Handbolti

Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-ÍR 33-28| Öruggur sigur Stjörnunnar á ÍR

Stjarnan tók á móti ÍR í 8. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn af krafti og leiddi með ellefu mörkum í hálfleik , 21-10. ÍR-ingar mættu talsvert ákveðnari í seinni hálfleik og tókst að laga stöðuna en Stjarnan hleypti þeim aldrei of nálægt sér og sigruðu að lokum með fimm mörkum, 33-28.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: ÍBV-Donbas 45-20 | Stór, stórsigur Eyjamanna gegn Donbas

ÍBV tók á móti Donbas í 2. umferð EHF European Cup í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag. Eyjamenn unnu góðan sigur í gær og voru fyrir leik dagsins svo gott sem komnir með annan fótinn inn í 3. umferðina. Leikurinn í dag var eins og góð æfing fyrir Eyjaliðið sem vann með tuttugu og fimm mörkum, 45-20.

Handbolti
Fréttamynd

Óðinn Þór og Oddur með stórleiki

Óðinn Þór Ríkharðsson átti stórleik þegar Kadetten Schaffhausen vann Bern í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Sömu sögu er að segja af Oddi Gretarssyni í þýsku B-deildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Haukar í basli eftir tap á Kýpur

Handknattleikslið Hauka tapaði með fjögurra marka mun fyrir Anorthosis frá Kýpur í 2. umferð EHF Evrópubikarkeppninnar í handbolta í dag, lokatölur 26-22 heimamönnum í vil. Liðin mætast aftur í Kýpur á morgun og þurfa Haukar að vinna með fimma marka mun til að komast áfram.

Handbolti
Fréttamynd

„Allt sem við spiluðum sóknarlega gekk upp“

Ísland vann átta marka sigur á Ísrael 34-26 í forkeppni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta 2023. Sandra Erlingsdóttir fór á kostum og gerði ellefu mörk og var afar ángæð með sigurinn í viðtali eftir leik.

Handbolti
Fréttamynd

„Passa sig á að sofna ekki á verðinum“

„Ótrúlega gott að fá svona marga leiki svo við getum spilað okkur saman. Bætt okkur í okkar veikleikum og því sem er gott,“ sagði landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir um verkefni íslenska kvennalandsliðsins en eftir tvo leiki í Færeyjum um síðustu helgi þá mætir liðið Ísrael hér heima í undankeppni HM 2023 bæði á laugardag og sunnudag.

Handbolti
Fréttamynd

Ókeypis á leikina við Ísrael um helgina

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur afar mikilvæga leiki við Ísrael um helgina á Ásvöllum í Hafnarfirði. Stefnt er á að fylla höllina og er aðgangur ókeypis í boði Arion banka.

Handbolti
Fréttamynd

Stiven hló eftir stysta viðtal sögunnar

Valsarinn Stiven Valencia var fenginn í viðtal eftir sigurinn góða gegn Benidorm í Evrópudeildinni í handbolta í gærkvöld en þurfti ekki að verja löngum tíma fyrir framan míkrafóninn.

Handbolti
Fréttamynd

„Þurftum að hafa fyrir hverju einasta marki“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var eðlilega ánægður með leik sinna manna eftir þriggja marka sigur liðsins gegn Benidorm í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 29-32. Valsmenn hafa nú unnið báða leiki sína í riðlakeppninni og eru með fullt hús stiga.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Benidorm - Valur 29-32 | Valur með fullt hús

Valur vann ótrúlegan sigur á Benidorm á Spáni 29-32. Valur var leiðandi allan leikinn og lenti aldrei undir. Staðan var jöfn í hálfleik 12-12. Valur komst mest fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik en heimamenn komu til baka og voru lokamínúturnar afar spennandi. Arnór Snær Óskarsson gerði útslagið í brakinu þar sem hann gerði síðustu tvö mörk leiksins og Valur vann þriggja marka sigur 29-32.

Handbolti
Fréttamynd

„Varnarleikurinn leggur grunninn að þessu“

„Ég er virkilega sáttur að hafa unnið hérna í kvöld. Það er góð fyrsta tilfinning og á erfiðum útivelli. ÍR-ingar eru búnir að vera spila vel svo að við áttum von á hörkuleik. Þetta var þægilegra í seinni hálfleik, það var smá bras í fyrri,“ sagði Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, sáttur eftir níu marka sigur á ÍR í Olís-deild karla í kvöld, lokatölur 26-35. 

Handbolti