Óðinn Þór skorðai níu mörk og var markahæstur í liði Kadetten sem vann fimm marka sigur á Bern, lokatölur 37-32. Var þetta 11. sigur liðsins í fyrstu 13 leikjum tímabilsins en Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari liðsins.
Oddur skoraði 11 mörk í fimm marka sigri Balingen á Nordhorn í þýsku B-deildinni, lokatölur 29-24. Sex marka Odds komu af vítalínunni. Daníel Þór Ingason skoraði eitt mark í liði Balingen.
Þá skoraði Sveinn Andri Sveinsson þrjú mörk í tapi Empor Rostock fyrir Eisenach, lokatölur 31-23 Eisenach í vil. Hafþór Vignisson skoraði eitt mark í liði Rostock.