Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2025 21:40 Rússar hafa gert umfangsmiklar drónaárásir á Úkraínu undanfarnar nætur. AP/Efrem Lukatsky Bandarískir og rússneskir erindrekar luku í kvöld fundi um mögulegt vopnahlé á Svartahafi milli Rússa og Úkraínumanna. Ráðamenn í Bandaríkjunum vonast til þess að viðræðurnar geti leitt til frekari viðræðna um frið í Úkraínu. Rússneskir ráðamenn eru sagðir vilja draga viðræðurnar á langinn. Á meðan á fundinum stóð í Sádi-Arabíu, þar sem úkraínsk sendinefnd hefur einnig átt í viðræðum við Bandaríkjamenn, skutu Rússar öflugri skotflaug að skóla og sjúkrahúsi í Súmí í Úkraínu. Að minnsta kosti 74 særðust í árásinni. Sjö létu lífið í drónaárásum síðust nætur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir að í stað þess að senda út innihaldslausar yfirlýsingar um frið þurfi Rússar að hætta árásum á óbreytta borgara í Úkraínu. Moscow speaks of peace while carrying out brutal strikes on densely populated residential areas in major Ukrainian cities.A few hours ago, another horrific Russian bombing of Sumy's city center injured dozens civilians, including many children.Instead of making hollow… pic.twitter.com/WLAhFZbDnJ— Andrii Sybiha 🇺🇦 (@andrii_sybiha) March 24, 2025 Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvort fundir dagsins og gærdagsins skiluðu árangri. Heimildarmaður Reuters í Rússlandi segir að til standi að senda út yfirlýsingu á morgun. Þá hafa rússneskir miðlar eftir talsmanni Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, að ekki hafi verið skrifað undir neitt í dag. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist eiga von á frekari upplýsingum um viðræður dagsins. Friður sé nauðsynlegur Úkraínu, Evrópu, Bandaríkjunum og heiminum öllum. Hann þurfi þó að vera varanlegur og eins og staðan er núna segir Selenskí Rússa þá einu sem standa í vegi hans. Hann segir að til að koma á friði þurfi að auka þrýstinginn á Rússa og það með refsiaðgerðum og frekari stuðningi við Úkraínumenn, auk alþjóðlegrar samvinnu. Today, we held meetings focused on diplomatic efforts. I spoke with Rustem Umerov. Yesterday there was a meeting with the U.S. team. Today, U.S. representatives spoke with the war team—that is, with representatives of Russia. After that, another meeting took place between the… pic.twitter.com/ZNNtU86ZLG— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) March 24, 2025 Pútín hafnaði nýverið tillögu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um almennt þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu. Fyrir á að liggja samkomulag um að stöðva árásir á orkuinnviði í Úkraínu og árásir á olíuvinnsluinnviði í Rússlandi. Árásir hafa þó haldið áfram. Sjá einnig: Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Eins og áður segir hafa viðræður síðustu daga snúist um vopnahlé á Svartahafi en tiltölulega lítið hefur gengið þar á að undanförnu. Rússar hafa flutt sín herskip í var og siglingar til og frá Úkraínu eru næstum því jafn tíðar og þær voru fyrir innrás, samkvæmt frétt Reuters. Ráðamenn í Evrópu draga í efa að Pútín hafi áhuga á að láta af kröfum sínum að einhverju leyti. Sjá einnig: Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Meðal þeirra krafna sem ráðamenn í Rússlandi hafa opinberað vegna innrásarinnar í Úkraínu er að fá fjögur héruð Úkraínu, sem þeir stjórna ekki að fullu, auk Krímskaga, að Úkraína afvopnist, fái ekki inngöngu í NATO og jafnvel það að NATO hörfi alfarið frá Austur-Evrópu. Héruðin fjögur eru Luhansk og Dónetsk, sem Rússar stjórna að stórum hluta, og Kherson og Saporisíja, sem Rússar stjórna mun smærri hluta af. Kröfurnar fela í raun í sér uppgjöf Úkraínu og varnarleysi í framtíðinni. Vilja leggja meira undir sig Moscow Times hefur eftir heimildarmönnum sínum innan stjórnsýslu Rússlands að þar á bæ vilji menn draga úr viðræðum og reyna að nota tímann til að leggja undir sig stærri hluta af Úkraínu. Vonast sé til þess að Trump muni ekki reyna að halda aftur af þeim og að hann gæti jafnvel krafist þess að Úkraínumenn hörfi frá þeim héruðum sem Rússar sækjast eftir. Einn heimildarmaður miðilsins sagði Pútín ekki geta látið af því markmiði sínu að stjórna þessum héruðum eftir að hafa gert þau að rússnesku svæði samkvæmt stjórnarskrá ríkisins. Einnig komi til grein að sækja fram annarsstaðar í Úkraínu og reyna að nota það svæði í viðræðum um Kherson og Saporisíja sérstaklega. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Rússland Vladimír Pútín Sádi-Arabía Hernaður Tengdar fréttir Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Fyrir flesta er lítið mál að kveikja ljós, opna hurð og skrúfa frá krana án umhugsunar. Í Týtanóví endurhæfingarmiðstöðinni í höfuðborg Úkraínu er það aftur á móti meðal þess sem hópur særðra hermanna þarf að æfa upp á nýtt. Særðir Úkraínumenn sem vinna að því að ná bata segjast þrá fátt heitar en að stríðinu ljúki og vilja halda áfram að berjast fyrir landið sitt svo lengi sem þess sé þörf. Það sé sárt til þess að hugsa ef samið yrði um falskan frið á forsendum Rússa. 24. mars 2025 21:01 Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Svo virðist sem Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi fyrir mistök bætt blaðamanni inn í spjallhóp þar sem hann, JD Vanve varaforseti, Pete Hegseth varnarmálaráðherra og fleiri töluðu um hvort Bandaríkin ættu að hefja umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen og hvernig. 24. mars 2025 18:53 Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að gera umfangsmiklar breytingar á yfirstjórn herafla Bandaríkjanna. Ein þeirra gæti verið að Bandaríkin afsali sér stjórn á herafla Atlantshafsbandalagsins og þykir það til marks um að mögulega ætli Bandaríkjamanna að draga úr umsvifum sínum innan bandalagsins. 22. mars 2025 14:30 Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Áætlað er að tjón Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu nemi allt að átta hundruð milljörðum dollara. Íslendingur sem leiðir tjónaskrá Evrópuráðsins vegna Úkraínu áætlar að á bilinu fimm til átta milljónir tjónsbeiðna gætu borist frá fólki sem meðal annars hefur misst heimili sín eða ástvini eða sætt pyndingum og kynferðislegu ofbeldi í stríðinu. 21. mars 2025 16:02 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Fleiri fréttir Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Sjá meira
Rússneskir ráðamenn eru sagðir vilja draga viðræðurnar á langinn. Á meðan á fundinum stóð í Sádi-Arabíu, þar sem úkraínsk sendinefnd hefur einnig átt í viðræðum við Bandaríkjamenn, skutu Rússar öflugri skotflaug að skóla og sjúkrahúsi í Súmí í Úkraínu. Að minnsta kosti 74 særðust í árásinni. Sjö létu lífið í drónaárásum síðust nætur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir að í stað þess að senda út innihaldslausar yfirlýsingar um frið þurfi Rússar að hætta árásum á óbreytta borgara í Úkraínu. Moscow speaks of peace while carrying out brutal strikes on densely populated residential areas in major Ukrainian cities.A few hours ago, another horrific Russian bombing of Sumy's city center injured dozens civilians, including many children.Instead of making hollow… pic.twitter.com/WLAhFZbDnJ— Andrii Sybiha 🇺🇦 (@andrii_sybiha) March 24, 2025 Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvort fundir dagsins og gærdagsins skiluðu árangri. Heimildarmaður Reuters í Rússlandi segir að til standi að senda út yfirlýsingu á morgun. Þá hafa rússneskir miðlar eftir talsmanni Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, að ekki hafi verið skrifað undir neitt í dag. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist eiga von á frekari upplýsingum um viðræður dagsins. Friður sé nauðsynlegur Úkraínu, Evrópu, Bandaríkjunum og heiminum öllum. Hann þurfi þó að vera varanlegur og eins og staðan er núna segir Selenskí Rússa þá einu sem standa í vegi hans. Hann segir að til að koma á friði þurfi að auka þrýstinginn á Rússa og það með refsiaðgerðum og frekari stuðningi við Úkraínumenn, auk alþjóðlegrar samvinnu. Today, we held meetings focused on diplomatic efforts. I spoke with Rustem Umerov. Yesterday there was a meeting with the U.S. team. Today, U.S. representatives spoke with the war team—that is, with representatives of Russia. After that, another meeting took place between the… pic.twitter.com/ZNNtU86ZLG— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) March 24, 2025 Pútín hafnaði nýverið tillögu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um almennt þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu. Fyrir á að liggja samkomulag um að stöðva árásir á orkuinnviði í Úkraínu og árásir á olíuvinnsluinnviði í Rússlandi. Árásir hafa þó haldið áfram. Sjá einnig: Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Eins og áður segir hafa viðræður síðustu daga snúist um vopnahlé á Svartahafi en tiltölulega lítið hefur gengið þar á að undanförnu. Rússar hafa flutt sín herskip í var og siglingar til og frá Úkraínu eru næstum því jafn tíðar og þær voru fyrir innrás, samkvæmt frétt Reuters. Ráðamenn í Evrópu draga í efa að Pútín hafi áhuga á að láta af kröfum sínum að einhverju leyti. Sjá einnig: Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Meðal þeirra krafna sem ráðamenn í Rússlandi hafa opinberað vegna innrásarinnar í Úkraínu er að fá fjögur héruð Úkraínu, sem þeir stjórna ekki að fullu, auk Krímskaga, að