Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. október 2022 15:04 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Ragnar Þór staðfesti í samtali við fréttastofu að hann hafi dregið framboð sitt til forseta til baka. Sólveig Anna og Vilhjálmur eru bandamenn Ragnars Þórs og buðu sig fram til fyrsta og þriðja forseta Alþýðusambandsins. Viðtöl við þau má nálgast í Vaktinni hér að neðan. Þau íhuga nú úrsögn stéttarfélaga sinna úr Alþýðusambandinu en í samtali við fréttastofu segir Sólveig að úrsögn verði rædd á stærri vettvangi innan félaganna. Ragnar Þór og Sólveig Anna hafa ítrekað viðrað þá hugmynd að ganga úr ASÍ og kallað sambandið barn síns tíma. Ólöf Helga Adolfsdóttir er sem stendur ein í framboði til forseta ASÍ. Hún sagðist hissa á því að Ragnar Þór hafi dregið framboð sitt til baka.vísir/skjáskot Aðalþingið hófst í gær á Nordica og til stendur að kjósa í embætti á morgun. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hafði boðið sig fram á móti Ragnari Þór til forseta ASÍ. Nú lítur allt út fyrir að hún verði forseti ASÍ, nema aðrir bjóði sig fram í dag eða á morgun. Fylgst var með öllum vendingum í vaktinni hér að neðan en fréttamaður okkar, Óttar Kolbeinsson Proppé tók viðtöl við frambjóðendur. Hann fjallar nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Ragnar Þór staðfesti í samtali við fréttastofu að hann hafi dregið framboð sitt til forseta til baka. Sólveig Anna og Vilhjálmur eru bandamenn Ragnars Þórs og buðu sig fram til fyrsta og þriðja forseta Alþýðusambandsins. Viðtöl við þau má nálgast í Vaktinni hér að neðan. Þau íhuga nú úrsögn stéttarfélaga sinna úr Alþýðusambandinu en í samtali við fréttastofu segir Sólveig að úrsögn verði rædd á stærri vettvangi innan félaganna. Ragnar Þór og Sólveig Anna hafa ítrekað viðrað þá hugmynd að ganga úr ASÍ og kallað sambandið barn síns tíma. Ólöf Helga Adolfsdóttir er sem stendur ein í framboði til forseta ASÍ. Hún sagðist hissa á því að Ragnar Þór hafi dregið framboð sitt til baka.vísir/skjáskot Aðalþingið hófst í gær á Nordica og til stendur að kjósa í embætti á morgun. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hafði boðið sig fram á móti Ragnari Þór til forseta ASÍ. Nú lítur allt út fyrir að hún verði forseti ASÍ, nema aðrir bjóði sig fram í dag eða á morgun. Fylgst var með öllum vendingum í vaktinni hér að neðan en fréttamaður okkar, Óttar Kolbeinsson Proppé tók viðtöl við frambjóðendur. Hann fjallar nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira