ólympíuleikanna í Barcelona 1992. Þá missti liðið líka þrjár örvhentar skyttur fyrir mótið og endaði á því að spila með rétthentan mann hægra megin, reyndar með mjög góðum árangri.

Handbolti
Fréttamynd

Tíu marka tap hjá strákunum hans Óskars Bjarna

Lærisveinar Óskars Bjarna Óskarssonar í Viborg HK töpuðu stórt á útivelli á móti Skjern Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Skjern Håndbold er eitt af sterkustu liðum deildarinnar og vann öruggan 34-24 sigur.

Handbolti
Fréttamynd

Alexander ekki með á HM á Spáni

Alger óvissa ríkir um þátttöku Alexanders Petersson með Íslenska handboltalandsliðinu á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar en þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Handbolti
Fréttamynd

Óskar Bjarni tekur við kvennaliði Viborg

Handboltaþjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson var í dag ráðinn þjálfari kvennaliðs Viborg út leiktíðina 2014. Hann mun að sama skapi láta af störfum sem þjálfari karlaliðsins félagsins.

Handbolti
Fréttamynd

Mikkel Hansen meiddur á hné - Wilbek er ekki bjartsýnn

Mikkel Hansen, stórskytta danska landsliðsins í handbolta, hefur ekki leikið með danska landsliðinu frá því á ólympíuleikunum í London. Það er óvíst með þátttöku hans með Dönum á HM í Spáni sem hefst í janúar en Hansen glímir við meiðsli í hné. Danir eru með Íslendingum í riðli á HM en leikið verður í Sevilla.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur Stefánsson samdi við lið í Katar

Ólafur Stefánsson hefur samið við handboltaliðið Lakhwiya Sports Club í Doha í Katar. Hinn 39 ára gamli leikmaður mun fara til Katar í janúar og leika með liðinu út leiktíðina. Frá þessu er greint á vefsíðunni Handball World. Wolfgang Gütschow, umboðsmaður Ólafs, staðfestir þetta í samtali við Handball World.

Handbolti