Handbolti

Fréttamynd

Guðmundur: Það kemur smá kökkur í hálsinn

Töluvert er um meiðsli leikmanna í íslenska landsliðshópnum sem mætir Argentínumönnum í tveimur æfingaleikjum á laugardag og mánudag. Leikirnir eru þeir síðustu sem íslenska liðið leikur fyrir Ólympíuleikana í London þar sem fyrstu andstæðingarnir verða einmitt Argentínumenn.

Handbolti
Fréttamynd

Hvaða lið verða mótherjar Íslands á HM 2013? - Í beinni

Í dag verður dregið í riðla fyrir heimsmeistaramótið í handbolta karla sem fram fer á Spáni í janúar á næsta ári. Ísland er í þriðja styrkleikaflokk en athöfnin fer fram í Madríd. Alls verða 24 þjóðir sem taka þátt á HM 2013. Hægt er að fylgjast með drættinum í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Handbolti
Fréttamynd

Dinart gengur í raðir Paris Handball

Félag þeirra Róberts Gunnarssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar, Paris Handball, heldur áfram að styrkjast en nú hefur franska varnartröllið Didier Dinart ákveðið að semja við liðið.

Handbolti
Fréttamynd

U20 ára strákarnir steinlágu gegn Svíum

Íslenska landsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 20 ára og yngri tapaði með þrettán marka mun gegn Svíum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í handknattleik í Tyrklandi í dag, 36-23.

Handbolti
Fréttamynd

Tap í fyrsta leik

Íslenska U-20 landsliðið í handbolta tapaði sínum fyrsta leik í úrslitakeppni EM sem nú fer fram í Tyrklandi. Strákarnir töpuðu fyrir Dönum með sex marka mun, 28-22.

Handbolti
Fréttamynd

Didier Dinart spilar með Róberti og Ásgeiri Erni í París

Íslensku landsliðsmennirnir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson verða liðsfélagar franska varnartröllsins Didier Dinart á næstu leiktíð. Didier Dinart hefur gert eins árs samning við franska félagið Paris Saint-Germain Handball sem safnar nú liði fyrir átök vetrarins.

Handbolti
Fréttamynd

EM 2016 verður í Póllandi og Svíþjóð

EHF tilkynnti í dag hvaða þjóð fengi að halda EM í handbolta árið 2016. Þrjár þjóðir sóttu um karlamótið en Pólverjar hrepptu hnossið. Svíar fengu aftur á móti kvennamótið.

Handbolti
Fréttamynd

Larlholm samdi við Pick Szeged

Sænski landsliðsmaðurinn í handbolta, Jonas Larholm, hefur ákveðið að söðla um. Hann er hættur hjá Álaborg í Danmörku og fluttur til Ungverjalands.

Handbolti
Fréttamynd

Brihault nýr forseti EHF

Frakkinn Jean Brihault var í dag kjörinn nýr forseti evrópska handknattleikssambandsins, EHF. Hann tekur við af Norðmanninum og Íslandsvininum Tor Lian.

Handbolti
Fréttamynd

Spænskir tvíburar til Rhein-Neckar Löwen

Guðmundur Guðmundsson fær liðsstyrk fyrir komandi átök í þýsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili en lið hans, Rhein-Neckar Löwen, hefur gengið frá samningum við spænsku bræðurna Gedeon og Isias Guardiola.

Handbolti
Fréttamynd

Helga: Von á ákvörðun fyrir helgi

Helga H. Magnúsdóttir, sem á sæti í mótanefnd EHF, á von á því að ákveðið verði í vikunni hvar EM kvenna í handbolta verði haldið í desember næstkomandi.

Handbolti
Fréttamynd

Pekarskyte íslenskur ríkisborgari

Handboltakonan Ramune Pekarskyte fær senn íslenskt ríkisfang þar sem hún var ein þeirra 36 sem allsherjar- og menntamálanefnd lagði til að fengi íslenskan ríkisborgararétt.

Handbolti
Fréttamynd

Rúmenía bættist í riðil Íslands

Forkeppni EM 2014 í handbolta lauk um helgina og kom þá í ljós hvaða lið verður ásamt Slóveníu og Hvíta-Rússlandi andstæðingur Íslands í undankeppninni sem hefst í haust.

Handbolti