Handbolti

Fréttamynd

Snorri Steinn markahæstur í útisigri AG í Arósum

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 7 mörk fyrir AG Kaupmannahöfn sem vann 30-24 útisigur á Århus Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. AG er með þrettán stiga forskot á Århus á toppnum og var búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn fyrir leikinn.

Handbolti
Fréttamynd

Bitter kemur ekki með til Íslands

Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur valið sautján leikmenn fyrir leikina gegn Íslandi í undankeppni EM 2012 og kemur fátt á óvart í hans vali.

Handbolti
Fréttamynd

Nielsen vill gera lífstíðarsamning við Mikkel Hansen

Jesper Nielsen eigandi danska handboltaliðsins AG í Kaupmannahöfn er vinsæll á meðal blaða – og fréttamanna enda talar hann yfirleitt í fyrirsögnum. Nielsen, sem á einnig þýska stórliðið Rhein- Neckar Löwen, segir í viðtali við BT í Danmörku að stórskyttan Mikkel Hansen gæti skrifaði undir "lífstíðarsamning“ við AG en Hansen er einn allra besti leikmaður heims.

Handbolti
Fréttamynd

Goluza hættir sem félagsþjálfari

Það er ekki auðvelt að stýra landsliði í handbolta og félagsliði á sama tíma. Það hefur Slavko Goluza, landsliðsþjálfari Króatíu, fengið að reyna.

Handbolti
Fréttamynd

GUIF missti af mikilvægum stigum

Það gengur illa þessa dagana hjá liði Kristjáns Andréssonar,GUIF, í sænska handboltanum. Liðið tapaði um daginn og mátti sætta sig við jafntefli, 25-25, gegn Alingsas í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri Steinn innsiglaði sigur AG á Skjern

AG Kaupmannahöfn hélt sigurgöngu sinni áfram í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar liðið vann 28-25 sigur á Skjern á útiveli. Skjern-liðið var 15-14 yfir í hálfleik.

Handbolti
Fréttamynd

Strákarnir hans Kristjáns fóru illa með Redbergslid

Lærisveinar Kristjáns Andréssonar í Eskilstuna Guif komust aftur á topp sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag eftir fimmtán marka sigur á Redbergslid á heimavelli, 36-21. Guif er með 40 stig eftir 24 leiki, einu stigi meira en Sävehof sem er í 2. sæti.

Handbolti
Fréttamynd

EHF skiptir sér af Jesper Nielsen

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, er með málefni Danans Jesper Nielsen inn á sínu borði en það þykir ekki ganga upp að hann sé við stjórnvölinn hjá tveimur stórliðum í einu.

Handbolti
Fréttamynd

Hansen þreyttur eftir HM

Markahæsti leikmaður HM í Svíþjóð, Daninn Mikkel Hansen, var ólíkur sjálfum sér er lið hans, AGK, mætti AaB í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Stella: Við eigum fullt erindi í þetta lið

„Við byrjuðum alveg hræðilega í kvöld en sýndum síðan þegar leið á leikinn að við erum með ekkert verra lið en þær,“ sagði Stella Sigurðardóttir, leikmaður Framara, eftir leikinn í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Einar: Spiluðum virkilega vel síðustu 45 mínúturnar

Einar Jónsson, þjálfari Fram, var eftir allt saman nokkuð ánægður með leikinn í kvöld. Framarar þurftu að sætta sig við tveggja marka tap gegn Blomberg-Lippe í 16-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Fram var á tímabili tíu mörkum undir í leiknum en náðu með harðfylgni að komast aftur inn í leikinn.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Framstelpur eiga enn möguleika þrátt fyrir skelfilega byrjun

HSG Blomberg-Lippe sigraði Fram, 26-24, í fyrri viðureign liðina í Evrópukeppni-bikarhafa í kvöld en leikurinn fór fram í Safamýri. Heimastúlkur byrjuðu leikinn skelfilega og voru á tímabili tíu mörkum undir. Framstúlkur sýndu gríðarlega mikinn karakter í síðari hálfleiknum og náðu hægt og bítandi að komast inn í leikinn. Stella Sigurðardóttir lék frábærlega fyrir Fram en hún skoraði níu mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Þorgerður Anna til Svíþjóðar

Handboltakonan Þorgerður Anna Atladóttir hefur ákveðið að ganga til liðs við sænska úrvalsdeildarfélagið H 43/Lundegård og leika með því til loka tímabilsins.

Handbolti
Fréttamynd

Sverre: Frábær barátta og grimmd

„Vörnin hefur ekki verið góð hjá okkur að undanförnu og við ætluðum okkur að laga það. Mér fannst við svara því vel í þessum leik og það var margt jákvætt hjá okkur,“ sagði Sverre Jakobsson sem lék vörnina af gríðarlegu afli gegn Þjóðverjum í 27-23 sigri Íslands í Laugardalshöll í kvöld.

Sport