Stéttarfélög Ákveðinn hópur útskúfaður og ljóst hverjir eiga að halda starfi sínu Starfsmenn Eflingar eru enn í miklu áfalli eftir að þeim var öllum sagt upp í byrjun vikunnar. Auglýst var eftir nýju starfsfólki í morgun og starfsmönnum hent út af innri vef félagsins í gærkvöldi. Trúnaðarmaður félagsmanna VR í Eflingu gagnrýnir framkomu stjórnar harðlega og skiptar skoðanir voru meðal stjórnarmeðlima VR á aukafundi um málið í morgun. Innlent 16.4.2022 20:00 Stjórn VR áhyggjufull yfir stöðunni í Eflingu Skiptar skoðanir eru á meðal stjórnarmanna VR um hvernig bregðast eigi við stöðunni sem upp er komin í Eflingu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Stjórnin kom til aukafundar klukkan 14 í dag og útilokar ekki að hittast aftur síðar í kvöld til að álykta um næstu skref. Innlent 16.4.2022 19:04 Efling auglýsir eftir fólki í nær öll störf Stéttarfélagið Efling auglýsir í dag eftir nýju starfsfólki með heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu, eftir umdeilda hópuppsögn í byrjun viku. Líkt og fram hefur komið sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, upp öllu starfsfólki. Innlent 16.4.2022 10:47 Horfa þurfi á hópuppsögn Eflingar í stærra samhengi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, segir að hópuppsögn starfsmanna Eflingar hafi komið sér á óvart og slíkar aðgerðir séu ávallt áhyggjuefni. Þó beri að horfa á ákvörðunina í samhengi við þau langvarandi átök sem hafi ríkt innan Eflingar. Innlent 15.4.2022 18:32 Ókeypis lögfræðiaðstoð fyrir starfsfólk Eflingar: „Réttlætiskennd minni er bara algjörlega misboðið“ Lögfræðingur hyggst bjóða fría lögfræðiaðstoð fyrir starfsfólk Eflingar sem sagt var upp í hópuppsögn í vikunni. Hún segir að réttlætiskennd sinni sé misboðið og að það skjóti skökku við að stéttarfélag grípi til umræddra aðgerða gegn starfsmönnum sínum. Innlent 15.4.2022 11:00 Mun hafa áhrif langt út á vinnumarkaðinn Eftirlitsmaður hjá Alþýðusambandinu segir hópuppsögn hjá Eflingu fordæmalausa og að hún muni hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Formaður Eflingar segir nóg komið af því að lítið sé gert úr forystu félagsins. Innlent 14.4.2022 18:54 „Gífurleg afglöp“ hjá stjórn Eflingar Fyrrverandi stjórnarmaður í Eflingu segir það gífurleg afglöp að segja upp öllu starfsfólki skrifstofunnar. Stjórn félagsins sé klofin og nú sé til umræðu að kalla saman félagsfund til að kjósa hana frá. Innlent 14.4.2022 15:54 Ofaldir kálfar kjarabaráttunnar Mikið hefur verið fullyrt um laun hjá starfsmönnum stéttarfélaga í fjölmiðlum og almennri umræðu undanfarið. Slegið hefur verið fram ýmsum tölum og í sumum tilfellum haldið fram að starfsmenn stéttarfélaga séu jafnvel með rúmlega tvöföld lágmarkslaun og slagi jafnvel í laun upp 800-900 þúsund krónur. Skoðun 14.4.2022 12:31 Búið sé að gengisfella tíu ára starf fyrir egó Sólveigar Önnu Trúnaðarmaður starfsfólks Eflingar segir að Sólveig Anna sé búin að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. Innlent 13.4.2022 20:51 Vilhjálmur tekur upp hanskann fyrir Sólveigu Mikil umræða hefur farið fram um hópuppsögn alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar og hefur aðgerðin víða verið harðlega gagnrýnd. Formaður Starfsgreinasambandsins, hefur nú stigið fram og tekið upp hanskann fyrir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og segist treysta því að vel verði staðið að hópuppsögninni. Innlent 13.4.2022 18:41 Agnieszku sagt upp og segist hún telja Sólveigu í hefndarhug Agnieszku Ewu Ziółkowsku, varaformanni Eflingar, barst í gærkvöldi uppsagnarbréf frá stjórn Eflingu. Hún segist óviss hvað þetta