Kvika banki

Fréttamynd

Stilla upp ráð­gjöfum fyrir við­ræður um stærsta sam­runa Ís­lands­sögunnar

Rúmlega mánuði eftir að stjórn Íslandabanka féllst á beiðni Kviku um að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu félaganna, sem yrði þá verðmætasti banki landsins, hafa bankarnir gengið frá ráðningum á helstu lögfræði- og fjármálaráðgjöfum sínum fyrir samrunaferlið. Vænta má þess að viðræðurnar, sem hafa farið nokkuð hægt af stað, verði tímafrekar og krefjandi, meðal annars vegna væntanlegra skilyrða Samkeppniseftirlitsins.

Innherji
Fréttamynd

Sitja ekki á ó­inn­leystu tapi vegna skulda­bréfa sem hafa lækkað í verði

Íslensku viðskiptabankarnir fjórir sitja ekki á neinu óinnleystu tapi í bókum sínum í tengslum við mörg hundruð milljarða króna eign þeirra í skuldabréfum en ólíkt því sem átti við um Silicon Valley Bank (SVB), sem varð gjaldþrota fyrir helgi, eru slík verðbréf metin á markaðsvirði í reikningum bankanna hér á landi. Margir evrópskir bankar beita hins vegar sömu aðferð og SVB þar sem skuldabréfasafn þeirra er metið á kostnaðarverði en meðal annars vegna sterkrar lausafjárstöðu er ólíklegt að bankarnir neyðist til að selja þau bréf með afföllum, samkvæmt nýrri greiningu Moody´s.

Innherji
Fréttamynd

Kvika muni sjá til lands í sam­runa­við­ræðum við Ís­lands­banka „fyrr en seinna“

Hagnaður Kviku á fjórða ársfjórðungi eftir skatt minnkaði um rúmlega milljarð króna á fjórða ársfjórðungi og nam 1.613 milljónum sem skilaði sér í arðsemi á efnislegt eigið fé upp á 15,3 prósent. Afkoman litaðist af einskiptiskostnaði en forstjóri Kviku segir rekstur fjórðungsins hafa verið þann besta á liðnu ári og hann býst við að niðurstaða muni fást í viðræðum bankans um mögulegan samruna við Íslandsbanka innan ekki of langs tíma.

Innherji
Fréttamynd

Stóru sam­legðar­tæki­færin á banka­markaði liggja í gegnum Kviku

Útlit er fyrir frekari samruna á fjármálamarkaði þar sem stjórnendur keppast við að leita leiða til hagræðingar á tímum hækkandi launakostnaðar og erfiðari markaðsaðstæðna. Sum af stærri fjármálafyrirtækjum landsins hafa að undanförnu mátað sig við hvort annað sem hefur nú leitt til þess stjórn að Íslandsbanka, sem fundar á morgun, mun væntanlega samþykkja ósk Kviku banka um að hefja samrunaviðræður milli félaganna. Óformlegt samtal um að sameina Kviku og Arion banka, sem margir höfðu spáð fyrir um, skiluðu ekki árangri en blessun frá Samkeppniseftirlitinu við slíkum bankasamruna gæti reynst þrautin þyngri.

Innherji
Fréttamynd

Sam­runi myndi styrkja láns­hæfi bæði Kviku og Ís­lands­banka, segir Moo­dy´s

Verði af samruna Kviku og Íslandsbanka þá mun það hafa jákvæð áhrif á lánshæfi beggja bankanna. Kvika myndi verða hluti af mun stærri bankaeiningu, sem ætti að draga meðal annars úr rekstraráhættu, og fyrir Íslandsbanka yrði það til þess fallið að breikka enn frekar tekjustrauma bankans, að mati alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækisins Moody´s.

Innherji
Fréttamynd

Bréf bankanna hækka um fimm prósent fyrir á­formaðar sam­runa­við­ræður

Umtalsverð utanþingsviðskipti voru með hlutabréf allra bankanna í Kauphöllinni eftir lokun markaða í gær í kjölfar þess að Kvika sagðist hafa óskað eftir því að hefja samrunaviðræður við Íslandsbanka. Hlutabréfaverð Kviku og Íslandsbanka í þeim viðskiptum var allt að um fimm prósentum hærra en það stóð í gær.

Innherji
Fréttamynd

Hættir hjá ACRO og fer yfir til Kviku banka

Sigurður Hreiðar Jónsson, sem hefur starfað í markaðsviðskiptum ACRO verðbréfa undanfarin fimm ár, hefur látið af störfum hjá félaginu en hann er jafnframt einn af hluthöfum þess. Mun hann hafa ráðið sig yfir til Kviku banka, samkvæmt upplýsingum Innherja.

Klinkið
Fréttamynd

Stokkað upp í stjórnendateymi Kviku og Sigurður tekur við sem aðstoðarforstjóri

Gerðar hafa verið umfangsmiklar breytingar á skipuriti og framkvæmdastjórn Kviku banka. Þær fela það meðal annars í sér að Ármann Þorvaldsson, sem hefur verið aðstoðarforstjóri bankans, lætur af því starfi og mun einbeita sér að uppbyggingu á starfsemi Kviku í Bretlandi og við stöðunni hans tekur Sigurður Viðarsson en hann hefur verið forstjóri TM samfellt frá árinu 2007.

Innherji
Fréttamynd

Þrátt fyr­ir mik­inn út­lán­a­vöxt er Kvik­a enn fjár­fest­ing­ar­bank­i

Sveiflur í afkomu Kviku varpa ljósi á að félagið er enn fjárfestingarbanki jafnvel þótt vægi útlána hafi vaxið hratt. Útlán Kviku hafa aukist um 45 prósent frá áramótum en á sama tíma hefur efnahagsreikningurinn vaxið um 21 prósent. „Stærri efnahagsreikningur og stærra útlánasafn leggja grunninn að stöðugri og sterkari grunnrekstri til framtíðar,“ segir í verðmati Jakobsson Capital.

Innherji
Fréttamynd

Magnús Þór til Kviku

Magnús Þór Gylfason, fyrrverandi forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, hefur verið ráðinn tik Kviku banka. Hann á að hefja störf þar á nýju ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kvika annast skráningu Arctic Adventures á næsta ári

Arctic Adventures hefur ráðið Kviku banka sem aðalráðgjafa sinn vegna skráningar félagsins á hlutabréfamarkað. Skráning er fyrirhuguð á síðari hluta næsta árs. Þetta staðfestir Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Arctic Adventures í samtali við Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Stoðir stækka stöðu sína í Kviku banka

Fjárfestingafélagið Stoðir, langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi Kviku, hefur stækkað stöðu sína í bankanum um nærri tíund. Kaupin í Kviku koma um einu ári eftir að félagið minnkaði hlut sinn um liðlega þriðjung þegar hlutabréfaverð bankans var í hæstu hæðum.

Innherji
Fréttamynd

Samkeppni um innlán skilar heimilum yfir tíu milljörðum í auknar vaxtatekjur

Það hefur orðið „algjör breyting“ á innlánamarkaði eftir innkomu Auðar, fjármálaþjónustu Kviku banka, fyrir meira en þremur árum og núna eru allir bankarnir að bjóða innlánavexti á óbundnum reikningum sem eru nálægt stýrivöxtum Seðlabankans, að sögn bankastjóra Kviku. Auðvelt sé að færa rök fyrir því að þessi umskipti séu að skila heimilum um 10 milljörðum króna eða meira í auknar vaxtatekjur á hverju ári.

Innherji
Fréttamynd

Kvika skilaði nærri 18 prósenta arðsemi og boðar frekari kaup á eigin bréfum

Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum, sem þýddi að fjármunatekjur voru neikvæðar um tæplega 570 milljónir króna, þá skilaði Kvika banki hagnaði fyrir skatta á þriðja fjórðungi upp á meira en 1.840 milljónir. Arðsemi á eigið fé var um 17,7 prósent, sem forstjóri bankans segir að megi þakka „sterkum kjarnarekstri samstæðunnar“, en stjórn félagsins segist á næstunni ætla að skoða hvernig nýta megi umfram eigin fé, meðal annars með kaupum á eigin bréfum.

Innherji
Fréttamynd

Kvika fyllir í skarð Fannars sem fer til Akta sjóða

Mikið er um mannabreytingar í fjármálageiranum um þessar mundir. Kvika hefur þannig brugðist við brotthvarfi Fannars Arnar Arnarssonar, sem hefur verið í eigin viðskiptum bankans síðustu ár, en hann er búinn að ráða sig yfir til Akta sjóða.

Klinkið