Úkraína afvopnist, fái ekki inngöngu í NATO og jafnvel það að NATO hörfi alfarið frá Austur-Evrópu. Héruðin fjögur eru Luhansk og Dónetsk, sem Rússar stjórna að stórum hluta, og Kherson og Saporisíja, sem Rússar stjórna mun smærri hluta af. Kröfurnar fela í raun í sér uppgjöf Úkraínu og varnarleysi í framtíðinni. Vilja leggja meira undir sig Moscow Times hefur eftir heimildarmönnum sínum innan stjórnsýslu Rússlands að þar á bæ vilji menn draga úr viðræðum og reyna að nota tímann til að leggja undir sig stærri hluta af Úkraínu. Vonast sé til þess að Trump muni ekki reyna að halda aftur af þeim og að hann gæti jafnvel krafist þess að Úkraínumenn hörfi frá þeim héruðum sem Rússar sækjast eftir. Einn heimildarmaður miðilsins sagði Pútín ekki geta látið af því markmiði sínu að stjórna þessum héruðum eftir að hafa gert þau að rússnesku svæði samkvæmt stjórnarskrá ríkisins. Einnig komi til grein að sækja fram annarsstaðar í Úkraínu og reyna að nota það svæði í viðræðum um Kherson og Saporisíja sérstaklega.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Rússland Vladimír Pútín Sádi-Arabía Hernaður Tengdar fréttir Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Fyrir flesta er lítið mál að kveikja ljós, opna hurð og skrúfa frá krana án umhugsunar. Í Týtanóví endurhæfingarmiðstöðinni í höfuðborg Úkraínu er það aftur á móti meðal þess sem hópur særðra hermanna þarf að æfa upp á nýtt. Særðir Úkraínumenn sem vinna að því að ná bata segjast þrá fátt heitar en að stríðinu ljúki og vilja halda áfram að berjast fyrir landið sitt svo lengi sem þess sé þörf. Það sé sárt til þess að hugsa ef samið yrði um falskan frið á forsendum Rússa. 24. mars 2025 21:01 Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Svo virðist sem Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi fyrir mistök bætt blaðamanni inn í spjallhóp þar sem hann, JD Vanve varaforseti, Pete Hegseth varnarmálaráðherra og fleiri töluðu um hvort Bandaríkin ættu að hefja umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen og hvernig. 24. mars 2025 18:53 Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að gera umfangsmiklar breytingar á yfirstjórn herafla Bandaríkjanna. Ein þeirra gæti verið að Bandaríkin afsali sér stjórn á herafla Atlantshafsbandalagsins og þykir það til marks um að mögulega ætli Bandaríkjamanna að draga úr umsvifum sínum innan bandalagsins. 22. mars 2025 14:30 Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Áætlað er að tjón Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu nemi allt að átta hundruð milljörðum dollara. Íslendingur sem leiðir tjónaskrá Evrópuráðsins vegna Úkraínu áætlar að á bilinu fimm til átta milljónir tjónsbeiðna gætu borist frá fólki sem meðal annars hefur misst heimili sín eða ástvini eða sætt pyndingum og kynferðislegu ofbeldi í stríðinu. 21. mars 2025 16:02 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Fleiri fréttir Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Sjá meira
Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Fyrir flesta er lítið mál að kveikja ljós, opna hurð og skrúfa frá krana án umhugsunar. Í Týtanóví endurhæfingarmiðstöðinni í höfuðborg Úkraínu er það aftur á móti meðal þess sem hópur særðra hermanna þarf að æfa upp á nýtt. Særðir Úkraínumenn sem vinna að því að ná bata segjast þrá fátt heitar en að stríðinu ljúki og vilja halda áfram að berjast fyrir landið sitt svo lengi sem þess sé þörf. Það sé sárt til þess að hugsa ef samið yrði um falskan frið á forsendum Rússa. 24. mars 2025 21:01
Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Svo virðist sem Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi fyrir mistök bætt blaðamanni inn í spjallhóp þar sem hann, JD Vanve varaforseti, Pete Hegseth varnarmálaráðherra og fleiri töluðu um hvort Bandaríkin ættu að hefja umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen og hvernig. 24. mars 2025 18:53
Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að gera umfangsmiklar breytingar á yfirstjórn herafla Bandaríkjanna. Ein þeirra gæti verið að Bandaríkin afsali sér stjórn á herafla Atlantshafsbandalagsins og þykir það til marks um að mögulega ætli Bandaríkjamanna að draga úr umsvifum sínum innan bandalagsins. 22. mars 2025 14:30
Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Áætlað er að tjón Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu nemi allt að átta hundruð milljörðum dollara. Íslendingur sem leiðir tjónaskrá Evrópuráðsins vegna Úkraínu áætlar að á bilinu fimm til átta milljónir tjónsbeiðna gætu borist frá fólki sem meðal annars hefur misst heimili sín eða ástvini eða sætt pyndingum og kynferðislegu ofbeldi í stríðinu. 21. mars 2025 16:02