![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)
Handboltamaðurinn Andri Heimir Friðriksson gagnrýnir það að Valsmaðurinn Stiven Tobar Valencia skyldi vera valinn í landsliðið í gær á meðan að Ísland eigi hornamenn í mun sterkari deildum en Olís-deildinni.
Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson telur að stjórn HSÍ hafi ekki ætlað sér að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi landsliðsþjálfara en að þrýstingur frá leikmönnum hafi leitt til brotthvarfs hans.
Guðmundur Guðmundsson er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta staðfesti HSÍ í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að um sameiginlega ákvörðun beggja aðila sé að ræða. Aðeins hálfur mánuður er í næstu landsleiki.
Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, hefur valið tuttugu leikmenn til æfinga fyrir tvo leiki við B-landslið Noregs sem fara fram á Ásvöllum í Hafnarfirði í byrjun mars.
Snorri Steinn Guðjónsson segir nauðsynlegt að hlutirnir í kringum handknattleikslandsliðið séu krufðir með gagnrýnum augum. Hann var hissa á umræðunni fyrir mót og sér fyrir sér að taka við landsliðinu einn daginn. Þetta kemur fram í viðtali við Snorra í Handkastinu.
Króatía olli vonbrigðum á HM karla í handbolta í janúar með því að enda í 9. sæti og nú hefur nýr landsliðsþjálfari verið kynntur til sögunnar.
Daninn Mathias Gidsel varð markakóngur og mikilvægasti leikmaður heimsmeistaramótsins í handbolta.
Niklas Landin, markvörður og fyrirliði Danmerkur í handbolta, var fljótur að hugsa þegar hann sá að Hassan Moustafa, forseti alþjóða handboltasambandsins, ætti ekki möguleika á að lofta heimsmeistarabikarnum til að rétta Landin hann.
Arnór Atlason vill ekki ganga svo langt að segja að íslenska landsliðið sé að gera eitthvað vitlaust og hann er sannfærður um að íslensku strákarnir munu horfa inn á við og gera betur á næstu árum en þeir gerðum á heimsmeistaramótinu í handbolta í ár.
Simon Pytlick, ein af hetjum danska handboltalandsliðsins á HM, var ekki í sínu besta ástandi þegar hann fagnaði heimsmeistaratitlinum á ráðhústorginu í Kaupmannahöfn ásamt félögum sínum. En glaður var hann.
Áhugavert verður að sjá hvort Danir geti viðhaldið árangri sínum í handbolta þegar reynsluboltar liðsins hætta. Þetta segir Arnór Atlason, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi aðstoðarþjálfari stórliðs Álaborgar í Danmörku. Danska landsliðið varð heimsmeistari þriðja skiptið í röð með sigri á Frakklandi í gær, sunnudag.
Rasmus Lauge átti stórkostlegan leik þegar Danir tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í handbolta í gær en þessi frammistaða hans komu heldur betur úr óvæntri átt.
Dananum Mathias Gidsel var slétt sama þótt hann hafi orðið markakóngur heimsmeistaramótsins í handbolta 2023.
Henrik Møllgaard, varnarjaxl danska handboltalandsliðsins, gat ekki fagnað heimsmeistaratitlinum almennilega með félögum sínum því hann þurfti að fara í lyfjapróf eftir úrslitaleik HM í gær.
Danir urðu heimsmeistarar þriðja sinn í röð eftir sigur á Frökkum, 29-34, í Tele 2 höllinni í Stokkhólmi í kvöld. Danmörk er fyrsta þjóðin sem verður heimsmeistari þrisvar sinnum í röð.
Spánn hafnar í þriðja sæti á heimsmeistaramótinu í handbolta eftir nokkuð öruggan sigur á Svíum í Stokkhólmi í dag.
Egyptar hafna í sjöunda sæti heimsmeistaramótsins í handbolta eftir að hafa lagt Ungverjaland að velli í dag í spennandi leik.
Þýskaland vann Noreg í leiknum um 5. sætið á HM í handbolta, lokatölur 28-24.
Það verða Frakkland og Danmörk sem mætast í úrslitum HM í handbolta á sunnudaginn kemur. Frakkar unnu Svía með fimm marka mun nú í kvöld, lokatölur 31-26.
Það verða Norðmenn sem mæta Þjóðverjum í leiknum um 5. sætið á HM í handbolta. Noregur vann Ungverjaland með 8 marka mun nú rétt í þessu, lokatölur 33-25.
Danmörk lagði Spán í undanúrslitum HM í handbolta. Danir, sem eru ríkjandi heimsmeistarar, geta þannig varið titil sinn þegar þeir mæta Frökkum eða Svíum í úrslitum á sunnudag.
Alfreð Gíslason stýrði Þýskalandi til sigurs í framlengdum leik gegn Egyptalandi á HM í handbolta í dag, 35-34. Þar með er ljóst að Þjóðverjar spila við sigurliðið úr leik Noregs og Ungverjalands um 5. sæti mótsins.
Sænski landsliðsþjálfarinn Glenn Solberg ætlar ekki að hafa fyrirliðann Jim Gottfridsson með sér á bekknum í undanúrslitaleiknum á móti Frökkum á HM í handbolta í kvöld.
Í kvöld fara fram undanúrslitin á heimsmeistaramótinu í handbolta þar sem bjartsýnustu spámenn spáðu að íslenska handboltalandsliðið myndi spila.
Bruno Martini, fyrrverandi markvörður franska handboltalandsliðsins, hefur verið dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir barnaníð. Nikola Karabatic segir það vissulega hafa verið áfall fyrir leikmenn landsliðsins að heyra þær fréttir, á miðju heimsmeistaramóti.
Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta eiga ekki að vera undanskildir gagnrýni vegna framgöngu liðsins á HM í Svíþjóð og Póllandi. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari Fram.
Jim Gottfridsson, aðalstjarna Svía og besti leikmaður EM í fyrra, spilar ekki meira á heimsmeistaramótinu í handbolta eftir að hafa meiðst í sigrinum gegn Egyptalandi í gær.
Björgvin Páll Gústavsson skrifar pistil á Facebook þar sem hann svarar gagnrýninni sem handknattleikslandsliðið hefur fengið eftir heimsmeistaramótið. Hann segir hluta gagnrýninnar ekki standast skoðun.
Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands, óskaði Frökkum til hamingju með sigurinn í 8-liða úrslitum HM í gær en benti á hve ósanngjörn dagskrá mótsins, sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð, væri. Það bitnaði á Þjóðverjum.
Alls vilja 35% lesenda Vísis að Guðmundur Guðmundsson verði áfram landsliðsþjálfari karla í handbolta. Guðmundur hlaut flest atkvæði í könnun sem alls 10.839 manns tóku þátt í.