Orri Páll Jóhannsson

Fréttamynd

Sterkari grunn­skóli með gjald­frjálsum skóla­mál­tíðum

Samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni barna hefur töluvert verið rætt um skólamál og skólamáltíðir á barnaþingum liðinna ára. Áhersla barnanna sjálfra hefur þar verið lögð á að hollur og góður matur eigi að vera ódýrari og að boðið sé upp á fjölbreyttara og betra fæði í skólanum. 

Skoðun
Fréttamynd

Á­lit og á­skoranir vegna hval­veiða

Álit umboðsmanns Alþingis um tímabundna stöðvun hvalveiða liggur nú fyrir. Sum hafa beðið eftir því með óþreyju, önnur hafa beðið þess að hvalveiðar við Ísland verði algerlega afnumdar ef marka má vaxandi andstöðu þjóðarinnar í skoðanakönnunum. Í áliti umboðsmanns kemur fram að útgáfa reglugerðarinnar, sem kvað á um frestun á upphafi hvalveiða til 1. september sl., hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í 4. gr. laga nr. 26/1949 um hvalveiðar eins og sú grein verður skýrð með hliðsjón af markmiðum sínum, lagasamræmi og grunnreglum stjórnskipunarréttar um vernd atvinnuréttinda og atvinnufrelsis eins og segir í álitinu. Þá telur umboðsmaður að útgáfa reglugerðarinnar hafi ekki, miðað við þær aðstæður sem uppi voru, samrýmst kröfum um meðalhóf eins og þær leiða af almennum reglum stjórnsýsluréttar.

Skoðun
Fréttamynd

Gjaldskrárhækkanir í ó­þökk allra

Hafísinn, sem þjóðskáldið kallaði landsins forna fjanda, kemst ekki í hálfkvisti við þann þráláta og að því er virðist landlæga vanda sem verðbólgan er. Við henni eru til ýmsar aðgerðir, engar góðar eða skemmtilegar og má þar telja aðhald í öllum rekstri og stýrivaxtahækkanir sem hafa dunið á fólki undanfarin ár. Og nú hefur ný ókind bæst í hóp óskemmtilegra aðgerða

Skoðun
Fréttamynd

Börnin frá Grinda­vík

Í nígerískum málshætti segir: „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“. Í flestum samfélögum Afríku er til hugtakið Ubuntu sem þýðir ýmist mennska, mannleg reisn, samhjálp eða samfélag og þessi málsháttur er sprottinn úr þeim hugsunarhætti.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­staða um tafar­laust vopna­hlé

Alþingi samþykkti í dag þingsályktun um afstöðu Íslands til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem kallað er eftir vopnahléi af mannúðarástæðum án tafar á Gaza-svæðinu svo tryggja megi öryggi almennra borgara. Og það er vel.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar hefur SFS verið?

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi birti grein hér á Vísi í gær undir yfirskriftinni „Hvar eru gögnin?“ Þar er reynt að gera reglugerð matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða tortryggilega með vísan til þess að samtökin hafi enn sem komið er ekki fengið svar frá ráðuneytinu við beiðni um „afrit af lögfræðilegri ráðgjöf og öðrum gögnum að baki þeirri ákvörðun ráðherra“.

Skoðun
Fréttamynd

Vindgnauð

Í mars sl. skilaði starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skýrslu um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum með vísan til áherslna og markmiða stjórnvalda í loftslagsmálum. Markmið og tilgangur skýrslunnar var að draga fram staðreyndir á grundvelli faglegra sjónarmiða og upplýsinga um lykilþætti á sviði orkumála á aðgengilegu formi til upplýsinga fyrir stjórnvöld, hagaðila og almenning.

Skoðun
Fréttamynd

Skortir orku?

Þegar fram í sækir mun skorta raforku til þess að mæta stærstu áskorun samtímans; loftslagsbreytingum. Til þess að stemma stigu við þeim þurfum við m.a. að hraða orkuskiptum í samgöngum á landi, í lofti og haftengdri starfsemi. Góður gangur hefur verið í orkuskiptum í samgöngum þar sem Ísland er í öðru sæti á heimsvísu yfir hlutfall nýrra nýorkubíla.

Skoðun
Fréttamynd

List að læknis­ráði

Heilbrigðiskerfið er landsmönnum ofarlega í huga fyrir þessar kosningar og fyrirbyggjandi aðgerðir til að bæta lýðheilsu eru mikilvægar til að létta álagið. Skýrsla frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO frá 2019 sýnir svo ekki verður um villst hversu góð áhrif listir hafa á lýðheilsu og lífsgæði.

Skoðun