Sádi­arab­ísk­i boltinn

Fréttamynd

Gerrard byrjar á sigri gegn Ron­aldo-lausu Al Nassr

Lærisveinar Steven Gerrard í Al Ettifaq byrjuðu tímabilið í sádiarabísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á 2-1 sigri á Al Nassr. Sadio Mané leiddi framlínu gestanna í fjarveru Cristiano Ronaldo sem er að glíma við meiðsli.

Fótbolti
Fréttamynd

Al Hilal byrjar á sigri þökk sé þrennu frá Malcom

Það er ljóst að knattspyrnumaðurinn Malcom kann vel við sig í Sádi-Arabíu en hann skoraði þrennu er lið hans Al Hilal hóf tímabilið þar í landi á sigri. Lið Karim Benzema, Al Ittihad, byrjar tímabilið á 3-0 sigri en franski framherjinn komst ekki á blað.

Fótbolti
Fréttamynd

Brjálaður yfir því að fá ekki verðlaun

Cristiano Ronaldo var hetja Al-Nassr er liðið vann Meistaradeild Arabíuliða með ótrúlegum hætti, leikmanni færri eftir framlengdan úrslitaleik við annað sádískt lið, Al-Hilal. Hann var verðlaunaður eftir leik en vildi fleiri gripi í safnið.

Fótbolti
Fréttamynd

Mané og Ronaldo orðnir liðsfélagar

Sadio Mané er nýjasta fótboltastjarnan sem skrifar undir samning við félag í Sádi-Arabíu. Hann var í gær kynntur til leiks hjá Al-Nassr og verður þar liðsfélagi Cristiano Ronaldo.

Fótbolti
Fréttamynd

PSG samþykkir tilboð Al Hilal í Mbappé

Samningsmál franska framherjan Kylian Mbappé eru áfram í brennidepli. Hann vill vera áfram hjá París Saint-Germain og fara frítt næsta sumar en félagið vill selja hann í sumar. Al Hilal frá Sádi-Arabíu hefur nú boðið 300 milljónir evra í leikmanninn (44 milljarðar íslenskra króna). Samkvæmt nýjustu fréttum hefur PSG samþykkt tilboðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Jordan Henderson keyptur á tólf milljónir punda

Al Ettifaq hefur gengið frá kaupum á Jordan Henderson. Kaupverðið er tólf milljónir punda. Jordan Henderson lék 360 leiki með Liverpool þar sem hann vann ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina.

Sport
Fréttamynd

Newcastle kaupir Harvey Barnes og Al Ahli heldur áfram að safna liði

Harvey Barnes er að ganga í raðir Newcastle frá Leicester sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Blaðamaðurinn, Fabrizio Romano, greinir frá því að kaupverðið sé 38 eða 39 milljónir punda. Al Ahli hefur ekki aðeins sótt leikmenn frá Englandi heldur á Marco Silva að þjálfa liðið.

Sport