þýði, enda hafi hún verið lýðræðislega kjörin af félagsmönnum, ekki ráðin eftir auglýsingu. Innlent 13.4.2022 15:39 Trúnaðarmenn segja fullyrðingar Sólveigar Önnu með öllu rangar Trúnaðarmenn starfsmanna Eflingar segja að fullyrðingar Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns félagsins um að samkomulag hafi náðst um framkvæmd hópuppsagnar með öllu rangar. Þeir segja hana sömuleiðis ekki hafa setið samráðsfundi með trúnaðarmönnum áður en hópuppsagnir voru tilkynntar. Innlent 13.4.2022 15:21 ASÍ-UNG segir uppsagnirnar lagalega tæpar Samtök ungs launafólks innan Alþýðusambands Íslands segja hópuppsögn innan Eflingar standa á mjög tæpum lagalegum grundvelli og stangast alfarið við þau siðferðislegu gildi sem þau vilji tileinka sér. Innlent 13.4.2022 13:57 Kom ekki til greina að hætta við uppsagnirnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ekki hafi komið til umræðu að hætta við uppsagnir alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar, þegar unnið var að samkomulagi við trúnaðarmenn starfsfólks. Fráleitt sé að halda því fram að réttindi starfsfólksins verði ekki virt. Innlent 13.4.2022 12:08 Starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar sakar stjórnina um hræsni „Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“ Innlent 13.4.2022 10:25 Starfsmenn megi fara í atvinnuviðtöl á vinnutíma Meirihluti stjórnar Eflingar, B-listinn, segir að samkomulag hafi náðst við trúnaðarmenn starfsfólks skrifstofu Eflingar um framkvæmd á skipulagsbreytingum á vinnustaðnum. Innlent 13.4.2022 09:55 Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. Innlent 12.4.2022 22:00 Gagnrýni Drífu „í takt við þá stéttahollustu“ sem hún vilji sýna Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér þyki ekki óeðlilegt að ráðast í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins með hópuppsögnum. Hún fordæmir þá gagnrýni sem aðrir verkalýðsforingjar hafa sett fram. Innlent 12.4.2022 15:18 Blaða- og fréttamenn ræða sameiningu Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna á ríkisútvarpinu eiga í óformlegum viðræðum um mögulega sameiningu. Stjórn BÍ segir að sameining muni efna samstöðu innan stéttarinnar og faglegt starf félagsins. Innlent 12.4.2022 15:16 Sólveig Anna sakar Drífu um að ráðast á láglaunafólk Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem orðum Drífu Snædal forseta ASÍ er mótmælt hástöfum. Svo virðist sem brotist hafi út stríð innan verkalýðshreyfingarinnar. Innlent 12.4.2022 13:11 Friðrik segir uppsagnir hjá Eflingu vekja óhug Eftir að stjórn Eflingar greip til hópuppsagna á skrifstofum sínum leikur allt á reiðiskjálfi innan verkalýðshreyfingarinnar en þar hefur reyndar verið mikil ólga að undanförnu. Innlent 12.4.2022 12:21 „Ekki leyfilegt að vera með hópuppsagnir af því bara“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það hafa komið sér verulega á óvart að stjórn Eflingar hafi ákveðið á fundi í gær að öllu starfsfólki stéttafélagsins yrði sagt upp störfum. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýkjörins formanns Eflingar, þess efnis var samþykkt á stjórnarfundi í gær. Innlent 12.4.2022 11:48 Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. Innlent 12.4.2022 09:23 Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. Innlent 11.4.2022 21:36 Kosið um forystu í Félagi framhaldsskólakennara Í fyrstu viku maímánaðar fara fram kosningar í Félagi framhaldsskólakennara. Tveir eru í framboði til formanns og alls bjóða sig 13 manns fram til setu í stjórn félagsins. Skoðun 8.4.2022 14:30 Hver fékk bankann okkar gefins? Í síðustu viku var fimmtungur í Íslandsbanka seldur á undirverði. Okkar sameiginlegu eigur voru seldar með verulegum afslætti til einhverra sem við vitum ekki hver eru. Við þekkjum þetta handrit allt of vel, þar sem hugmyndafræði frjálshyggjunnar ræður för. Það er talið knýjandi að losa sig við almannaeignir og röksemdirnar eru einfaldlega: af því bara. Skoðun 1.4.2022 22:30 Sitjandi formaður misnoti sjóði félaga í persónulegum hefndarleiðangri Fyrrverandi framkvæmdarstjóri Eflingar sakar sitjandi formann félagsins um að misnota sjóði félaga Eflingar persónulegum hefndarleiðangri gegn sér og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Innlent 1.4.2022 19:06 Hækka félagsgjald til að efla vinnudeilusjóð Sameykis Félagsfólk Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu samþykkti á aðalfundi í gær að hækka félagsgjald í þeim tilgangi að efla vinnudeilusjóð félagsins. Tillagan var samþykkt með miklum meirihluta. Innlent 1.4.2022 18:01 Viðar telur Odd lögmann Agnieszku hafa brotið siðareglur Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, sakar Odd Ástráðsson lögmann um að hafa gengið á svig við siðareglur lögmanna. Oddur hefur haft með höndum lögfræðilega úttekt á starfi kynningardeildar Eflingar meðan Viðar var þar framkvæmdastjóri. Innlent 1.4.2022 11:12 Vill að Efling greiði lögmannskostnað vegna úttektar stéttarfélagsins Stjórn Eflingar hyggst láta gera aðra úttekt á störfum Viðars Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra stéttarfélagsins. Úttektin varðar greiðslur til vefhönnunarstofuna Sigurs en Viðar segir fráfarandi formann Eflingar reyna að gera störf hans tortryggileg. Hann óskar eftir því að fá að sitja við sama borð og fráfarandi formaður og spyr hvort stéttarfélagið geti séð sóma sinn í því að greiða honum lögmannskostnað. Innlent 31.3.2022 18:39 « ‹ 19 20 21 22 23 24 25 26 … 26 ›
Ákveðinn hópur útskúfaður og ljóst hverjir eiga að halda starfi sínu Starfsmenn Eflingar eru enn í miklu áfalli eftir að þeim var öllum sagt upp í byrjun vikunnar. Auglýst var eftir nýju starfsfólki í morgun og starfsmönnum hent út af innri vef félagsins í gærkvöldi. Trúnaðarmaður félagsmanna VR í Eflingu gagnrýnir framkomu stjórnar harðlega og skiptar skoðanir voru meðal stjórnarmeðlima VR á aukafundi um málið í morgun. Innlent 16.4.2022 20:00
Stjórn VR áhyggjufull yfir stöðunni í Eflingu Skiptar skoðanir eru á meðal stjórnarmanna VR um hvernig bregðast eigi við stöðunni sem upp er komin í Eflingu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Stjórnin kom til aukafundar klukkan 14 í dag og útilokar ekki að hittast aftur síðar í kvöld til að álykta um næstu skref. Innlent 16.4.2022 19:04
Efling auglýsir eftir fólki í nær öll störf Stéttarfélagið Efling auglýsir í dag eftir nýju starfsfólki með heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu, eftir umdeilda hópuppsögn í byrjun viku. Líkt og fram hefur komið sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, upp öllu starfsfólki. Innlent 16.4.2022 10:47
Horfa þurfi á hópuppsögn Eflingar í stærra samhengi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, segir að hópuppsögn starfsmanna Eflingar hafi komið sér á óvart og slíkar aðgerðir séu ávallt áhyggjuefni. Þó beri að horfa á ákvörðunina í samhengi við þau langvarandi átök sem hafi ríkt innan Eflingar. Innlent 15.4.2022 18:32
Ókeypis lögfræðiaðstoð fyrir starfsfólk Eflingar: „Réttlætiskennd minni er bara algjörlega misboðið“ Lögfræðingur hyggst bjóða fría lögfræðiaðstoð fyrir starfsfólk Eflingar sem sagt var upp í hópuppsögn í vikunni. Hún segir að réttlætiskennd sinni sé misboðið og að það skjóti skökku við að stéttarfélag grípi til umræddra aðgerða gegn starfsmönnum sínum. Innlent 15.4.2022 11:00
