Atli Harðarson

Emma Lazarus og Frelsisstyttan
Á undirstöðu Frelsisstyttunnar í New York er málmplata með sonnettu eftir Emmu Lazarus (1849–1887). Hún var ort árið 1883 þegar skáldkonan safnaði fé til að smíða fótstall undir þessa risastyttu sem Frakkar gáfu Bandaríkjamönnum.

Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman
Mustafa Suleyman (f. 1984) er frá London en býr nú í Kaliforníu. Hann er með áhrifamestu frumkvöðlum heims á sviði gervigreindar og einn af stofnendum fyrirtækisins DeepMind sem Google eignaðist árið 2014.

Snjallsímar og geðveiki meðal barna og unglinga
Fyrr á þessu ári kom út bók eftir bandaríska sálfræðinginn Jonathan Haidt sem heitir The anxious generation: How the great rewiring of childhood is causing an epidemic of mental illness. Á íslensku gæti hún kallast Kvíðna kynslóðin: Hvernig róttæk umbreyting bernskunnar veldur faraldri geðrænna sjúkdóma. Útgefendur eru Penguin Press í Bandaríkjunum og Allen Lane á Bretlandi. Bókin er 374 blaðsíður að lengd. Ítarefni og viðbætur má finna á vefsíðunni anxiousgeneration.com.

Stefnumörkun frá 1850, frjálsar listir og Háskóli Íslands
Um miðja nítjándu öld tóku stjórnvöld í Kaupmannahöfn ákvörðun um stúdentspróf sem síðan mótaði æðri menntun Danmörku. Sú skipan sem þá var komið á er oft kennd við Johan Nicolai Madvig en hann var menningarmálaráðherra frá 1848 til 1851.

Flóttamenn á Íslandi: Maður af manni verður að máli kunnur
Í fyrirsögninni hér að ofan er tilvitnun í Hávamál þar sem segir: Funi kveikist af funa. Maður af manni verður að máli kunnur en til dælskur af dul.

Flóttamenn á Íslandi: Láta ekki sitt eftir liggja og bera höfuðið hátt
Á liðnu ári bar talsvert á umræðu um flóttamenn hér á landi. Hluti hennar var bergmál af ýmsu sem sagt var í nágrannalöndum okkar. Í bland mátti greina hugmyndir í þá veru að mikil vændræði fylgdu sambúð fólks af ólíkum uppruna.