Evrópudeild karla í handbolta

Fréttamynd

Viktor Gísli lokaði markinu í Íslendingaslag

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson varði fimmtán skot fyrir Nantes er liðið vann sjö marka sigur gegn Íslendingaliði Rhein-Neckar Löwen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 32-25.

Handbolti
Fréttamynd

Ís­lendinga­lið í milli­riðil

Fjöldi Íslendinga var í eldlínunni í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld. Að sama skapi er fjöldi Íslendingaliða búin að tryggja sér sæti í milliriðli þó enn sé ein umferð eftir af riðlakeppninni.

Handbolti
Fréttamynd

Teitur skoraði sjö í risasigri

Tveir Íslendigaslagir fóru fram í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Teitur Örn Einarsson átti stórleik er Flensburg vann öruggan 14 marka sigur gegn Óðni Þór Ríkharðssyni og félögum í Kadetten Schaffhausen, 46-32, og Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Natnes unnu góðan níu marka sigur gegn Stiven Tobar Valencia og félögum í Benfica, 37-28.

Handbolti
Fréttamynd

Maður leiksins heimtaði að Óðinn fengi verðlaunin: Myndband

Kristian Pilipovic, markvörður svissneska liðsins Kadetten Schaffhausen, var valinn maður leiksins er liðið vann frábæran fjögurra marka sigur gegn Füchse Berlin í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 37-33. Hann neitaði þó að taka við verðlaununum og heimtaði að Óðinn Þór Ríkharðsson tæki við þeim í staðinn.

Handbolti
Fréttamynd

Magnaður Óðinn skaut Refina frá Berlín í kaf

Óðinn Þór Ríkharðsson var langmarkahæsti maður vallarins er Kadetten Schaffhausen vann mikilvægan fjögurra marka sigur gegn Refunum í Füchse Berlin í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta í dag. Lokatölur 37-33, en Óðinn skoraði 15 mörk fyrir Kadetten.

Handbolti
Fréttamynd

„Búið að vera ótrúlegt dæmi“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tveggja marka tap gegn Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn eru nú úr leik í Evrópueildinni eftir samanæagt níu marka tap gegn þýska liðinu í 16-liða úrslitum.

Handbolti