Mun hafa áhrif langt út á vinnumarkaðinn Eftirlitsmaður hjá Alþýðusambandinu segir hópuppsögn hjá Eflingu fordæmalausa og að hún muni hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Formaður Eflingar segir nóg komið af því að lítið sé gert úr forystu félagsins. Innlent 14.4.2022 18:54
„Gífurleg afglöp“ hjá stjórn Eflingar Fyrrverandi stjórnarmaður í Eflingu segir það gífurleg afglöp að segja upp öllu starfsfólki skrifstofunnar. Stjórn félagsins sé klofin og nú sé til umræðu að kalla saman félagsfund til að kjósa hana frá. Innlent 14.4.2022 15:54
Ofaldir kálfar kjarabaráttunnar Mikið hefur verið fullyrt um laun hjá starfsmönnum stéttarfélaga í fjölmiðlum og almennri umræðu undanfarið. Slegið hefur verið fram ýmsum tölum og í sumum tilfellum haldið fram að starfsmenn stéttarfélaga séu jafnvel með rúmlega tvöföld lágmarkslaun og slagi jafnvel í laun upp 800-900 þúsund krónur. Skoðun 14.4.2022 12:31
Búið sé að gengisfella tíu ára starf fyrir egó Sólveigar Önnu Trúnaðarmaður starfsfólks Eflingar segir að Sólveig Anna sé búin að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. Innlent 13.4.2022 20:51
Vilhjálmur tekur upp hanskann fyrir Sólveigu Mikil umræða hefur farið fram um hópuppsögn alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar og hefur aðgerðin víða verið harðlega gagnrýnd. Formaður Starfsgreinasambandsins, hefur nú stigið fram og tekið upp hanskann fyrir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og segist treysta því að vel verði staðið að hópuppsögninni. Innlent 13.4.2022 18:41
Agnieszku sagt upp og segist hún telja Sólveigu í hefndarhug Agnieszku Ewu Ziółkowsku, varaformanni Eflingar, barst í gærkvöldi uppsagnarbréf frá stjórn Eflingu. Hún segist óviss hvað þetta þýði, enda hafi hún verið lýðræðislega kjörin af félagsmönnum, ekki ráðin eftir auglýsingu. Innlent 13.4.2022 15:39
Trúnaðarmenn segja fullyrðingar Sólveigar Önnu með öllu rangar Trúnaðarmenn starfsmanna Eflingar segja að fullyrðingar Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns félagsins um að samkomulag hafi náðst um framkvæmd hópuppsagnar með öllu rangar. Þeir segja hana sömuleiðis ekki hafa setið samráðsfundi með trúnaðarmönnum áður en hópuppsagnir voru tilkynntar. Innlent 13.4.2022 15:21
ASÍ-UNG segir uppsagnirnar lagalega tæpar Samtök ungs launafólks innan Alþýðusambands Íslands segja hópuppsögn innan Eflingar standa á mjög tæpum lagalegum grundvelli og stangast alfarið við þau siðferðislegu gildi sem þau vilji tileinka sér. Innlent 13.4.2022 13:57
Kom ekki til greina að hætta við uppsagnirnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ekki hafi komið til umræðu að hætta við uppsagnir alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar, þegar unnið var að samkomulagi við trúnaðarmenn starfsfólks. Fráleitt sé að halda því fram að réttindi starfsfólksins verði ekki virt. Innlent 13.4.2022 12:08
Starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar sakar stjórnina um hræsni „Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“ Innlent 13.4.2022 10:25
Starfsmenn megi fara í atvinnuviðtöl á vinnutíma Meirihluti stjórnar Eflingar, B-listinn, segir að samkomulag hafi náðst við trúnaðarmenn starfsfólks skrifstofu Eflingar um framkvæmd á skipulagsbreytingum á vinnustaðnum. Innlent 13.4.2022 09:55
Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. Innlent 12.4.2022 22:00
