Þorsteinn Pálsson

Fréttamynd

Á að sæta sálfræðilegu lagi?

Þó að vatnalagafrumvarpið sé betrumbót er erfitt að halda því fram að allt standi og falli með tafarlausri afgreiðslu þess. Er ekki í því ljósi kostur, eins og að minnsta kosti einu sinni áður hefur verið gert, að sæta sálfræðilegu lagi til þess að sigla málinu inn fyrir skerjagarðinn?

Fastir pennar
Fréttamynd

Ingibjörg sýnir á spilin

Þá vekur athygli, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir, að Samfylkingin verði mótvægi en ekki hækja í hugsanlegu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Það þýði breyttan veruleika. Hún stillir Samfylkingunni hins vegar ekki upp sem mótvægi, er hafi þann tilgang helstan að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Felur það í sér vantrú á þeim möguleika?

Fastir pennar
Fréttamynd

Össur slær nýjan tón

Sú ályktun verður ekki dregin af þessum ummælum, að Össur Skarphéðinsson hafi skipt um skoðun varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu. En nærlægt er að túlka þau á þann veg, að sannfæring hans um að hraða framvindu þess máls sé ekki eins sterk og áður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Flokkur í vanda

Eitt er skýrt við afsögn Árna Magnússonar. Ákvörðun hans kom flestum í opna skjöldu. Ráðherrann fráfarandi segir, að persónulegar ástæður liggi að baki því, að hann tekur nú hnakk sinn og hest og yfirgefur svið stjórnmálanna til þess að takast á hendur ábyrgðarmikið starf á fjármálamarkaðnum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þörf á stefnumörkun

Engum blöðum er um það að fletta, að þjónusta við aldraða er eitt af brýnustu og mikilvægustu verkefnum samtímans. Margt hefur verið vel gert á því sviði á umliðnum áratugum og sumt af mikilli reisn og framsýni. Þegar elliheimilið Grund var reist var það til að mynda ein glæsilegasta bygging sinnar tíðar í höfuðborginni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lítið skref vekur upp spurningu

Þrátt fyrir opnun hagkerfisins eru erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi enn nokkrum takmörkunum háðar. Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, hefur nú kynnt áform um að taka lítið skref til opnunar fyrir erlenda fjárfestingu á þessu sviði með því að heimila útlendingum að eiga og reka fiskmarkaði hér á landi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Háskóli á heimsvísu

Eitt af því, sem Háskólinn þarf að velta fyrir sér er sjálft stjórnfyrirkomulag skólans. Það byggir um margt á gömlum rótgrónum hugmyndum. Svara þær kalli nýs tíma? Það gæti verið nauðsynlegt að endurskipuleggja stjórnsýsluna. Önnur nærtæk spurning lýtur að skólagjöldum. Aðrir háskólar í landinu hafa sumir hverjir heimild til ákveðinnar gjaldtöku. Getur Háskóli Íslands búið við þá samkeppnisaðstöðu?

Fastir pennar
Fréttamynd

Heilbrigðisvottur

Veiking krónunnar getur ekki komið nokkrum á óvart. Í reynd hafa menn búist við slíkum breytingum um allnokkurn tíma. Vaxandi viðskiptahalli hefur verið ótvíræð vísbending þar um. Að hluta til er viðskiptahallinn vottur um heilbrigði og grósku í efnahagslífinu; að svo miklu leyti, sem hann á rætur í fjárfestingu er skila mun auknum arði og meiri verðmætasköpun inn í þjóðarbúið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýr tími kallar á nánari samskipti

Hvernig svo sem formlegum tengslum okkar við Evrópu verður hagað í framtíðinni er eitt ljóst: Evrópusamskiptin geta aðeins vaxið. Það er því afar brýnt að rækta meir en gert hefur verið til þessa samskipti við þau ríki í Evrópu þar sem við vitum, að hagsmunir og sjónarmið fara saman við okkar eða liggja þeim nærri.

Fastir pennar