„Á báðum endum vallarins ekki nógu góðir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. mars 2025 19:21 Jón Dagur Þorsteinsson fór yfir málin í leikslok. Getty/Michael Steele Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var eðlilega súr og svekktur eftir 3-1 tap Íslands gegn Kósovó í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Tapið þýðir að Ísland er fallið úr B-deild. „Ég held bara í báðum teigum vallarins,“ sagði Jón Dagur þegar hann var spurður að því hvar leikurinn fór frá íslenska liðinu. „Við byrjum vel, en náum ekki að fylgja því eftir. Mér fannst nokkrir spilkaflar inn á milli fínt. Ég er svosem ekki búinn að sjá þetta aftur, en mér fannst við gefa þeim ódýr mörk og ekki taka okkar sénsa. Mér fannst við á báðum endum valllarins ekki nógu góðir.“ Klippa: Jón Dagur eftir tapið í Murcia Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson gerði sex breytingar á byrjunarliði Íslands frá fyrri leiknum gegn Kósovó og fengu nokkrir leikmenn að spreyta sig í stöðum sem þeir eru ekki vanir að spila í. „Ég held að það sé svosem ekkert ástæðan. Ég er náttúrulega ekki búinn að sjá þetta aftur og kannski erfitt fyrir mig að dæma hvað gerðist. Ég þarf bara að sjá það seinna.“ Hann segist þó vera ánægður með það að hafa fengið að spila allan leikinn eftir erfiðar vikur hjá félagsliði sínu, Hertha BSC í Þýskalandi. „Maður er búinn að vera að bíða eftir því að fá að spila og búinn að sitja á bekknum helvíti lengi þarna í Berlín. Það er náttúrulega bara viðbjóður, en bara virkilega gott fyrir mig sjálfan að fá að spila fótbolta aftur.“ Þrátt fyrir tvö töp í fyrstu tveimur leikjum liðsins undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar segist Jón vera spenntur fyrir framhaldinu. Hann meti upphafið á samstarfinu á jákvæðum nótum. „Bara vel. Það tekur alltaf tíma að ná því besta með nýjum þjálfara. Hann þarf að finna sitt besta lið og við þurfum að læra inn á hann. Ég held að við höfum fengið tvo eða þrjá daga með honum fyrir fysta leik þannig það er kannski erfitt að ná því besta úr liðinu strax. En mér lýst bara vel á þetta og framtíðin er björt.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 1-3 tap er liðið tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. 23. mars 2025 19:09 Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu. 23. mars 2025 17:49 Leik lokið: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er fallið niður í C-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 3-1 tap gegn Kósovó í heimaleik Íslands í Murcia á Spáni í kvöld. Ísland tapaði því einvíginu 5-2 og það verða Kósovóar sem spila í B-deild keppninnar í fyrsta sinn, haustið 2026. 23. mars 2025 18:48 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Sjá meira
„Ég held bara í báðum teigum vallarins,“ sagði Jón Dagur þegar hann var spurður að því hvar leikurinn fór frá íslenska liðinu. „Við byrjum vel, en náum ekki að fylgja því eftir. Mér fannst nokkrir spilkaflar inn á milli fínt. Ég er svosem ekki búinn að sjá þetta aftur, en mér fannst við gefa þeim ódýr mörk og ekki taka okkar sénsa. Mér fannst við á báðum endum valllarins ekki nógu góðir.“ Klippa: Jón Dagur eftir tapið í Murcia Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson gerði sex breytingar á byrjunarliði Íslands frá fyrri leiknum gegn Kósovó og fengu nokkrir leikmenn að spreyta sig í stöðum sem þeir eru ekki vanir að spila í. „Ég held að það sé svosem ekkert ástæðan. Ég er náttúrulega ekki búinn að sjá þetta aftur og kannski erfitt fyrir mig að dæma hvað gerðist. Ég þarf bara að sjá það seinna.“ Hann segist þó vera ánægður með það að hafa fengið að spila allan leikinn eftir erfiðar vikur hjá félagsliði sínu, Hertha BSC í Þýskalandi. „Maður er búinn að vera að bíða eftir því að fá að spila og búinn að sitja á bekknum helvíti lengi þarna í Berlín. Það er náttúrulega bara viðbjóður, en bara virkilega gott fyrir mig sjálfan að fá að spila fótbolta aftur.“ Þrátt fyrir tvö töp í fyrstu tveimur leikjum liðsins undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar segist Jón vera spenntur fyrir framhaldinu. Hann meti upphafið á samstarfinu á jákvæðum nótum. „Bara vel. Það tekur alltaf tíma að ná því besta með nýjum þjálfara. Hann þarf að finna sitt besta lið og við þurfum að læra inn á hann. Ég held að við höfum fengið tvo eða þrjá daga með honum fyrir fysta leik þannig það er kannski erfitt að ná því besta úr liðinu strax. En mér lýst bara vel á þetta og framtíðin er björt.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 1-3 tap er liðið tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. 23. mars 2025 19:09 Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu. 23. mars 2025 17:49 Leik lokið: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er fallið niður í C-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 3-1 tap gegn Kósovó í heimaleik Íslands í Murcia á Spáni í kvöld. Ísland tapaði því einvíginu 5-2 og það verða Kósovóar sem spila í B-deild keppninnar í fyrsta sinn, haustið 2026. 23. mars 2025 18:48 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Sjá meira
Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 1-3 tap er liðið tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. 23. mars 2025 19:09
Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu. 23. mars 2025 17:49
Leik lokið: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er fallið niður í C-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 3-1 tap gegn Kósovó í heimaleik Íslands í Murcia á Spáni í kvöld. Ísland tapaði því einvíginu 5-2 og það verða Kósovóar sem spila í B-deild keppninnar í fyrsta sinn, haustið 2026. 23. mars 2025 18:48