„Síðasti dans“ Messi og Ronaldo aftur á dagskrá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2023 09:30 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi mætast mögulega í síðasta sinn í febrúar. Getty/Harold Cunningham Inter Miami hefur nú staðfest það að liðið muni eftir allt saman taka þátt í Riyadh bikarnum í Sádí Arabíu í febrúar næstkomandi. Það vakti talsverða athygli í síðasta mánuði þegar Sádarnir gáfu það út að lið Lionel Messi og Cristiano Ronaldo myndu mætast í síðasta sinn í þessu æfingamóti. Þá komu forráðamenn bandaríska liðsins fram og sögðu að þetta væri ekki rétt því að Miami liðið væri ekki búið að samþykkja slíkan leik. OFFICIEL ET CONFIRMÉ CETTE FOIS-CIInter Miami vs Al-Nassr le 2er février« The Last Dance » - Cristiano Ronaldo & Lionel Messi pic.twitter.com/o3xysdb7Fx— Gio CR7 (@ArobaseGiovanny) December 11, 2023 Nú er aftur á móti annað hljóð í Inter Miami sem staðfesti að liðið muni mæta bæði liðum Al-Hilal (29. janúar) og Al Nassr (1. febrúar). Liðin eru í tveimur efstu sætum sádi-arabísku deildarinnar og Ronaldo, leikmaður Al Nassr, er markahæsti leikmaður deildarinnar. Þegar leikurinn var kynntur fyrst 21. nóvember þá einhliða af Sádunum þá var talað um „síðasta dans“ Messi og Ronaldo með tilvísun í heimildarþáttaröðina um lokatímabil Michael Jordan með Chicago Bulls. Messi og Ronaldo hafa mæst oft á sínum ferli og langoftast þegar þeir voru leikmenn Barcelona og Real Madrid. Þeir mættust líka í Riyadh bikarnum í Sádí Arabíu í fyrra en þá var Messi leikmaður franska félagsins Paris Saint Germain. February 1st. A new chapter in the Messi-Ronaldo rivalry. Can't wait pic.twitter.com/5H6q1nbVOX— B/R Football (@brfootball) December 11, 2023 Alls eru innbyrðis leikir þessa bestu leikmanna sinnar kynslóðar orðnir 35 talsins með félagsliðum og landsliðum. Messi hefur unnið sextán leiki en Ronaldo tíu. Í leikjunum er Messi með 21 mark og 12 stoðsendingar en Ronaldo er með 20 mörk og 1 stoðsendingu. Sádarnir hafa tælt til sína margra frábæra leikmenn með feitum samningum en þeim tókst hins vegar ekki að fá Messi til að koma þrátt fyrir gylliboð. Hann samdi frekar við bandaríska félagið. Það næstbesta í stöðunni er að fá nýja lið Messi til að koma í heimsókn og það hefur nú tekist. Inter Miami fer ekki aðeins til Sádí Arabíu í undirbúningi félagsins fyrir tímabilið því liðið mun einnig spila í Hong Kong og á móti landsliði El Salvador. Inter Miami announce they will take part in the Riyadh Season Cup in 2024: Jan. 29 vs. Al-Hilal Feb. 1 vs. Al-NassrMessi and Ronaldo will meet again pic.twitter.com/9hFybks628— B/R Football (@brfootball) December 11, 2023 Sádiarabíski boltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Sjá meira
Það vakti talsverða athygli í síðasta mánuði þegar Sádarnir gáfu það út að lið Lionel Messi og Cristiano Ronaldo myndu mætast í síðasta sinn í þessu æfingamóti. Þá komu forráðamenn bandaríska liðsins fram og sögðu að þetta væri ekki rétt því að Miami liðið væri ekki búið að samþykkja slíkan leik. OFFICIEL ET CONFIRMÉ CETTE FOIS-CIInter Miami vs Al-Nassr le 2er février« The Last Dance » - Cristiano Ronaldo & Lionel Messi pic.twitter.com/o3xysdb7Fx— Gio CR7 (@ArobaseGiovanny) December 11, 2023 Nú er aftur á móti annað hljóð í Inter Miami sem staðfesti að liðið muni mæta bæði liðum Al-Hilal (29. janúar) og Al Nassr (1. febrúar). Liðin eru í tveimur efstu sætum sádi-arabísku deildarinnar og Ronaldo, leikmaður Al Nassr, er markahæsti leikmaður deildarinnar. Þegar leikurinn var kynntur fyrst 21. nóvember þá einhliða af Sádunum þá var talað um „síðasta dans“ Messi og Ronaldo með tilvísun í heimildarþáttaröðina um lokatímabil Michael Jordan með Chicago Bulls. Messi og Ronaldo hafa mæst oft á sínum ferli og langoftast þegar þeir voru leikmenn Barcelona og Real Madrid. Þeir mættust líka í Riyadh bikarnum í Sádí Arabíu í fyrra en þá var Messi leikmaður franska félagsins Paris Saint Germain. February 1st. A new chapter in the Messi-Ronaldo rivalry. Can't wait pic.twitter.com/5H6q1nbVOX— B/R Football (@brfootball) December 11, 2023 Alls eru innbyrðis leikir þessa bestu leikmanna sinnar kynslóðar orðnir 35 talsins með félagsliðum og landsliðum. Messi hefur unnið sextán leiki en Ronaldo tíu. Í leikjunum er Messi með 21 mark og 12 stoðsendingar en Ronaldo er með 20 mörk og 1 stoðsendingu. Sádarnir hafa tælt til sína margra frábæra leikmenn með feitum samningum en þeim tókst hins vegar ekki að fá Messi til að koma þrátt fyrir gylliboð. Hann samdi frekar við bandaríska félagið. Það næstbesta í stöðunni er að fá nýja lið Messi til að koma í heimsókn og það hefur nú tekist. Inter Miami fer ekki aðeins til Sádí Arabíu í undirbúningi félagsins fyrir tímabilið því liðið mun einnig spila í Hong Kong og á móti landsliði El Salvador. Inter Miami announce they will take part in the Riyadh Season Cup in 2024: Jan. 29 vs. Al-Hilal Feb. 1 vs. Al-NassrMessi and Ronaldo will meet again pic.twitter.com/9hFybks628— B/R Football (@brfootball) December 11, 2023
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Sjá meira