Gagnrýni Drífu „í takt við þá stéttahollustu“ sem hún vilji sýna Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér þyki ekki óeðlilegt að ráðast í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins með hópuppsögnum. Hún fordæmir þá gagnrýni sem aðrir verkalýðsforingjar hafa sett fram. Innlent 12.4.2022 15:18
Blaða- og fréttamenn ræða sameiningu Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna á ríkisútvarpinu eiga í óformlegum viðræðum um mögulega sameiningu. Stjórn BÍ segir að sameining muni efna samstöðu innan stéttarinnar og faglegt starf félagsins. Innlent 12.4.2022 15:16
Sólveig Anna sakar Drífu um að ráðast á láglaunafólk Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem orðum Drífu Snædal forseta ASÍ er mótmælt hástöfum. Svo virðist sem brotist hafi út stríð innan verkalýðshreyfingarinnar. Innlent 12.4.2022 13:11
Friðrik segir uppsagnir hjá Eflingu vekja óhug Eftir að stjórn Eflingar greip til hópuppsagna á skrifstofum sínum leikur allt á reiðiskjálfi innan verkalýðshreyfingarinnar en þar hefur reyndar verið mikil ólga að undanförnu. Innlent 12.4.2022 12:21
„Ekki leyfilegt að vera með hópuppsagnir af því bara“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það hafa komið sér verulega á óvart að stjórn Eflingar hafi ákveðið á fundi í gær að öllu starfsfólki stéttafélagsins yrði sagt upp störfum. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýkjörins formanns Eflingar, þess efnis var samþykkt á stjórnarfundi í gær. Innlent 12.4.2022 11:48
Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. Innlent 12.4.2022 09:23
Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. Innlent 11.4.2022 21:36
Kosið um forystu í Félagi framhaldsskólakennara Í fyrstu viku maímánaðar fara fram kosningar í Félagi framhaldsskólakennara. Tveir eru í framboði til formanns og alls bjóða sig 13 manns fram til setu í stjórn félagsins. Skoðun 8.4.2022 14:30
Hver fékk bankann okkar gefins? Í síðustu viku var fimmtungur í Íslandsbanka seldur á undirverði. Okkar sameiginlegu eigur voru seldar með verulegum afslætti til einhverra sem við vitum ekki hver eru. Við þekkjum þetta handrit allt of vel, þar sem hugmyndafræði frjálshyggjunnar ræður för. Það er talið knýjandi að losa sig við almannaeignir og röksemdirnar eru einfaldlega: af því bara. Skoðun 1.4.2022 22:30
Sitjandi formaður misnoti sjóði félaga í persónulegum hefndarleiðangri Fyrrverandi framkvæmdarstjóri Eflingar sakar sitjandi formann félagsins um að misnota sjóði félaga Eflingar persónulegum hefndarleiðangri gegn sér og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Innlent 1.4.2022 19:06
Hækka félagsgjald til að efla vinnudeilusjóð Sameykis Félagsfólk Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu samþykkti á aðalfundi í gær að hækka félagsgjald í þeim tilgangi að efla vinnudeilusjóð félagsins. Tillagan var samþykkt með miklum meirihluta. Innlent 1.4.2022 18:01
Viðar telur Odd lögmann Agnieszku hafa brotið siðareglur Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, sakar Odd Ástráðsson lögmann um að hafa gengið á svig við siðareglur lögmanna. Oddur hefur haft með höndum lögfræðilega úttekt á starfi kynningardeildar Eflingar meðan Viðar var þar framkvæmdastjóri. Innlent 1.4.2022 11:12
Vill að Efling greiði lögmannskostnað vegna úttektar stéttarfélagsins Stjórn Eflingar hyggst láta gera aðra úttekt á störfum Viðars Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra stéttarfélagsins. Úttektin varðar greiðslur til vefhönnunarstofuna Sigurs en Viðar segir fráfarandi formann Eflingar reyna að gera störf hans tortryggileg. Hann óskar eftir því að fá að sitja við sama borð og fráfarandi formaður og spyr hvort stéttarfélagið geti séð sóma sinn í því að greiða honum lögmannskostnað. Innlent 31.3.2022 18:39