List að læknisráði Brynhildur Björnsdóttir og Orri Páll Jóhannsson skrifa 21. september 2021 13:00 Heilbrigðiskerfið er landsmönnum ofarlega í huga fyrir þessar kosningar og fyrirbyggjandi aðgerðir til að bæta lýðheilsu eru mikilvægar til að létta álagið. Skýrsla frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO frá 2019 sýnir svo ekki verður um villst hversu góð áhrif listir hafa á lýðheilsu og lífsgæði. Byggt var á 900 rannsóknum sem allar sýna það sama: listneysla bætir ónæmiskerfið, styrkir hjartað og æðarnar, léttir lund, vinnur gegn streitu og bætir sálræna líðan. Listir og menning hafa svo miklu og fjölbreyttu hlutverki að gegna í samfélagi að það er í raun sama hvar er borið niður, allsstaðar má sjá mikilvægi skapandi greina. Félagslegt og menningarlegt gildi listsköpunar er óumdeilt, listir eru stórkostleg landkynning og skapa efnahagsleg, tilfinningaleg og menningarleg verðmæti, veita ný sjónarhorn og endurspegla ríkjandi strauma og stefnur. Listir eru alhliða mikilvægar fyrir samfélög sem vilja vera gildandi meðal samfélaga. Þá eru listir og hönnunargreinar ómissandi hluti af annarri nýsköpun svo sem í tölvuleikjasmíði og framsetningu hugverka og uppfinninga. Það gefur því auga leið að samfélag sem vill gera sig gildandi meðal samfélaga hlúir að listum sínum og listafólki. Vinstrihreyfingin - grænt framboð setti fyrir þessar kosningar fram ítarlega stefnu um menningu og listir. Þar er meðal annars kveðið á um að styðja af krafti við menningarstofnanir og faglega úthlutunarsjóði, efla listnám á öllum skólastigum og gera LHÍ að opinberri stofnun sem tekur sambærileg skólagjöld af nemendum og Háskóli Íslands. Við í VG viljum auka jöfnuð og að öll eigi þess kost að stunda listnám á háskólastigi óháð efnahag. Menning og listir hafa mikilvægu samfélagslegu hlutverki að gegna, þær eru veigamikil stoð í fjölbreyttu atvinnulífi og hagræn áhrif þeirra skipta verulegu máli. Leggja þarf aukna áherslu á að menningarstarfsemi sé fjárfesting til framtíðar, ávísun á aukna verðmætasköpun og fjölbreytt og dýrmæt störf. Efla þarf launasjóði listamanna og verkefnasjóði listgreina ásamt því að tryggja listamönnum gott starfsumhverfi og að hið opinbera greiði þeim fyrir vinnu sína. Við í VG viljum gera varanlegar breytingar til að fjölga starfslaunum listamanna. Brýnt er að styðja bæði við menningarstofnanir og sjálfsprottna menningarstarfsemi með fjármagni og sterkri stjórnsýslulegri umgjörð. Fjárveitingar þurfa að byggja á faglegum forsendum og verkefni metin af fagaðilum. Þá er einnig mikilvægt að innleiða samþykkta menningarstefnu fyrir Ísland frá árinu 2013 með skýrri aðgerðaáætlun. Menning, listir og hönnun eru vaxandi stoð í íslensku samfélagi. Tímabært er að endurskoða stjórnsýslulega stöðu þessara greina, styrkja hana og auka skilvirkni hennar. Til að tryggja menningu, listum og skapandi greinum stöðugleika er mikilvægt að þessar greinar hafi sjálfstæða rödd í stjórnsýslunni og það er best tryggt með stofnun ráðuneytis menningar og skapandi greina. Í skýrslu WHO kemur fram að mælt er með því að heilsugæslulæknar geti ávísað listneyslu og ástundun við ýmsum sjúkdómum. Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill ávísa blómstrandi menningar- og listalífi fyrir samfélagið allt og þannig bæta lífsgæði og hamingju allra.Með öflugri menningarstarfsemi fjárfestum við í framtíðinni og aukinni velsæld. Það viljum við í VG gera. Brynhildur skipar 4. sæti og Orri Páll 2. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Brynhildur Björnsdóttir Vinstri græn Orri Páll Jóhannsson Mest lesið Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið er landsmönnum ofarlega í huga fyrir þessar kosningar og fyrirbyggjandi aðgerðir til að bæta lýðheilsu eru mikilvægar til að létta álagið. Skýrsla frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO frá 2019 sýnir svo ekki verður um villst hversu góð áhrif listir hafa á lýðheilsu og lífsgæði. Byggt var á 900 rannsóknum sem allar sýna það sama: listneysla bætir ónæmiskerfið, styrkir hjartað og æðarnar, léttir lund, vinnur gegn streitu og bætir sálræna líðan. Listir og menning hafa svo miklu og fjölbreyttu hlutverki að gegna í samfélagi að það er í raun sama hvar er borið niður, allsstaðar má sjá mikilvægi skapandi greina. Félagslegt og menningarlegt gildi listsköpunar er óumdeilt, listir eru stórkostleg landkynning og skapa efnahagsleg, tilfinningaleg og menningarleg verðmæti, veita ný sjónarhorn og endurspegla ríkjandi strauma og stefnur. Listir eru alhliða mikilvægar fyrir samfélög sem vilja vera gildandi meðal samfélaga. Þá eru listir og hönnunargreinar ómissandi hluti af annarri nýsköpun svo sem í tölvuleikjasmíði og framsetningu hugverka og uppfinninga. Það gefur því auga leið að samfélag sem vill gera sig gildandi meðal samfélaga hlúir að listum sínum og listafólki. Vinstrihreyfingin - grænt framboð setti fyrir þessar kosningar fram ítarlega stefnu um menningu og listir. Þar er meðal annars kveðið á um að styðja af krafti við menningarstofnanir og faglega úthlutunarsjóði, efla listnám á öllum skólastigum og gera LHÍ að opinberri stofnun sem tekur sambærileg skólagjöld af nemendum og Háskóli Íslands. Við í VG viljum auka jöfnuð og að öll eigi þess kost að stunda listnám á háskólastigi óháð efnahag. Menning og listir hafa mikilvægu samfélagslegu hlutverki að gegna, þær eru veigamikil stoð í fjölbreyttu atvinnulífi og hagræn áhrif þeirra skipta verulegu máli. Leggja þarf aukna áherslu á að menningarstarfsemi sé fjárfesting til framtíðar, ávísun á aukna verðmætasköpun og fjölbreytt og dýrmæt störf. Efla þarf launasjóði listamanna og verkefnasjóði listgreina ásamt því að tryggja listamönnum gott starfsumhverfi og að hið opinbera greiði þeim fyrir vinnu sína. Við í VG viljum gera varanlegar breytingar til að fjölga starfslaunum listamanna. Brýnt er að styðja bæði við menningarstofnanir og sjálfsprottna menningarstarfsemi með fjármagni og sterkri stjórnsýslulegri umgjörð. Fjárveitingar þurfa að byggja á faglegum forsendum og verkefni metin af fagaðilum. Þá er einnig mikilvægt að innleiða samþykkta menningarstefnu fyrir Ísland frá árinu 2013 með skýrri aðgerðaáætlun. Menning, listir og hönnun eru vaxandi stoð í íslensku samfélagi. Tímabært er að endurskoða stjórnsýslulega stöðu þessara greina, styrkja hana og auka skilvirkni hennar. Til að tryggja menningu, listum og skapandi greinum stöðugleika er mikilvægt að þessar greinar hafi sjálfstæða rödd í stjórnsýslunni og það er best tryggt með stofnun ráðuneytis menningar og skapandi greina. Í skýrslu WHO kemur fram að mælt er með því að heilsugæslulæknar geti ávísað listneyslu og ástundun við ýmsum sjúkdómum. Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill ávísa blómstrandi menningar- og listalífi fyrir samfélagið allt og þannig bæta lífsgæði og hamingju allra.Með öflugri menningarstarfsemi fjárfestum við í framtíðinni og aukinni velsæld. Það viljum við í VG gera. Brynhildur skipar 4. sæti og Orri Páll 2. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun