Gjaldþrot FTX Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Fyrrverandi viðskiptavinir rafmyntakauphallarinnar FTX eiga von á allt að 16,5 milljörðum dollurum upp í kröfur sínar þegar skiptum á þrotabúinu lýkur. Sumir þeirra gætu fengið allt að fimmtungi hærri upphæð til baka en þeir áttu þegar félagið fór í þrot. Viðskipti erlent 8.10.2024 08:52 Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Dómstóll í New York dæmdi Caroline Ellison, stjórnanda hjá rafmyntafyrirtækinu FTX, í tveggja ára fangelsi fyrir sinn þátt í stórfelldum fjársvikum. Hún hlaut vægari dóm fyrir að segja til Sams Bankman-Fried, stofnanda FTX og fyrrverandi kærasta hennar. Viðskipti erlent 25.9.2024 10:11 Rafmyntakóngurinn í 25 ára fangelsi Sam Bankman-Fried, oft þekktur sem „rafmyntakóngurinn“, hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa af viðskiptavinum sínum milljónir dala. Erlent 28.3.2024 16:44 Rafmyntakóngurinn fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, hefur verið fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott. Það tók kviðdóminn aðeins fimm klukkustundir að komast að niðurstöðu. Erlent 3.11.2023 07:57 Segja Bankman-Fried lifa á vatni og brauði í tugthúsinu Verjandi Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, sagði að hann lifði aðeins á vatni og brauði í fangelsi vegna þess að honum væri ekki boðið upp á veganfæði þar. Bankman-Fried neitaði sök þegar saksóknarar lögðu fram uppfærða ákæru á hendur honum í dag. Viðskipti erlent 22.8.2023 15:32 Notaði stolið fé til að gefa milljarða fyrir þingkosningarnar Bandarískir saksóknarar segja að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi notað meira en þrettán milljarða króna sem hann stal af viðskiptavinum fyrirtækisins til þess að styrkja stjórnmálaflokka fyrir þingkosningar í fyrra. Hann hafi skipað undirmönnum sínum að fela slóð peninganna. Viðskipti erlent 15.8.2023 09:18 Rafmyntakóngur í steininn fyrir að reyna að hafa áhrif á vitni Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, verður vistaður í fangelsi í Brooklyn fram yfir réttarhöldin yfir honum eftir að hann varð uppvís að því að reyna að hafa áhrif á framburð vitna. Fangelsið er sagt alræmt fyrir slæman aðbúnað fanga. Viðskipti erlent 14.8.2023 10:50 SBF ákærður fyrir að reyna að múta kínverskum stjórnvöldum Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, er sagður ætla að lýsa sig saklausan af ákæru um að hann hafi brotið bandarísk kosningalög og mútað kínverskum yfirvöldum. Hann hefur þegar lýst sig saklausan af ákærum um stórfelld fjársvik. Viðskipti erlent 30.3.2023 11:53 Saka SBF og félaga um hundruð ólöglegra kosningaframlaga Bandarískir saksóknarar saka Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, og samverkamann hans um fleiri en þrjú hundruð ólögleg kosningaframlög. Þeir komust hjá reglum um hámarksframlög til frambjóðenda með því að notast við leppa og félög. Viðskipti erlent 23.2.2023 16:07 Gæti stungið FTX-stjóra í steininn til að takmarka samskipti hans Dómari í máli Sams Bankman-Frieds, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, gaf í skyn að hann gæti sent hann í fangelsi til að koma í veg fyrir að hann eigi í frekari samskiptum sem yfirvöld geta ekki fylgst með. Saksóknarar telja ástæðu til að ætla að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni. Viðskipti erlent 17.2.2023 09:06 Rafmyntabransinn í úlfakreppu á nýju ári Samdráttur, uppsagnir og lögsóknir hafa einkennt fyrstu daga nýs árs í rafmyntabransanum sem varð fyrir hverju högginu á fætur öðru í fyrra. Tveir fyrrverandi forstjórar fallinna fyrirtækja standa frammi fyrir sak- og málsóknum. Viðskipti erlent 6.1.2023 12:12 Yfirlögfræðingur FTX sagður vinna með saksóknurum Fyrrverandi yfirlögfræðingur fallna rafmyntafyrirtækisins FTX er sagður hafa veitt bandarískum yfirvöldum upplýsingar um hvernig Sam Bankman-Fried notaði innistæður viðskiptavini til að fjármagna eigin viðskipti. Búist er við því að hann verði eitt af lykilvitnum ákæruvaldsins gegn Bankman-Fried. Viðskipti erlent 5.1.2023 12:05 Stofnandi FTX lýsir yfir sakleysi Fallinn stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, Sam Bankman-Fried sagðist fyrr í dag saklaus fyrir rétti í New York ríki í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 3.1.2023 21:58 Mikill fjöldi viðskiptavina hluti af hóplögsókn Viðskiptavinir rafmyntaverkvangsins FTX hafa nú stofnað til hóplögsóknar og freista þess að fá eitthvað af eignum sínum til baka eftir fall fyrirtækisins. Mögulegt er að hóplögsóknin muni ná yfir eina milljón viðskiptavina sem halda því fram að þeir eigi fyrstir rétt á greiðslu frá fyrirtækinu. Viðskipti erlent 28.12.2022 15:40 Laus gegn tug milljarða tryggingu sakaður um söguleg fjársvik Umdæmisdómstóll í New York féllst á að sleppa Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, úr varðhaldi gegn himinhárri tryggingu í gær. Saksóknari sakaði Bankman-Fried um að hafa framið fjársvik af sögulegri stærðargráðu. Viðskipti erlent 23.12.2022 11:42 Rafmyntamógúllinn fluttur með fangaflugi til New York Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, lenti í New York til að svara til saka í einu stærsta fjársvikamáli Bandaríkjanna í nótt eftir að hann var framseldur frá Bahamaeyjum. Tveir samstarfsmenn hans hafa þegar játað sig seka um glæpi. Viðskipti erlent 22.12.2022 08:39 Bankman-Fried samþykkir að vera framseldur Lögmaður Sams Bankman-Frieds, stofnanda FTX, segir hann tilbúinn að svara til saka í Bandaríkunum vegna falls rafmyntakauphallarinnar. Undirbúningur að framsali hans til Bandaríkjanna hefjist nú. Viðskipti erlent 20.12.2022 10:47 Rannsaka kosningaframlög FTX-forkólfa Bandarískir alríkissaksóknarar eru nú sagðir beina sjónum sínum að framlögum stjórnenda rafmyntafyrirtækisins FTX í kosningasjóði stjórnmálamanna. Þeir voru einir stærstu fjárhagslegu bakhjarlar flokkanna tveggja fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði. Viðskipti erlent 19.12.2022 12:36 „Gamaldags fjárdráttur“ hjá FTX Skiptastjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX segir að það sem átti sér stað innan þess hafi ekki verið neitt flóknara en „gamaldags fjárdráttur“. Sam Bankman-Fried, stofnandi FTX, er ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti. Viðskipti erlent 14.12.2022 23:05 Stærsta rafmyntakauphöll heims stöðvaði úttektir Binance, stærsta rafmyntakauphöll í heimi, stöðvaði tímabundið úttektir af reikningum viðskiptavina í gær. Fjárfestar hafa samanlagt tekið ígildi þriggja milljarða bandaríkjadala út af reikningum sínum síðustu daga. Erlent 14.12.2022 14:02 Sakaður um að féfletta fjárfesta FTX Bandaríska verðbréfaeftirlitið sakar Sam Bankman-Fried, stofnanda FTX, um að hafa féflett fjárfesta rafmyntafyrirtækisins um árabil. Fénu hafi hann beint í eigin vogunarsjóðs sem hann notaði í áhættufjárfestingar, kaup á lúxusfasteignum og styrki til stjórnmálaflokka. Viðskipti erlent 13.12.2022 14:28 Stofnandi FTX handtekinn á Bahamaeyjum Lögreglumenn á Bahamaeyjum handtóku Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, eftir að bandarískir saksóknarar höfðuðu sakamál gegn honum. Bankman-Fried er sagður grunaður um fjársvik og peningaþvætti. Viðskipti erlent 13.12.2022 07:39 Rannsaka stofnanda FTX vegna gruns um markaðsmisnotkun Bandarískir alríkissaksóknarar eru nú sagðir rannsaka hvort að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi gerst sekur um markaðsmisnotkun með því að hafa áhrif á gengi tveggja rafmynta. Viðskipti erlent 9.12.2022 09:26 Rafmyntagrafarar í kröppum dansi Lánveitendur hafa gengið að veðum í hundruð þúsundum véla sem eru notaðar til þess að grafa eftir rafmyntum í kjöfar falls rafmyntakauphallarinnar FTX í síðasta mánuði. Rafmyntagrafarar geta nú margir ekki staðið í skilum á lánum sínum þegar þrengir að þeim úr nokkrum áttum. Viðskipti erlent 2.12.2022 11:08 Fallni rafmyntakóngurinn segist engin svik hafa framið Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, fullyrti að hann hefði ekki reynt að féfletta neinn þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti eftir gjaldþrotið í gær. Hann segist hvorki óttast saka- né skaðabótamál. Viðskipti erlent 1.12.2022 11:02 Segja bitcoin líkjast fjárhættuspili Sérfræðingar Seðlabanka Evrópu segja að eftirlitsaðilar og fjármálastofnanir ættu ekki að veita rafmyntinni bitcoin lögmæti þar sem henni sé haldið uppi á óeðlilegan hátt og hún beri líkindi við fjárhættuspil. Myntin sé á leið til glötunar. Viðskipti erlent 30.11.2022 14:57 Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. Viðskipti erlent 27.11.2022 07:01 Milljarðaeignir FTX sagðar horfnar Verulegum hluta eigna fallna rafmyntarkauphallarinnar FTX var stolið eða er horfinn, að sögn lögmanna fyrirtækisins. Lögmaður fyrirtækisins heldur því fram að Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri FTX, hafi rekið það eins og persónulegt lén sitt. Viðskipti erlent 23.11.2022 09:13 Stjórnendur FTX sagðir hafa keypt lúxusíbúðir fyrir milljarða Rafmyntarfyrirtækið FTX, stofnandi þess, foreldrar hans og æðstu stjórnendur fyrirtækisins eru sagðir hafa keypt fjölda lúxusfasteigna á Bahamaeyjum fyrir jafnvirði milljarða króna á undanförnum tveimur árum. Fyrirtækið er nú í gjaldþrotameðferð í Bandaríkjunum og er til rannsóknar vegna meintra verðbréfasvika. Viðskipti erlent 22.11.2022 15:35 Gríðarlegar skuldir fallna rafmyntafyrirtækisins Hið fallna rafmyntafyrirtæki FTX skuldar fimmtíu stærstu lánadrottnum nærri þrjá milljarða dollara, andvirði um 430 milljarða íslenska króna. Viðskipti erlent 20.11.2022 13:47 « ‹ 1 2 ›
Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Fyrrverandi viðskiptavinir rafmyntakauphallarinnar FTX eiga von á allt að 16,5 milljörðum dollurum upp í kröfur sínar þegar skiptum á þrotabúinu lýkur. Sumir þeirra gætu fengið allt að fimmtungi hærri upphæð til baka en þeir áttu þegar félagið fór í þrot. Viðskipti erlent 8.10.2024 08:52
Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Dómstóll í New York dæmdi Caroline Ellison, stjórnanda hjá rafmyntafyrirtækinu FTX, í tveggja ára fangelsi fyrir sinn þátt í stórfelldum fjársvikum. Hún hlaut vægari dóm fyrir að segja til Sams Bankman-Fried, stofnanda FTX og fyrrverandi kærasta hennar. Viðskipti erlent 25.9.2024 10:11
Rafmyntakóngurinn í 25 ára fangelsi Sam Bankman-Fried, oft þekktur sem „rafmyntakóngurinn“, hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa af viðskiptavinum sínum milljónir dala. Erlent 28.3.2024 16:44
Rafmyntakóngurinn fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, hefur verið fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott. Það tók kviðdóminn aðeins fimm klukkustundir að komast að niðurstöðu. Erlent 3.11.2023 07:57
Segja Bankman-Fried lifa á vatni og brauði í tugthúsinu Verjandi Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, sagði að hann lifði aðeins á vatni og brauði í fangelsi vegna þess að honum væri ekki boðið upp á veganfæði þar. Bankman-Fried neitaði sök þegar saksóknarar lögðu fram uppfærða ákæru á hendur honum í dag. Viðskipti erlent 22.8.2023 15:32
Notaði stolið fé til að gefa milljarða fyrir þingkosningarnar Bandarískir saksóknarar segja að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi notað meira en þrettán milljarða króna sem hann stal af viðskiptavinum fyrirtækisins til þess að styrkja stjórnmálaflokka fyrir þingkosningar í fyrra. Hann hafi skipað undirmönnum sínum að fela slóð peninganna. Viðskipti erlent 15.8.2023 09:18
Rafmyntakóngur í steininn fyrir að reyna að hafa áhrif á vitni Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, verður vistaður í fangelsi í Brooklyn fram yfir réttarhöldin yfir honum eftir að hann varð uppvís að því að reyna að hafa áhrif á framburð vitna. Fangelsið er sagt alræmt fyrir slæman aðbúnað fanga. Viðskipti erlent 14.8.2023 10:50
SBF ákærður fyrir að reyna að múta kínverskum stjórnvöldum Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, er sagður ætla að lýsa sig saklausan af ákæru um að hann hafi brotið bandarísk kosningalög og mútað kínverskum yfirvöldum. Hann hefur þegar lýst sig saklausan af ákærum um stórfelld fjársvik. Viðskipti erlent 30.3.2023 11:53
Saka SBF og félaga um hundruð ólöglegra kosningaframlaga Bandarískir saksóknarar saka Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, og samverkamann hans um fleiri en þrjú hundruð ólögleg kosningaframlög. Þeir komust hjá reglum um hámarksframlög til frambjóðenda með því að notast við leppa og félög. Viðskipti erlent 23.2.2023 16:07
Gæti stungið FTX-stjóra í steininn til að takmarka samskipti hans Dómari í máli Sams Bankman-Frieds, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, gaf í skyn að hann gæti sent hann í fangelsi til að koma í veg fyrir að hann eigi í frekari samskiptum sem yfirvöld geta ekki fylgst með. Saksóknarar telja ástæðu til að ætla að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni. Viðskipti erlent 17.2.2023 09:06
Rafmyntabransinn í úlfakreppu á nýju ári Samdráttur, uppsagnir og lögsóknir hafa einkennt fyrstu daga nýs árs í rafmyntabransanum sem varð fyrir hverju högginu á fætur öðru í fyrra. Tveir fyrrverandi forstjórar fallinna fyrirtækja standa frammi fyrir sak- og málsóknum. Viðskipti erlent 6.1.2023 12:12
Yfirlögfræðingur FTX sagður vinna með saksóknurum Fyrrverandi yfirlögfræðingur fallna rafmyntafyrirtækisins FTX er sagður hafa veitt bandarískum yfirvöldum upplýsingar um hvernig Sam Bankman-Fried notaði innistæður viðskiptavini til að fjármagna eigin viðskipti. Búist er við því að hann verði eitt af lykilvitnum ákæruvaldsins gegn Bankman-Fried. Viðskipti erlent 5.1.2023 12:05
Stofnandi FTX lýsir yfir sakleysi Fallinn stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, Sam Bankman-Fried sagðist fyrr í dag saklaus fyrir rétti í New York ríki í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 3.1.2023 21:58
Mikill fjöldi viðskiptavina hluti af hóplögsókn Viðskiptavinir rafmyntaverkvangsins FTX hafa nú stofnað til hóplögsóknar og freista þess að fá eitthvað af eignum sínum til baka eftir fall fyrirtækisins. Mögulegt er að hóplögsóknin muni ná yfir eina milljón viðskiptavina sem halda því fram að þeir eigi fyrstir rétt á greiðslu frá fyrirtækinu. Viðskipti erlent 28.12.2022 15:40
Laus gegn tug milljarða tryggingu sakaður um söguleg fjársvik Umdæmisdómstóll í New York féllst á að sleppa Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, úr varðhaldi gegn himinhárri tryggingu í gær. Saksóknari sakaði Bankman-Fried um að hafa framið fjársvik af sögulegri stærðargráðu. Viðskipti erlent 23.12.2022 11:42
Rafmyntamógúllinn fluttur með fangaflugi til New York Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, lenti í New York til að svara til saka í einu stærsta fjársvikamáli Bandaríkjanna í nótt eftir að hann var framseldur frá Bahamaeyjum. Tveir samstarfsmenn hans hafa þegar játað sig seka um glæpi. Viðskipti erlent 22.12.2022 08:39
Bankman-Fried samþykkir að vera framseldur Lögmaður Sams Bankman-Frieds, stofnanda FTX, segir hann tilbúinn að svara til saka í Bandaríkunum vegna falls rafmyntakauphallarinnar. Undirbúningur að framsali hans til Bandaríkjanna hefjist nú. Viðskipti erlent 20.12.2022 10:47
Rannsaka kosningaframlög FTX-forkólfa Bandarískir alríkissaksóknarar eru nú sagðir beina sjónum sínum að framlögum stjórnenda rafmyntafyrirtækisins FTX í kosningasjóði stjórnmálamanna. Þeir voru einir stærstu fjárhagslegu bakhjarlar flokkanna tveggja fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði. Viðskipti erlent 19.12.2022 12:36
„Gamaldags fjárdráttur“ hjá FTX Skiptastjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX segir að það sem átti sér stað innan þess hafi ekki verið neitt flóknara en „gamaldags fjárdráttur“. Sam Bankman-Fried, stofnandi FTX, er ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti. Viðskipti erlent 14.12.2022 23:05
Stærsta rafmyntakauphöll heims stöðvaði úttektir Binance, stærsta rafmyntakauphöll í heimi, stöðvaði tímabundið úttektir af reikningum viðskiptavina í gær. Fjárfestar hafa samanlagt tekið ígildi þriggja milljarða bandaríkjadala út af reikningum sínum síðustu daga. Erlent 14.12.2022 14:02
Sakaður um að féfletta fjárfesta FTX Bandaríska verðbréfaeftirlitið sakar Sam Bankman-Fried, stofnanda FTX, um að hafa féflett fjárfesta rafmyntafyrirtækisins um árabil. Fénu hafi hann beint í eigin vogunarsjóðs sem hann notaði í áhættufjárfestingar, kaup á lúxusfasteignum og styrki til stjórnmálaflokka. Viðskipti erlent 13.12.2022 14:28
Stofnandi FTX handtekinn á Bahamaeyjum Lögreglumenn á Bahamaeyjum handtóku Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, eftir að bandarískir saksóknarar höfðuðu sakamál gegn honum. Bankman-Fried er sagður grunaður um fjársvik og peningaþvætti. Viðskipti erlent 13.12.2022 07:39
Rannsaka stofnanda FTX vegna gruns um markaðsmisnotkun Bandarískir alríkissaksóknarar eru nú sagðir rannsaka hvort að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi gerst sekur um markaðsmisnotkun með því að hafa áhrif á gengi tveggja rafmynta. Viðskipti erlent 9.12.2022 09:26
Rafmyntagrafarar í kröppum dansi Lánveitendur hafa gengið að veðum í hundruð þúsundum véla sem eru notaðar til þess að grafa eftir rafmyntum í kjöfar falls rafmyntakauphallarinnar FTX í síðasta mánuði. Rafmyntagrafarar geta nú margir ekki staðið í skilum á lánum sínum þegar þrengir að þeim úr nokkrum áttum. Viðskipti erlent 2.12.2022 11:08
Fallni rafmyntakóngurinn segist engin svik hafa framið Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, fullyrti að hann hefði ekki reynt að féfletta neinn þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti eftir gjaldþrotið í gær. Hann segist hvorki óttast saka- né skaðabótamál. Viðskipti erlent 1.12.2022 11:02
Segja bitcoin líkjast fjárhættuspili Sérfræðingar Seðlabanka Evrópu segja að eftirlitsaðilar og fjármálastofnanir ættu ekki að veita rafmyntinni bitcoin lögmæti þar sem henni sé haldið uppi á óeðlilegan hátt og hún beri líkindi við fjárhættuspil. Myntin sé á leið til glötunar. Viðskipti erlent 30.11.2022 14:57
Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. Viðskipti erlent 27.11.2022 07:01
Milljarðaeignir FTX sagðar horfnar Verulegum hluta eigna fallna rafmyntarkauphallarinnar FTX var stolið eða er horfinn, að sögn lögmanna fyrirtækisins. Lögmaður fyrirtækisins heldur því fram að Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri FTX, hafi rekið það eins og persónulegt lén sitt. Viðskipti erlent 23.11.2022 09:13
Stjórnendur FTX sagðir hafa keypt lúxusíbúðir fyrir milljarða Rafmyntarfyrirtækið FTX, stofnandi þess, foreldrar hans og æðstu stjórnendur fyrirtækisins eru sagðir hafa keypt fjölda lúxusfasteigna á Bahamaeyjum fyrir jafnvirði milljarða króna á undanförnum tveimur árum. Fyrirtækið er nú í gjaldþrotameðferð í Bandaríkjunum og er til rannsóknar vegna meintra verðbréfasvika. Viðskipti erlent 22.11.2022 15:35
Gríðarlegar skuldir fallna rafmyntafyrirtækisins Hið fallna rafmyntafyrirtæki FTX skuldar fimmtíu stærstu lánadrottnum nærri þrjá milljarða dollara, andvirði um 430 milljarða íslenska króna. Viðskipti erlent 20.11.2022 13:47
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent